Þjóðlíf - 01.04.1991, Blaðsíða 39

Þjóðlíf - 01.04.1991, Blaðsíða 39
Leningrad Cowboys: Leningrad Cowboys go America. Finnskir Bakkabræður Mér hefur alltaf fundist David Lee Roth örgeðja, ef dæma má af söng hans og framkomu í tónlistarmyndböndum. En svo getur allt eins verið að þetta sé hinn rólegasti piltur. Hann er nýbúinn að gefa út sína aðra breiðskífu eftir að hann hætti í þungarokkssveit- inni „Van Halen“. Þar heldur hann sig við iðnaðarrokkið og syngur að venju eins og hann sé með spriklandi marhnút í maganum, slík eru gólin. Stöðnun er kannski besta orðið til þess að lýsa David Lee Roth sem söngvara og textahöfundi. Menn geta jú komist í tónlistarlega tilvistar- kreppu, eins og dæmin sanna. David Lee Roth: A Little ain’t enough Með marhnút í maganum Þetta er tónlistin úr sam- nefndri kvikmynd sem sýnd var hér á finnsku menningar- vikunni ekki alls fyrir löngu og fjallar um lélegustu rokksveit allra tíma sem hélt frá Finn- landi til Ameríku í von um betra gengi. Og skrautleg var myndin, þetta voru einskonar finnskir nútíma Bakkabræð- ur. Og tónlistin er ekki síður skrautleg; allt frá þeirra með- ferð á lögum listamanna á borð við „The Doors“ („L.A. Woman“), „SteppenwolC („Born to be Wild‘, sem er magnað), Elvis Presley („That’s allright“), til mexík- anskrar skemmtitónlistar í lag- inu „Desconsolado“, því að endingu höfnuðu þeir í mexík- önsku brúðkaupi. Leningradkúrekarnir eru átta talsins og einn þeirra sem- ur meginpart tónlistar plöt- Stand up“. Á milli laganna er svo skotið bútum úr viðtali við Marley frá 1975, sem margir hverjir eru að vísu illskiljan- legir fyrir íslendinga. En það er mikil fengur í þessari plötu frá manni sem því miður lést úr krabbameini, sennilega vegna mikilla gras- reykinga, þ. 11. maí 1981. Slæmt mál. unnar. Sá heitir Mauri Su- mén. Þetta er margbreytileg lúðratónlist með allskonar ívafi, blúsuðu, djössuðu, þjóð- lagaáhrifum og meira að segja er hluta úr bandaríska þjóð- söngnum skotið inn í lagið „Flight AY 105“. Hér er á ferðinni „fríkuð“ plata eins og unga fólkið myndi segja og vel þess virði að kynna sér hana. Bob Marley & the Wailers: Talkin blues Reggíkóngurinn Enginn maður hefur haft eins mikil áhrif á tónlist í þriðja heiminum og reggíkóngurinn Bob Marley. Hann vakti fólk til vitundar með tónlist sinni, var hug- sjónamaður og baráttumaður fyrir bættum kjörum sárfá- tækrar alþýðunnar. Og með snilli sinni náði hann slíkum tökum á fólki að annað eins á sér varla hliðstæðu, enda var hann dýrkaður í heimalandi sínu, Jamaica, sem þjóðhetja. Upptökurnar á þessari plötu eru frá sögulegri hljómleika- ferð Marley og félaga til Bandaríkjanna árið 1973. Til- gangur ferðarinnar var að spila sem upphitunarhljómsveit fyrir „Sly and the Family Stone“. En þar sló Marley svo í gegn að hann var rekinn. En reggíkóngurinn gafst ekki upp, hélt nokkra tónleika upp á eigin spýtur og útvarpsstöð ein í San Fransisco útvarpaði einum þeirra úr hljóðveri sínu. Sjö laganna á „Talkin’ blucs“ eru frá þessum útvarpstónleik- um. Svo eru þarna lög sem aldrei hafa heyrst áður eins og ástarsöngurinn „Am-a-do“ og frægari lög s.s. „I shot the Sheriff ‘ (í magnaðri, sjö mín- útna útgáfu tekinni upp í Lon- don árið 1975) og „Get up Mark Knopfler og Chet Atkins: Neck and neck Gítarhálsar Plata fyrir gítarmenni, pínulítið „Di- re Strairs“-legt byrjunarlag, „Poor Boy blues“ en húmorinn líka til stað- ar, sérstaklega hjá gamla kántríjaxlin- um Chet í laginu „There’ll be some changes made“. Ljúf lög sem tilheyra ýmsum stefnum, eftir hina og þessa, m.a Django Reinhardt/Stefan Grap- helli, ýmist sungin eða ósungin. Gít- arfimin í góðu lagi hjá þeim köllum. En hvenær urðu þessir gaurar svona góðir vinir? ÞJÓÐLÍF 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.