Þjóðlíf - 01.04.1991, Blaðsíða 18

Þjóðlíf - 01.04.1991, Blaðsíða 18
ERLENT LOGANDI SAMKEPPNI Órói í kjölfar einkavœðingar í sjónvarpsrekstri ÞORFINNUR ÓMARSSON FRAKKLANDI Gífurlegar breytingar hafa orðið á frönsku sjónvarpi síðustu ár, líkt og ann- ars staðar í Evrópu. Einkasjónvarps- stöðvar eru víðast hvar að ná yfirráðum á markaðnum og ríkisreknar stöðvar tapa markaðshlutdeild. En strangar reglur gera frönskum einkastöðvum erfitt fyrir og útlit er fyrir mikla baráttu um áhorf- endur. afi einhver haldið að Islendingar hefðu verið seinir á ferðinni með sínar breytingar í sjónvarpsmálum, þá er það hinn mesti misskilningur. Víðast hvar í Evrópu var sjónvarp í höndum ríkisins allt þar til á miðjum níunda áratugnum að einkastöðvar hófu starfsemi sína. Á þess- um tíma hefur einkasjónvarp víðast hvar náð miklum vinsældum og hafa einka- stöðvar í Frakklandi gert hinum ríkis- reknu erfitt fyrir. Forsprakkar franskra einkastöðva eru þó allt annað en ánægðir með gang mála, því lög um sjónvarps- rekstur eru mun strangari en í nágranna- löndunum. Aðeins fjögur ár eru síðan einkasjón- varp hóf starfsemi sína að einhverju marki í Frakklandi. Áskriftarsjónvarpið Canal + hafði reyndar sent út síðan 1984, en það var áður en almennum lögum um frjálst sjónvarp var breytt hér í Frakklandi. Árið 1987 urðu síðan kaflaskipti í frönskum sjónvarpsrekstri þegar þrjár einkastöðvar, TF1, La 5 og M6 bættust við með nokk- urra mánaða millibili. TFl var áður ríkis- rekin en til að tryggja betri stöðu einka- sjónvarps í landinu var hún seld einkaaðil- um eftir að lögunum var breytt. Á vegum ríkisins eru eftir stöðvarnar A2, FR3 og La 7 og þannig eru sjö almennar sjón- varpsstöðvar starfræktar í Frakklandi. Á þessum u'ma hefur franskt sjónvarp tekið feikilegum stakkaskiptum og sér ekki fyrir endann á þeim breytingum. Ríkisstöðvarnar hafa misst talsverðan skerf til einkastöðvanna og hafa þurft á auknu fjármagni að halda. Hervé Bour- ges nýkjörinn forstjóri ríkisstöðvanna A2 og FR3 segir stöðvarnar vanta hálfan ann- an milljarð franka til að standast sam- keppnina. Samt er staða einkastöðvanna alls ekki sterk því ýmsar reglur varðandi auglýsingar og sýningartíma eru mun strangari en í löndunum í kring. T.d. er bannað að auglýsa aðra fjölmiðla í sjón- varpi og sama gegnir um auglýsingar á kvikmyndum og ýmsu kynningarefni. Einnig eru ákveðnar reglur varðandi aug- lýsingafjölda innan hvers dagskrárliðar og til að vernda kvikmyndahús landsins má ekki sýna kvikmyndir í sjónvarpi á laugar- dags- og miðvikudagskvöldum. Að undanförnu hefur verið þrýst á stjórnvöld um að taka þessar reglur til endurskoðunar og segja talsmenn einka- stöðvanna sig aldrei geta náð árangri á Evrópumælikvarða með þessu áfram- haldi. TFl hefur um árabil verið stærsta sjónvarpsstöð Frakka og hefur hún m.a.s. aukið hlutdeild sína á markaðnum eftir að hún var seld einkaaðilum. Salan olli miklu umtali á sínum tíma og sagt var að ríkis- stjórn Jacques Chiracs hefði fært bygg- ingafyrirtækinu Bouygues lykil að mikilli gróðralind með því að selja því 50% hluta- fjár á einu bretti. Árið 1989 breytti ríkis- stjórn sósíalista síðan lögunum um hlutafé þannig að Bouygues gat ekki átt meira en 25% í stöðinni. Enda þótt TFl hafi yfir 40% franska sjónvarpsmarkaðarins í sínum höndum hefur stöðin ekki farið út í framleiðslu á Risasviðsmynd í skemmtiþætti hjá LA 5. 18 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.