Þjóðlíf - 01.04.1991, Blaðsíða 27

Þjóðlíf - 01.04.1991, Blaðsíða 27
Það gengur bctur að selja lifandi hvali en dauða nú um stundir. eftir voru af afrakstri herferðarinnar „SOS Björgum hvölunum", auk þess sem WWF hefur lofað að útvega CSVD aðrar 30 mill- jónir. CSVD hyggst nota ágóðann af hinum „stolnu hvölum“ til að fjármagna verkefni um hvalatúrisma og hvalarannsóknir við Andenes í Noregi. Við Andenes finnast stórir stofnar af hrefnum, háhyrningum og búrhvölum. Það er ekkert sem bendir til að tilvist hvalastofnanna sé á neinn hátt ógnað. Þeir sem studdu herferð WWF með fjárframlögum hafa því góðar og gild- ar ástæður fyrir að finnast þeir vera illa sviknir. I herferð sinni „SOS—Björgum hvöl- unum“ leitaði WWF bæði til fyrirtækja og einstaklinga. En það er stór munur á hvernig samtökin bera fram mál sitt fyrir stjórnendur fyrirtækja og fyrir venjulega launþega. í bréfum WWF til stjórnenda fyrirtækja er um að ræða bláköld viðskipti —arðbært samstarf fyrir báða aðila. „ Með því að taka að ykkur hval mun fyrirtækið verða orðað við WWF sem í tæp þrjáu'u ár hefur barist fyrir umhverfismálum í öllum heiminum... Við erum vissir um að þér getið komið auga á þá möguleika sem opn- ast fyrir fyrirtæki yðar taki það að sér hval“. I bréfum samtakanna til einstaklinga er slegið á allt aðra strengi. Þar er höfðað til tilfinninga og settar fram fullyrðingar um yfirvofandi hættu á algerri útrýmingu hvala.,, Þetta er bæn mín til þín um hjálp. Neyðaróp frá risum hafsins sem eiga til- vist sína undir því komna að hvalveiðar í hagnaðarskyni verði ekki teknar upp að nýju... .Ertu sammála okkur um að heim- ur án hvala verði fátækari heimur fyrir börnin þín?....Þú getur hjálpað WWF að bjarga hvölunum...Styddu okkur fjár- hagslega. Taktu að þér hval...Styddu okkur! Og styddu okkur nú...Skilningur og samúð nægir ekki. Við þörfnumst bein- harðs fjárhagslegs stuðnings frá ÞER!“ WWF fullyrðir að tilvist allra hvala í heimshöfunum sé í hættu sem er vægast sagt ósannindi. I alþjóðahvalveiðiráðinu þar sem verndunarviðhorf ráða algerlega ríkjum þarf samþykki 3/4 hluta ráðsins til að afnema það veiðibann sem nú er í gildi. Auk þess hefur ráðið ákveðið að stofnar sem eru undir 54% af sinni upprunalegu stærð skuli vera friðaðir. Sérfræðingar eru sammála um að það þurfi meiriháttar um- hverfisslys með algerri eyðileggingu á lífs- skilyrðum í höfunum til að útrýma hvöl- unum. I' heimi viðskipta fölna oft fagrar hug- sjónir þegar peningarnir eru lagðir á borðið. Og umhverfisverndarbransinn er engin undantekning. Stórfyrirtæki með mengaðaðan orðstír geta gegn hæfilegri greiðslu auglýst sig með hjálp WWF sem sérstaklega umhverfismeðvituð fyrirtæki. Danska olíufyrirtækið Statoil Danmark hefur borgað 10 milljónir fyrir að fá að tengjast WWF á jákvæðan hátt. Statoil og WWF fóru af stað með auglýsingaherferð með það markmið að stuðla að björgun á 24 dýrategundum í útrýmingarhættu (þar af 2 hvalategundum) — og að sjálfsögðu að auka sölu á framleiðsluvörum Statoil. í auglýsingunum mátti lesa slagorðið „Fylltu tankinn með Statoil og horfðu í augun á hval“. Það er ansi hætt við að Statoilkúnninn eigi erfitt með að horfast í augu við hval hafi hann kynnt sér hvaða álit norsk umhverfisverndarsamtök hafa á Statoil. Statoil sem er stærsta olíufyrir- tækið á Norðursjónum hefur við olíuleit stundað svokallaðar seismiskar rannsókn- ir sem drepa og flæma burt fisk á stórum svæðum. amkvæmt skýrslu WWF geta seism- ískar rannsóknir einnig haft skaðvæn- leg áhrif á hvali; hvalirnir flýja frá þeim svæðum sem rannsóknirnar fara fram á. Norsk hafverndar og umhverfissamtök krefjast þess að hinum seimísku rann- sóknum verði hætt nú þegar og ekki tekn- ar upp að nýju fyrr en rannsóknir hafi sýnt fram á að þær ógni ekki lífríki í hafinu. Statoil hefur því góðar og gildar ástæður fyrir því að óska eftir hreinum og grænum orstír. Hjá stóru strákunum og stelpunum í umhverfisverndarbransanum virðist sem tilgangurinn helgi öll meðöl. En háleit markmið gera rangfærslur og vafasöm við- skipti með náttúruna ekki að betri vöru. 0 ÞJÓÐLÍF 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.