Þjóðlíf - 01.04.1991, Blaðsíða 49
Mcð hugviti á Reich við uppsafnaða menntun, þekkingu og kunnáttusemi í atvinnuh'fi sem aftur grundvailast á mennta- og samgöngukerfi
viðkomandi þjóðar.
rynni smám saman til þegnanna allra - það
var talað um„ trickie down effect“eða það
að hagvöxtur „seytlaði“ hægt og bítandi út
um allt þjóðfélagið. Hagspeki George
Bush er af svipuðum toga, ein af hans
Kunnátta í að finna
nýjar úrlausnir er
mikilvæg, það er að
segja að setja hluti
saman á einstæðan hátt,
sama hvort það eru
málmar, örtölvur,
hugbúnaður,
kvikmyndahandrit eða
h I uta bréf a pa kka r.
trúarsetningum er sú að lækkun skatta af
eignatekjum verki eins og vítamínsprauta
á allt hagkerfið.
Demókratar eða vinstri menn eru á
öndverðum meiði. Þeir álíta að núverandi
tekjuskipting sé óréttlát, þessvegna eigi að
hækka skatta efnaðri þegna og dreifa þeim
fúlgum til annarra þjóðfélagsþegna með
víðtæku velferðarkerfi.
Undanfarinn áratug ríkti þrátefli á milli
þessara tveggja meginfylkinga í banda-
rískum stjórnmálum. Skattar á hátekju-
fólk voru lágir, en framlög til velferðar-
mála mikil. í fyrra tókst sögulegt sam-
komulag þar sem báðar fylkingar slógu af.
Bush forseti féllst á að hækka skatta lítið
eitt en Demókratar sem hafa meirihluta á
Næst komi hæfileiki til
að koma auga á ný
tækifæri, það er að
segja að hjálpa
viðskiptavinum til að
mæta einstæðum
þörfum með
sérhönnuðum
úrlausnum í stað þess
að búa til vöru sem
síðan er reynt að selja
sem flestum.
þingi samþykktu að auka ekki við velferð-
arkerfið nema til væru peningar.
nda þótt tekist hafi vopnahlé í þess-
um efnum, er grundvallar deiluefnið
óbreytt. Flokkarnir telja að annað tveggja
ráði úrslitum: hagvöxtur eða jöfnuður.
Repúblíkanar tala máli hins dæmigerða
í þriðja lagi þarf svo
milligöngumenn sem
skilja nægilega vel
fyrirliggjandi tækni og
markaði til þess að
koma auga á tækifæri,
safna fjármagni og ráða
rétta menn til að glíma
við úrlausnina.
bandaríska kapítalista. Þeir segja að for-
senda hagsældar séu skattalækkanir fyrir
efnafólk og að greitt sé fyrir einkafjárfest-
ingum. Demókratar eru síður en svo óvin-
ir kapítalista en hallast fremur að samhjálp
og vilja nota ríkissjóð til að betrumbæta
velferðarkerfi landsins.
ÞJÓÐLÍF 49