Þjóðlíf - 01.04.1991, Blaðsíða 24

Þjóðlíf - 01.04.1991, Blaðsíða 24
ERLENT sitja eða standa. Ef sætum er komið fyrir halda menn sig á einum stað á áhorfenda- svæðinu og mun auðveldara er að halda uppi röð og reglu. í kjölfar harmleiksins í Sheffield var ákveðið að leita leiða til að koma í veg fyrir að slíkir atburðir endur- tækju sig. Allt of margir höfðu farið í eitt hólf áhorfendasvæðisins og því fór sem fór. Helstu niðurstöður voru að það væri nauðsynlegt að hafa einungis sæti á öllum leikvöngum, engin stæði. Einnig var kom- ist að hinu augljósa; margir vellirnir eru hreinar slysagildrur. Ólíkt glæsileikvöng- unum á meginlandi Evrópu sem standa einir og sér, flestir nýlegir, eru þeir ensku nær allir komnir til ára sinna og aðþrengd- ir í miðjum íbúðahverfum. argt bendir til að mjög erfitt verði að bæta úr þessu sem skyldi. Að byggja nýjan leikvang frá grunni kostar of fjár og er ofviða einstökum liðum. Því hefur verið rætt um að nokkur félög taki sig saman en þær ráðagerðir standa einatt á andúð stuðningsmannanna, sem vilja sig hvergi hræra. Þannig hefur verið lagt til að WBA, Aston Villa og Birmingham, sem öll eru í þeirri borg, byggi í sameiningu nýjan „Wembley“ í einu úthverfinu. Áhangendurnir taka það ekki í mál og segjast aldrei myndu stíga fæti sínum á þann völl. Þess vegna hefur umræðan beinst meira að umbótum á völlunum sem fyrir eru, koma fyrir sætum, byggja nýjar áhorfend- astúkur og halda þeim betur við. Vanda- málið er að eigi endurreisnin að ná til allra leikvanga kostar það á milli 600 og 900 milljónir sterlingspunda. Sá peningur er ekki til. Þau félög sem hafa lagt út í miklar framkvæmdir eiga núna í miklum fjár- hagsvandræðum. Chelsea byggði nýja stúku fyrir nokkrum árum og situr í mik- illi skuldasúpu, svipaða sögu er að segja af Tottenham og ef veldi Liverpool hnignar á komandi árum, verður ein ástæðan sú, að stjórnin þar hefur ákveðið að verja að minnsta kosti 8 milljónum punda til end- urbóta á Anfield, leikvangi liðsins, setja sæti á„ the Kop“ meðal annars. Aðdáend- ur Liverpool sem hafa staðið þar árum saman eru auðvitað ekkert hressir með það. Liverpool, Chelsea og Tottenham eru stórlið og ef þau lenda í vandræðum, þá spyrja litlu liðin sig hvernig fari fyrir þeim? Þau berjast þegar í bökkum og mega alls ekki við að fara að ausa fé í vallarframkvæmdir. Til lítils er að byggja flottan völl ef félagið fer á hausinn. En ef peningamálin eru látin liggja á milli hluta, þá er það von ráðamanna ef af þessum umbótum verður að það takist að skapa allt annað andrúmsloft á leikvöng- unum, að konur fari með körlum sínum á völlinn, að heilu fjölskyldurnar hópist saman, líkt og á íþróttaviðburðum í Bandaríkjunum. Þetta er mikil bjartsýni. Eins og er er kvenfólk sjaldséð á enskum knattspyrnuleikjum og þannig vilja karl- arnir hafa það. Þeir segja flestir að konur hafi hvorki vit né áhuga á leiknum. Til er smásaga, Leikurinn, sem segir frá Lenn- ox, fylgismanni Notts County. Liðið tap- aði fyrir Bristol City og hann brást við með því að lemja frú Lennox eftir að hún hafði reynt að gera lítið úr þessu og knattspyrnu yfirleitt. Þær konur sem hafa lifað sig inn í íþrótt- ina eru fáar og skera sig úr. Tvær eldri konur voru fastagestir á heimaleikjum West Ham í mörg ár og eru eflaust enn. Þær veifuðu treflum, hrópuðu, stöppuðu og klöppuðu og vöktu mikla athygli. Það var líka á Upton Park, velli West Ham, að kona nokkur komst á spjöld knattspyrnu- sögunnar á sjöunda áratugnum. Sonur hennar, Maurice Setters, lék með heima- liðinu. Mótherji hans úr Stoke tæklaði hann svo um munaði, reyndar svo rosa- lega að móðirin geystist inn á völlinn og hugðist jafna um dónann. Fjórir lögreglu- þjónar báru hana af vellinum. inir „sönnu“ stuðningsmenn rifja upp þessa og álíka sögur til að sýna fram á að knattspyrna og kvenfólk fari ekki saman. Það eru strákarnir sem eiga að fara á völlinn, fá sér fyrst nokkra bjóra og svo aftur að leik loknum. Ölvun á leikjum er enda annað vandamál sem rannsókn slyssins í Sheffield ítrekaði að yrði að taka á. Flestir kráareigendur í borginni kvört- uðu alls ekki yfir fylgjendum Liverpool, en einn varð þó að kalla á lögreglu þegar allar birgðir þraut og slagsmál brutust út. Það hefur verið talað um að banna sölu áfengis á krám nálægt völlum á leikdögum en ekkert orðið úr því. Slíkt yrði mjög óvinsælt og örugglega fyndust einhverjar leiðir til að sniðganga slíkar ráðstafanir. Þá hafa verið uppi áform um að skylda alla sem vilja fara á völlinn að verða sér úti um aðgönguskírteini. Ekkert hefur miðað í þá átt heldur. Englendingar eru á móti öllum skírteinum yfirleitt, þeir hafa engin nafnskírteini og ökuskírteinin eru ekki með mynd. Þar að auki er fullyrt að það myndi taka margar klukkustundir að at- huga skírteini hvers og eins og þá er betur heima setið. að er því ólíklegt að þáttur áhorfenda í þessari þjóðaríþrótt Englendinga taki einhverjum stakkaskiptum í náinni framtíð. Frekar má búast við að það verði áfram nær eingöngu karlar sem hópist saman á gamla og úr sér gengna leikvang- ana eftir að hafa fengið sér nokkrar kollur, syngi þar hástöfum, bölvi öllu í sand og ösku ef illa gengur en geri gys að and- stæðingunum ef ástandið er bjart. Það er næsta víst. 0 24 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.