Þjóðlíf - 01.04.1991, Blaðsíða 50

Þjóðlíf - 01.04.1991, Blaðsíða 50
VIÐSKIPTI Aukin auðlegð bandarískra fjármála- manna „seytlar“ ekki endilega út í þjóð- hagkerfið segir Robert Reich, hún seytlar út um allan heim. Menn fjárfesta þar sem þeir eygja mesta ágóðavon. Og það er ekki Eftir sitja íbúarnir og þeir eru þjóðarauður í orðsins fyllstu merkingu segir Reich hagfræðiprófessor. Hann segir að hagsæld þjóðar róðist í sífellt auknum mæli af hugviti, menntun og kunnóttusemi vinnandi manna og við þó þætti þurfi að leggja æ meiri rækt. einungis fjármagn sem Bandaríkjamenn flytja út, þeir flytja einnig út verksmiðjur, tækjabúnað og rannsóknarstofur -þangað sem hagnaðarvon er mest. Bandarísk fyrirtæki juku fjárfestingu erlendis um 17 prósent í fyrra en aðeins um 6 prósent í Bandaríkjunum sjálfum. Hewlett-Pack- ard hannar og framleiðir tölvur í Frakk- landi, Texas Instrumentsframleiðir mest- an hluta örtölva sinna í Japan, og bíla- verksmiðjur í Bandaríkjunum, Japan, Ítalíu og Þýskalandi fléttast æ meir saman. Þar að auki hefur erlend fjárfesting í Bandaríkjunum sjálfum fjórfaldast frá ár- inu 1980. Fjármagn ber með öðrum orð- um litla virðingu fyrir landamærum. Ekki er lengur hægt að reikna með því að fjár- magnseigandinn haldi tryggð við hagkerfi ættjarðarinnar öðrum fremur. Eftir sitja íbúarnir og þeir eru þjóðar- auður í orðsins fyllstu merkingu, segir Menn fjórfesta þar sem þeir eygja mesta gróðavon. Reich hagfræðiprófessor. Hann segir að hagsæld þjóðar ráðist í sífellt auknum mæli af hugviti, menntun og kunnáttu- semi vinnandi manna og við þá þætti þurfi að leggja æ meiri rækt. Þessvegna sé mikil- vægt að efla mennta- og fræðslumál, auk þess að bæta samgöngur í víðustu merk- ingu, —það er að segja tölvu- og fjar- skiptakerfi, auk vegakerfis og flugvalla, svo dæmi séu nefnd. En hvernig stendur á því að svo mikið veltur á hugviti og sam- göngum? Jú, svarar þjóðhagfræðingurinn, um allan heim bera þeir hæstar tekjur úr být- um sem beita sérþekkingu til að tengja saman ákveðnar hugmyndir og ákveðna markaði. Þar komi þrennt til: Kunnáttusemi við að finna nýjar úr- lausnir, það er að segja að setja hluti saman á einstæðan hátt, sama hvort það eru málmar, örtölvur, hugbúnaður, kvik- myndahandrit eða hlutabréfapakkar. Næst komi hæfileikar til að koma auga á ný tækifæri, það er að segja að hjálpa við- skiptavinum við að mæta einstæðum þörf- um með sérhönnuðum úrlausnum, í stað þess að búa til vöru sem síðan er reynt að selja sem flestum. í þriðja lagi þarf svo milligöngumenn sem skilja nægilega vel fyrirliggjandi tækni og markaði til þess að koma auga á Bandarísk fyrirtæki juku fjórfestingu eriendis um 17 prósent í fyrra en aðeins um 6 prósent í Bandaríkjunum sjólfum. tækifæri, safna fjármagni og ráða rétta menn til að glíma við úrlausnina. Reich segir að fyrirtæki sem eigi ekki á hættu að vera undirboðin á heimsmarkaði Raunverulegur framleiðslukostnaður vörunnar er sífellt minni hluti söluverðsins. Það er hugvitið, sérþekkingin, reynsla og markaðsþekking sem skiptir sífellt meira máli. 50 ÞJÓÐLÍF J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.