Þjóðlíf - 01.04.1991, Blaðsíða 25
STÆRÐ EFTIR STETT
Stéttastaða foreldra hefur áhrif á vöxt skólabarna
GUÐBJÖRG LINDA RAFNSDÓTTIR SVÍÞJÓÐ
Nýleg sænsk rannsókn hefur leitt í ljós
að stéttarstaða foreldra hefur áhrif á
vöxt barna. Börn, þó einkum drengir úr
lágstétt vaxa hægar en jafnaldrar þeirra
úr mið- og hástétt.
Þetta eru engin ný sannindi því fyrir
seinni heimsstyrjöldina voru áhrif
mismunandi þjóðfélagshópa á vöxt
drengja vel þekkt en hurfu úr sögunni á 6.
áratugnum samfara bættum lífskjörum.
Lars Cernerud, skólayfirlæknir í
Stokkhólmi hefur skoðað heilbrigðis-
skýrslur 10.000 skólabarna sem hafa búið í
Stokkhólmi. Þau eru fædd árin 1933,
1943, 1953 og 1963. Börn sem voru fædd
árið 1943 og tilheyrðu lágstétt voru að
meðaltali 2 cm styttri þegar þau hófu skó-
lagöngu sína en jafnaldrar þeirra úr mið-
og hástétt. Það þykir töluvert mikill mun-
ur þar sem um er að ræða meðaltal.
Tíu árum síðar reyndist hins vegar eng-
inn mælanlegur munur til staðar á milli
þessara þjóðfélagshópa og menn hafa allt
fram til þessa talið að bætt lífskjör og
ókeypis skólamáltíðir hefðu máð út þenn-
an stéttamun fyrir fullt og allt. Svíar vökn-
uðu því upp við vondan draum þegar í ljós
kom að munur á lengd skólabarna eftir
stéttastöðu foreldra hafði aftur skotið upp
kollinum meðal barna sem fædd voru á 7.
áratugnum. Þetta kom þeim sem að rann-
sókninni stóðu svo á óvart að þau endur-
tóku hana til að fullvissa sig um að niður-
stöðurnar væru réttar og að hópar innflytj-
enda hefðu ekki áhrif á þær.
Ekki hefur tekist að skýra hvers vegna
þessi stærðarmunur barna kemur síður
fram hjá stúlkum en drengjum. Aðrar
rannsóknir hafa þó leitt í ljós að vöxtur
drengja er viðkvæmari fyrir áhrifum ým-
issa umhverfisþátta en vöxtur stúlkna.
Gunnilla Westin-Lindgren, prófessor
við Kennaraháskólann í Stokkhólmi, hef-
ur haft yfirumsjón með nefndri rannsókn.
Hún segir að ekki sé um að ræða neitt
sjálfvirkt samband á milli þjóðfélagshópa
og vaxtar barna. Það sem skýri þennan
mun séu þættir eins og mismunandi lífs-
kjör, ólíkt mataræði og líkamleg hreyfmg.
Hún bendir jafnframt á að þótt sænsk
börn þjáist ekki af næringarskorti þá séu
matarvenjur þeirra ekki alltaf eins og best
verði á kosið. Sum þeirra borði ekki morg-
unmat og dæmi séu um að börn borði ekki
matinn sem þeim er boðið upp á í skólan-
um. Hún nefnir einnig að sameiginlegar
kvöldmáltíðir séu liðin tíð hjá mörgum
fjölskyldum nema þá um helgar og þá séu
oft borðaðar steikur og önnur kaloríurík
fæða.
iðurstöður ofannefndrar rannsókn-
ar hafa orðið til þess að veitt hefur
verið fjármagni til þess að rannsaka nánar
mismunandi aðstæður sænskra skóla-
barna í þjóðfélaginu nú á tímum og hugs-
anleg áhrif þess á líkams- og félagsþroska
þeirra.
0
VEL TRYGGT
TR YGGINGA RFÉLA G
Sarnafil þakið á hinu nýja húsi Sjóvá-
Almennra er með 10 ára ábyrgð, og auðvit-
að baktryggt hjá þeim sjálfum eins og öll
önnur Sarnafil þök í landinu.
Nokkur hús með Sarnafil-þökum:
Húnavallaskóli, íþróttahús Álftamýraskóla, Húsmæðraskólinn á
Laugarvatni, Iðnaðarmannahús v/Hallveigarstíg, K-bygging Land-
spitala, KÁ Selfossi, Suðurlandsbraut 30, Skipholt 50, Stjórnsýslu-
hús Isafirði, Flugturn Egilsstöðum, KS Sauðárkróki, Dvalarheimili
Siglufirði, Þjóðarbókhlaða, ísgeymsla Vopnafirði, Njarðvíkurkirkja
og fjöldi húsa um allt land.
SIMI 621370