Þjóðlíf - 01.04.1991, Blaðsíða 22
ERLENT
STRÍÐ
Á PÖLLUNUM
Sérstök menning á áhorfendapöllunum í ensku knattspyrnunni.
Harðvítug átök, úreltir vellir, vandamálin hrannast upp. Urbætur
nauðsynlegar en óvíst hvort afverði
GUÐNI THORLACIUS JÓHANNESSON
í vetur hafa verið miklar umræður í Eng-
landi um hvernig leysa megi áhorfenda-
vandamálið á knattspyrnuleikjum fyrir
fullt og allt, hvort einhver von sé til þess að
hægt verði að ganga að því vísu að stuðn-
ingsmenn knattspyrnuliðanna hagi sér
skikkanlega á leikjum.
argt hefur breyst til hins betra á
undanförnum árum, en nokkrum
grundvallarstaðreyndum verður seint
haggað; hvert lið mun ætíð eiga sér eitil-
harða unnendur, sem halda hópinn og
vilja fylgja liði sínu hvert sem það fer.
Sem betur fer hefur tekist að leysa upp
flestar þær klíkur sem áttu ekkert skylt við
knattspyrnu nema að þær völdu sér lið og
börðust svo hverjar við aðra undir merkj-
um þeirra. Til dæmis var slíkur hópur,
sem kvaðst halda með Manchester Unit-
ed, alræmdur. Núna fylgja engin slík
vandamál því liði. í Lundúnum bundu
samtök nýnasista trúss sitt við Chelsea,
dreifðu áróðri á áhorfendastæðum,
reyndu að ala á kynþáttahatri, og efna til
áfloga almennt. Það hét Chelsea-bros
þegar menn voru látnir brosa út að eyrum.
Þá var rist frá munnvikum að eyrnasnepl-
um. Annað Lundúnalið sem illt orð fór af
var Millwall. „Allir hata okkur", var
uppáhaldssöngur áhangenda Millwall og
% % % Jg‘ KliK g 'vy#, VKf4" • wt
Wmk m C Éi i 1 •'v fi ■* 4
Venjutegt fólk að horfa á knattspvrnu og skemmta sér.
22 ÞJÓÐLÍF