Þjóðlíf - 01.04.1991, Side 18

Þjóðlíf - 01.04.1991, Side 18
ERLENT LOGANDI SAMKEPPNI Órói í kjölfar einkavœðingar í sjónvarpsrekstri ÞORFINNUR ÓMARSSON FRAKKLANDI Gífurlegar breytingar hafa orðið á frönsku sjónvarpi síðustu ár, líkt og ann- ars staðar í Evrópu. Einkasjónvarps- stöðvar eru víðast hvar að ná yfirráðum á markaðnum og ríkisreknar stöðvar tapa markaðshlutdeild. En strangar reglur gera frönskum einkastöðvum erfitt fyrir og útlit er fyrir mikla baráttu um áhorf- endur. afi einhver haldið að Islendingar hefðu verið seinir á ferðinni með sínar breytingar í sjónvarpsmálum, þá er það hinn mesti misskilningur. Víðast hvar í Evrópu var sjónvarp í höndum ríkisins allt þar til á miðjum níunda áratugnum að einkastöðvar hófu starfsemi sína. Á þess- um tíma hefur einkasjónvarp víðast hvar náð miklum vinsældum og hafa einka- stöðvar í Frakklandi gert hinum ríkis- reknu erfitt fyrir. Forsprakkar franskra einkastöðva eru þó allt annað en ánægðir með gang mála, því lög um sjónvarps- rekstur eru mun strangari en í nágranna- löndunum. Aðeins fjögur ár eru síðan einkasjón- varp hóf starfsemi sína að einhverju marki í Frakklandi. Áskriftarsjónvarpið Canal + hafði reyndar sent út síðan 1984, en það var áður en almennum lögum um frjálst sjónvarp var breytt hér í Frakklandi. Árið 1987 urðu síðan kaflaskipti í frönskum sjónvarpsrekstri þegar þrjár einkastöðvar, TF1, La 5 og M6 bættust við með nokk- urra mánaða millibili. TFl var áður ríkis- rekin en til að tryggja betri stöðu einka- sjónvarps í landinu var hún seld einkaaðil- um eftir að lögunum var breytt. Á vegum ríkisins eru eftir stöðvarnar A2, FR3 og La 7 og þannig eru sjö almennar sjón- varpsstöðvar starfræktar í Frakklandi. Á þessum u'ma hefur franskt sjónvarp tekið feikilegum stakkaskiptum og sér ekki fyrir endann á þeim breytingum. Ríkisstöðvarnar hafa misst talsverðan skerf til einkastöðvanna og hafa þurft á auknu fjármagni að halda. Hervé Bour- ges nýkjörinn forstjóri ríkisstöðvanna A2 og FR3 segir stöðvarnar vanta hálfan ann- an milljarð franka til að standast sam- keppnina. Samt er staða einkastöðvanna alls ekki sterk því ýmsar reglur varðandi auglýsingar og sýningartíma eru mun strangari en í löndunum í kring. T.d. er bannað að auglýsa aðra fjölmiðla í sjón- varpi og sama gegnir um auglýsingar á kvikmyndum og ýmsu kynningarefni. Einnig eru ákveðnar reglur varðandi aug- lýsingafjölda innan hvers dagskrárliðar og til að vernda kvikmyndahús landsins má ekki sýna kvikmyndir í sjónvarpi á laugar- dags- og miðvikudagskvöldum. Að undanförnu hefur verið þrýst á stjórnvöld um að taka þessar reglur til endurskoðunar og segja talsmenn einka- stöðvanna sig aldrei geta náð árangri á Evrópumælikvarða með þessu áfram- haldi. TFl hefur um árabil verið stærsta sjónvarpsstöð Frakka og hefur hún m.a.s. aukið hlutdeild sína á markaðnum eftir að hún var seld einkaaðilum. Salan olli miklu umtali á sínum tíma og sagt var að ríkis- stjórn Jacques Chiracs hefði fært bygg- ingafyrirtækinu Bouygues lykil að mikilli gróðralind með því að selja því 50% hluta- fjár á einu bretti. Árið 1989 breytti ríkis- stjórn sósíalista síðan lögunum um hlutafé þannig að Bouygues gat ekki átt meira en 25% í stöðinni. Enda þótt TFl hafi yfir 40% franska sjónvarpsmarkaðarins í sínum höndum hefur stöðin ekki farið út í framleiðslu á Risasviðsmynd í skemmtiþætti hjá LA 5. 18 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.