Þjóðlíf - 01.04.1991, Blaðsíða 43

Þjóðlíf - 01.04.1991, Blaðsíða 43
RoboCop 3. Peter Weller hefur fengið sig saddan af hlutverki vélmennisins og er farinn en í hans stað kemur Robert nokk- ur Burke sem hefur til þessa einungis leik- ið í sjónvarpinu. Roger Rabbitt II er í sigtinu og verður litlu til sparað við framleiðsluna, því get ég lofað. Fyrirtækið Warner Bræður ætla að gera mynd um hundinn huglausa Scoobie Doo. Það er erfitt að ímynda sér hver mun fara með aðalhlutverkið en það væri áskor- un sem DeNiro ætti að hugleiða. Ofurhetjur allstaðar! Hér eru nokkrar sem komast á breiðtjaldið á næstunni: The Avengers, Kafteinn Ameríka, Dr. Strange (Coppolla framleiðir!), Fantast- ic Four, Járnmaðurinn, Sgt. Rock (fram- leiðendur Joel Silver og Zemeckis), The She-Hulk leikstýrð af Larry Cohen (gerði The Blob), The Silver Surfer, Sub Mar- iner, Þór, Watchmen leikstýrð af Terry „Brazil“ Gilliam, Wolverine, X-Men... o.s.frv. Fyrir hörðustu aðdáendur Marvel hasarblaða ætti þessi listi að vera kærkom- inn. Hvort þetta allt verður enn ein tísku- bylgja úr furðuheimi Hollywood er erfitt að spá um, ef svo færi verður gaman hjá okkur aðdáendum teiknimynda/kvik- mynda meðan á því stendur. 0 T)ave jtevenj © 1985 Upphaflega útgáfan af persónum í kvikmyndinni The Rocketeer, sem framleidd er af Disney. og yfirbuga illmenni eins og hann lystir. Það er nýliðinn Bill Campbell sem leikur hetjuna en ástkonu hans leikur hin ítur- vaxna Jennifer Connelly (lék á móti brúð- um og Bowie í mynd Hensons, Labrin- yth). Stórleikarinn Timothy Dalton er með smá hlutverk í myndinni. Önnur athyglisverð kvikmynd er The Addams Family sem er byggð á vinsælli fjölskyldu fullri skringilegra persóna. Það eru leikarar á borð við Anjelica Houston (Prizzies Honour), Raul Julia (The Morning After) og Christopher Loyd (Aftur til Framtíðar I,II og III) sem fara með aðalhlutverkin. Leikstjóri er Barry Sonnenfeld en hann er einn virtasti kvik- myndatökumaður í bransanum í dag. Nýjasta mynd hans er Misery. Listinn er langur og margar fígúrurnar sem mynd- irnar eru byggðar á eru ókunnugar íslend- ingum sem ekki hafa haft mikið úrval af hasarblöðum og teiknimyndasögum að moða úr. Ástandið er samt að batna og fyrir þá sem vilja kynna sér hetjur og pers- ónur komandi mynda í upphaflegri útgáfu sinni (þ.e.a.s. teikningum) þá er bókabúð andspænis Hlemmi sem býður uppá mik- ið og gott úrval slíkra bókmennta. Eftirtaldar myndir eru mislangt á veg komnar, sumar eru í framleiðslu og aðrar ennþá fastar á pappírnum og óvíst hvort úr nokkru verði en allar eru þær byggðar á persónum og sögum kunnum okkur Is- lendingum: Blondie, eða Ljóska Moggans. Disney á réttinn og stefnir á framleiðslu söng- leiks. The Flintstones (Steinaldarmennirn- ir). Það verður heljarmennið John Goodman (Always) sem leikur Fred og væntanlega Jim Belushi í gervi Barneys. Það er Amblin fyrirtæki Spielberg sem á réttinn á þessari. Tökum var nýlega frest- að fram til “92 eða “93. Lukku Láki, leikinn af Terence Hill (sá minni með bláu augun af bræðrunum). Þetta verða sjónvarpsþættir í fyrstu, en hver veit? Anjelica Houston og Ravl Julia ígervum s/n um í myndinni um Adamsfjölskylduna. ÞJÓÐLÍF 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.