Þjóðlíf - 01.04.1991, Blaðsíða 30

Þjóðlíf - 01.04.1991, Blaðsíða 30
ISLENSKUR HEIMSBORGARI Dr. Jón Stefánsson átti viðrœður eða skrifaðist á við marga þekktustu samtíðarmenn sína; Bernard Shaw, William Morris, Lloyd George, Bismarck, Kropotkin, Ibsen, Björnson, Churchill og marga fleiri ÓSKAR GUÐMUNDSSON „Vladimir Iljitsj Uljanoff (þ.e.Lenín), 1870-1924 sat, á fyrstu árum tuttugustu aldar, stundum á næsta sæti við mig í lestrarsal British Museum“, segir dr. Jón Stefánsson í endurminningum sín- um, (Úti í heimi, Reykjavík 1949). Dr.Jón segir að samskiptin hafi ekki verið mikil við Lenín. „Hann yrti á engan mann og enginn þorði að yrða á hann“. Og það er fært í letur að Lenin hafi misst blaðsnepil, Jón tekið upp og rétt honum blaðið — og Lenín þakkað fyrir. Það var allt og sumt sem fór á milli þessara sessu- nauta í mörg ár. ón Stefánsson fæddist í Grundarfirði 4. nóvember 1862, fór til náms í Lat- ínuskólann í Reykjavík, þar sem hann var nánasti vinur og félagi Níelsar Finsen, þess er síðar hlaut Nóbelsverðlaunin í læknisfræði fyrir ljósalækningar sínar. Jón sigldi til Hafnar að afloknu stúdents- prófi 1882 og hóf nám í ensku og enskum bókmenntum. Hann komst þar fljótt í kynni við Brandes og aðra bókmennta- menn og lifði og hrærðist í því umhverfi. Hann lauk meistaraprófi við Kaupmanna- hafnarháskóla 1889 og samdi árið 1891 bók um breska skáldið Robert Browning sem var um leið doktorsritgerð hans við sama skóla. Jón flutti um sína ævidaga marga fyrirlestra m.a. í Höfn. Reiknað var með að hann yrði prófessor í enskum bók- menntum þegar sú staða losnaði, en hann tapaði naumlega atkvæðagreiðslu um það. Þetta varð til þess að hann ákvað að flytja til Bretlands, þar sem hann bjó í meira en hálfa öld. Honum lá frekar kalt orð til Dana eftir þetta, þó hann teldi þá hafa margt sér til ágætis, — eins og að mjólkur- bú þeirra væru til fyrirmyndar! Lestrarsalur British Museum var hans annað heimili í meira en hálfa öld, frá 1894 til 1948, eða í 54 ár. Og þar vann hann að skriftum, þýðingum, útleggingum og fræðagrúski. Hann ferðaðist nokkrum sinnum um ísland á þessu tímabili, en þar af er þekktust ferð hans með Collingwood fyrir aldamót. Collingwood málaði 350 myndir og þeir Jón gáfu út bókina „Píla- grímsferð til sögustaða Islands“ sem var ríkulega myndskreytt. Ævisaga dr. Jóns, Úti í heimi,er býsna sérstæð og skemmti- leg, en Alexander Jóhannesson háskólar- ektor ritar formála að henni. Meðal þess sem gerir hana skemmtilega eru frásagnir af fundum og samskiptum Jóns við ýmsa frægustu samtíðarmenn hans víða um lönd. E.t.v. hefur það verið eins konar árátta hans að hitta frægt fólk? Við grípum niður í bók hans á nokkrum stöðum þar sem segir af slíku. Jón segir: „Ég var um hríð öll sunnu- dagskvöld hjá William Morris, skáldinu mikla, í húsi hans í Hammersmith við Thames í Vestur-London. Hann hafði þá oft jafnaðarmenn á fundum hjá sér. Þar komu ungir menn og framgjarnir, svo sem Bernard Shaw og W.B. Yeats, skáldið írska, sem löngu síðar fékk Nóbelsverð- launin.“ Jón segir að Bernard Shaw hafi verið kominn á fremsta hlunn með að biðja May Morris, dóttur Williams, en hafi verið of feiminn til að geta komið sér að því. Jón tók að sér að kenna May íslensku, en faðir hennar lærði íslensku af Eiríki Magnús- syni í Cambridge. Jón segir einnig frá því er hann og Shaw þráttuðu á skáldakvöldi um Ibsen og segir frá fleiri fundum þeirra. kömmu áður en Jón fór alfarinn til íslands, á níræðisaldri fór hann til að kveðja Shaw, sem þá var á u'ræðisaldri. Jón segir í ævisögu sinni: „Öldungurinn vaknar eftir miðdegis- Lcnín, Kropotkin, Bernard Shaw og William Morris. Alla þessa karla hitti Jón og var góðkunningi ílestra þeirra. 30 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.