Þjóðlíf - 01.04.1991, Blaðsíða 56

Þjóðlíf - 01.04.1991, Blaðsíða 56
VÍSINDI Lífrænir plágueyðar: gerlar gegn mývargi Á tímum sívaxandi mengunar leita menn allra leiða til að draga úr skaðlegum áhrifum hvers kyns eiturefna í um- hverfinu. Þessi viðleitni manna kemur meðal annars fram í því að forðast notkun efna til að halda plágum niðri, til dæmis í ræktun nytja- plantna. Hér á eftir verður meðal annars rakið dæmi frá Eng- landi um notkun lífrænna plágueyða gegn meindýri. Hugsanlegt er að það dæmi ýti við þeim Mývetningum sem þola mývarginn illa, en rétt er þó að fara að öllu með gát. Nokkur síðastliðin sumur hefur fólki í Dorset á Englandi verið ráðlagt að klæðast þykk- um sokkum og síðbuxum og helst að klemma skálmarnar saman að neðan ef það hyggur á gönguferð að kvöldlagi. Or- sök þessara ráðlegginga er fluga nokkur sem er af bitmýs- ættkvísl og ber fræðiheitið Vitaskuldir Kívíávextir hafa náð mikl- um vinsældum á Vestur- löndum, m.a. á íslandi. Meginhluti uppskerunnar kemur frá Nýja-Sjálandi. Kfvíplantan er hins vegar upprunnin í suðurhluta Kína en var flutt til Nýja- Sjálands um 1906. Kíví- plantan er klifurjurt sem nýtir sér til stuðnings allt að 10 metra há tré. ★ Stærsti páfagaukur heims er kakapúinn, einnig nefndur uglupáfi, á Nýja- Sjálandi. Hann hefur átt mjög undir högg að sækja og nú er svo komið að ein- ungis lifa 43 fuglar, þar af 15 kvenfuglar. ★ Simulium posticatum. Hún gengur hins vegar undir heit- inu blandfurðuvargurinn (Blandford fly) á sínum heima- slóðum. Fluga þessi heldur til í nágrenni Stourfljóts, bit henn- ar er vægast sagt háskalegt og það skýrir ráðleggingarnar sem nefndar voru hér að fram- an. Bit þessa mývargs veldur vessabólu, bólgu umhverfis stunguna og sumir fá sótthita, bólgna eitla og verða máttlaus- ir og sljóir. Ef bit kemur í and- lit geta augun sokkið. Meginhluta árs veldur flug- an engum skaða. Kvenflugan verpir eggjum sínum á ár- bökkum. Þegar vatnsborð hækkar í vetrarlok skolast egg- in út í vatnið, festast á vatna- plöntur og þar klekjast þau í lirfur. Fullorðin dýr fljúga í maí og júní - og þá hefjast vandræðin. Kvenflugur bíta hvern mann eða skepnu sem fyrir verður til að ná sér í þann blóðskammt sem þær þurfa til að egg þeirra þroskist eðlilega. Það virðist vænlegast til árangurs gegn þessari plágu að úða skordýraeyði í fljótið en eins og áður getur er nú reynt að forðast slík ráð í lengstu lög. Það er augljóst að eitur sem drepur mýlirfur vargsins hlýt- ur jafnframt að drepa annað líf í vatninu. í þessu tilviki var reynt að leita nýrra leiða gegn plágunni. Líffræðingar beittu lífrænum plágueyði og reyndu hann í lítilli þverá Stourfljóts sumarið 1989. Lífrænn plágu- eyðir er langoftast gerill eða sveppur og í þessu tilviki var um geril að ræða. Hann mætti nefna þýringageril, en fræði- heitið er Bacillus thuringiens- is. Hann er algengur í jarðvegi og er úr hópi staflaga gerla. Gagnsemi hans sem plágueyð- is byggist á því að hann mynd- ar prótínkrystalla sem reynast eitraðir fyrir ýmis skordýr en valda öðru lífi ekki tjóni, eitur- efnið er tegundarsérhæft. Skemmst er frá því að segja að þessi takmarkaða tilraun tókst afar vel og er fyrirhugað að beita henni í ríkari mæli næst- komandi sumar ef leyfi um- hverfisyfirvalda fæst til þess. Þýringagerill hefur verið notaður víðar í sama tilgangi, meðal annars hér á landi gegn ýmsum fiðrildalirfum. í Afr- íku hefur honum verið beitt gegn árblindusýklinum. Ár- blinda er sjúkdómur sem staf- ar af þráðormi er býr um sig í húð manna. Kvikindið berst milli þeirra með ýmsum bit- mýstegundum. Sjúkdómur- inn lýsir sér með ertingu og þrymlum í húð og augn- skemmdum, sem stafa af ýms- um eiturefnum sem ormarnir gefa frá sér og skaða augnvefi. Hann er einkum algengur í Afríku og Mið- og Suður-Am- eríku. í sumum þorpum á þessum svæðum er allt að sjöundi hver maður blindaður vegna árblindu. Með því að sleppa þýringagerli í straum- vötn hefur árblindusýklinum verið útrýmt af þúsundum fer- kílómetra í Afríku og það án þess að annað líf hafi beðið tjón af. Slíkt hefði verið ógjörning- ur með hefðbundnum tilbún- um plágueyðum, svo sem DDT. Nokkrar vonir eru bundnar við að með þessum hætti megi vinna bug á engisprettuplág- um og þarf ekki að lýsa því hve mikill ávinningur það yrði fyrir þær þjóðir sem búa við hungurvofuna yfir sér og missa á fárra ára fresti mismik- inn hluta uppskeru sinnar í engisprettusveima sem éta all- an gróður á stórum landsvæð- um. Rétt þykir að flytja varnað- arorð um þá hættu sem lífræn- ar varnir geta haft í för með sér. Hættan er mest þegar framandi lífvera er flutt inn og notuð til að vinna bug á stað- bundinni plágu. Mýmörg dæmi má nefna um aðkomulíf- verur sem hafa reynst miklir skaðvaldar í lífríki sem hefur náð jafnvægi í árþúsunda þró- un. Hér má nefna kanínur sem bárust til Ástralíu með hvítum landnemum. Um 1950 voru þær orðnar villtar, töldu mörg hundruð milljónir og ullu gríð- arlegum skaða á gróðri. Reyndar var lífrænum vörnum beitt gegn kanínunum og tókst vel í fyrstu. Frá Ameríku voru fluttar inn veirur sem herjuðu þar á kanínur og skyldar skepnur. Á tveimur til þremur árum drap veiran 99,5 % kan- ínanna en síðan hefur þeim að vísu fjölgað nokkuð aftur. Annað dæmi má nefna frá Tahítí. Til eyjarinnar var flutt- ur afrískur risaætisnigill, ætl- aður til átu. Nokkrir þeirra sluppu fljótlega úr ræktunar- búrum sínum, breiddust hratt út og urðu mikil plága. Þá var gripið til þess ráðs að flytja inn ránsnigil til höfuðs ætisniglin- um. Til allrar óhamingju reyndist ránsnigillinn allsend- is gagnslaus gegn ætisniglin- um en hins vegar þurrkaði hann út hundruð annarra sniglategunda á eyjunni sem fundust hvergi annars staðar í heiminum. Ekki er ljóst hvaða afleiðingar þetta líffræðilega stórslys hefur í för með sér fyrir lífríki eyjarinnar en það er ljóst að sniglar gegna miklu hlutverki í lífkeðjunni þar. Þegar til þessa er litið er ekki undarlegt að yfirvöld um- hverfismála vilji hafa hönd í bagga með flutningi lífvera milli ólíkra lífkerfa. Þessi dæmi ættu að nægja til að gera öllum ljóst hve varlega verður að fara í þessum efnum. 0 56 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.