Þjóðlíf - 01.04.1991, Blaðsíða 39
Leningrad Cowboys: Leningrad Cowboys go America.
Finnskir Bakkabræður
Mér hefur alltaf fundist David
Lee Roth örgeðja, ef dæma má
af söng hans og framkomu í
tónlistarmyndböndum. En
svo getur allt eins verið að
þetta sé hinn rólegasti piltur.
Hann er nýbúinn að gefa út
sína aðra breiðskífu eftir að
hann hætti í þungarokkssveit-
inni „Van Halen“. Þar heldur
hann sig við iðnaðarrokkið og
syngur að venju eins og hann
sé með spriklandi marhnút í
maganum, slík eru gólin.
Stöðnun er kannski besta
orðið til þess að lýsa David
Lee Roth sem söngvara og
textahöfundi. Menn geta jú
komist í tónlistarlega tilvistar-
kreppu, eins og dæmin sanna.
David Lee Roth: A Little ain’t enough
Með marhnút í maganum
Þetta er tónlistin úr sam-
nefndri kvikmynd sem sýnd
var hér á finnsku menningar-
vikunni ekki alls fyrir löngu og
fjallar um lélegustu rokksveit
allra tíma sem hélt frá Finn-
landi til Ameríku í von um
betra gengi. Og skrautleg var
myndin, þetta voru einskonar
finnskir nútíma Bakkabræð-
ur. Og tónlistin er ekki síður
skrautleg; allt frá þeirra með-
ferð á lögum listamanna á borð
við „The Doors“ („L.A.
Woman“), „SteppenwolC
(„Born to be Wild‘, sem er
magnað), Elvis Presley
(„That’s allright“), til mexík-
anskrar skemmtitónlistar í lag-
inu „Desconsolado“, því að
endingu höfnuðu þeir í mexík-
önsku brúðkaupi.
Leningradkúrekarnir eru
átta talsins og einn þeirra sem-
ur meginpart tónlistar plöt-
Stand up“. Á milli laganna er
svo skotið bútum úr viðtali við
Marley frá 1975, sem margir
hverjir eru að vísu illskiljan-
legir fyrir íslendinga.
En það er mikil fengur í
þessari plötu frá manni sem
því miður lést úr krabbameini,
sennilega vegna mikilla gras-
reykinga, þ. 11. maí 1981.
Slæmt mál.
unnar. Sá heitir Mauri Su-
mén. Þetta er margbreytileg
lúðratónlist með allskonar
ívafi, blúsuðu, djössuðu, þjóð-
lagaáhrifum og meira að segja
er hluta úr bandaríska þjóð-
söngnum skotið inn í lagið
„Flight AY 105“. Hér er á
ferðinni „fríkuð“ plata eins og
unga fólkið myndi segja og vel
þess virði að kynna sér hana.
Bob Marley & the Wailers: Talkin blues
Reggíkóngurinn
Enginn maður hefur haft eins
mikil áhrif á tónlist í þriðja
heiminum og reggíkóngurinn
Bob Marley.
Hann vakti fólk til vitundar
með tónlist sinni, var hug-
sjónamaður og baráttumaður
fyrir bættum kjörum sárfá-
tækrar alþýðunnar. Og með
snilli sinni náði hann slíkum
tökum á fólki að annað eins á
sér varla hliðstæðu, enda var
hann dýrkaður í heimalandi
sínu, Jamaica, sem þjóðhetja.
Upptökurnar á þessari plötu
eru frá sögulegri hljómleika-
ferð Marley og félaga til
Bandaríkjanna árið 1973. Til-
gangur ferðarinnar var að spila
sem upphitunarhljómsveit
fyrir „Sly and the Family
Stone“. En þar sló Marley svo í
gegn að hann var rekinn. En
reggíkóngurinn gafst ekki
upp, hélt nokkra tónleika upp
á eigin spýtur og útvarpsstöð
ein í San Fransisco útvarpaði
einum þeirra úr hljóðveri sínu.
Sjö laganna á „Talkin’ blucs“
eru frá þessum útvarpstónleik-
um. Svo eru þarna lög sem
aldrei hafa heyrst áður eins og
ástarsöngurinn „Am-a-do“ og
frægari lög s.s. „I shot the
Sheriff ‘ (í magnaðri, sjö mín-
útna útgáfu tekinni upp í Lon-
don árið 1975) og „Get up
Mark Knopfler og Chet Atkins:
Neck and neck
Gítarhálsar
Plata fyrir gítarmenni, pínulítið „Di-
re Strairs“-legt byrjunarlag, „Poor
Boy blues“ en húmorinn líka til stað-
ar, sérstaklega hjá gamla kántríjaxlin-
um Chet í laginu „There’ll be some
changes made“. Ljúf lög sem tilheyra
ýmsum stefnum, eftir hina og þessa,
m.a Django Reinhardt/Stefan Grap-
helli, ýmist sungin eða ósungin. Gít-
arfimin í góðu lagi hjá þeim köllum.
En hvenær urðu þessir gaurar svona
góðir vinir?
ÞJÓÐLÍF 39