Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2013, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.05.2013, Blaðsíða 21
FRJÁLS VERSLUN 5. 2013 21 Thomas Möller, sem lærði verkfræði í Berlín, rifjar upp að í frægri ferð Johns F. Kennedys, for seta Bandaríkjanna, til Vest- ur-Berlínar fyrir nákvæmlega 50 árum flutti Kennedy hina frægu „Ich bin ein Berliner“-ræðu sína. Haft var eftir Kennedy síðar að þessi dagur í Berlín væri einn af eftirminnilegustu dögum lífs hans, aldrei hefði hann notið þess betur að heimsækja land og kynnast þjóð eins og þennan dag í júní 1963. „Hann hélt aðra og ekki síður áhrifaríka ræðu við brottför sína frá Tegel­flugvelli í Vestur­Berlín sama dag. Hann sagði meðal annars að hann væri búinn að skrifa þrjú orð á blað og setja í umslag fyrir eftirmann sinn sem ætti að opna umslagið þegar hann missti móðinn og þyrfti á hvatningu að halda. Sjálfur ætlaði hann hugsanlega að líta í umslagið þegar hann þyrfti inn- blástur og upplyftingu. Í bréfinu stóð „go to Germany“. Hann sá að á aðeins 18 árum frá stríðslok- um hafði þýska þjóðin náð sér upp úr algjöru hruni allra innviða og atvinnulífs með undraverðum hætti og var þegar orðið eitt öflugasta hagkerfi Evrópu.“ Thomas bendir á að í dag sé Þýskaland fyrirmynd margra landa á ýmsum sviðum. „Stjórnmálamenn á Íslandi ættu að kynna sér hvernig Þjóðverjar hafa náð tökum á verðbólgu og samdrætti, byggt upp aga og gott skipulag í rekstri hins opin- bera, lagt áherslu á verkmennt- un og stutt sérstaklega við vöxt á litlum og meðalstórum fyrirtækj- um. Tækniþróun og frumkvöðla­ starf er þar til fyrirmyndar og skólakerfið og heilbrigðiskerfið með því besta sem gerist. Stöðugur gjaldmiðill og frelsi í viðskiptum eru undirstaða þess árangurs sem þeir hafa náð.“ THoMAS MÖLLEr – framkvæmdastjóri rýmis STJÓRNUN Enska orðið yfir auglýs-ingar er advertising sem á rætur að rekja til latínunnar. Latn- eska heitið yfir auglýsingar er ad vertere sem þýðir í raun að snúa huganum að einhverju. Í rauninni má segja að það sé að stórum hluta hlutverk auglýs- inga og verkefni þeirra sem vinna við markaðssetningu. Auglýsingum er ætlað að hafa áhrif á einstaklinga í ákveðnum markhópum þannig að þeir fari í gegnum þrjú ólík stig. Fyrsta stigið má kalla vitrænt stig, e. Cognitive stage. Á þessu stigi viljum við að einstaklingurinn móttaki skilaboðin og læri eitthvað nýtt eða fræðist um vöruna. Annað stigið má kalla tilfinningalegt stig, e. Affective stage þar sem við reynum að breyta viðhorfum móttakand- ans og það vakni einhverjar tilfinningar gagnvart vörunni. Að lokum viljum við að móttakandi skilaboðanna gangi í gegnum síðasta stigið sem er atferlis stig, e. Behavioral stage, þ.e. að hann geri eitthvað í málunum.“ Ásmundur Helgason segir að til séu ýmis módel sem auglýsendur geta mátað við markaðsstarf sitt og einstaka auglýsingaherferðir. „AIDA- módelið er einfalt og getur verið áhrifaríkt. Samkvæmt AIDA-módelinu eiga auglýsing- ar að ná athygli (Attention) markhópsins, þær eiga að skapa áhuga (Interest), áhug inn þarf að breytast í löngun (Desire) og löngunin þarf svo að lokum að leiða til að gerða (Action) eða kaupa. Allir auglýsendur geta mátað markaðs samskipti sín við þetta módel, eða önnur flóknari, og kann að þannig hvort rétt sé á spilunum haldið.“ Ætlað að hafa áhrif á einstaklinga ÁSMuNDur HELGASoN – markaðsfræð ingur hjá Dynamo AUGLÝSINGAR Hluthafar í tyrkneska stórfyrirtækinu Haci Omer Sabanci hafa líklega átt rólegri daga en undanfarnar vikur. Hlutabréfaverðið hefur hríð- lækk að á nokkrum dögum. Við stýrið á Sabanci-samsteypunni, sem er sú stærsta í Tyrklandi, er Güler Sabanci. Afi hennar lagði grunn að fyrirtækinu en upphafleg starfsemi þess var vefjariðnaður. Afanum héldu fá bönd og starfsemin varð æ fjölbreyttari þegar fram í sótti. Í dag er fyrirtækið umsvifa- mikið í fjármálastarfsemi, orkuiðnaði, sementsframleiðslu, smásölu og iðnaðarframleiðslu af ýmsum toga. Mörg fyrirtækj- anna voru byggð upp í sam- starfi við öflug erlend fyrirtæki og má þar af handahófi nefna DuPont, Bridgestone, Carrefour, HeidelbergCement og Aviva. Í mörgum tilvikum var Güler í forystuhlutverki. Fyrirtækið hefur farið ótroðnar slóðir í útrás sinni ef svo má kalla og kom á fót háskóla fyrir 15 árum – Sabanci University – þar sem þúsundir stunda nám. Af öllu því sem Güler hefur komið í verk í gegnum tíðina, og það er ekkert smáræði, er skólinn henni hvað hugleikn- ast ur en samfélagsstofnun Sabanci-fjölskyldunnar hefur m.a. beitt sér fyrir aukinni og betri menntun. Hún virðist hafa ótrúlega yfirsýn yfir hinn fjölþætta rekstur Sabanci-samsteypunn- ar og jafnframt þau fjölmörgu verkefni sem samfélagsstofn- unin hefur á sinni könnu. Að geta gert marga hluti í einu er þegar einn af styrkleikum konu segir hún með hæfilegri alvöru þegar talið berst að hinum fjöl- breytta og um sumt ólíka rekstri fyrirtækisins. Skríbentar alþjóðlega þekktra viðskiptablaða hafa sett hana á listann yfir „valdamestu“ eða „áhrifamestu“ konurnar en hún lætur sér frekar fátt um finnast. Reyndar vill hún ekki að orðið „valdamikil“ sé spyrt við sig en Güler finnst það hafa neikvætt innihald. Í forystustarfi sínu leggur hún áherslu á liðsvinnu og valddreifingu og að leiða og styðja við breytingar. LoFTur ÓLAFSSoN – sjóðsstjóri hjá Sameinaða lífeyrissjóðnum ERLENDI FORSTJÓRINN Kaldur Tyrki „Go to Germany“ Thomas bendir á að í dag sé Þýska land fyrirmynd margra landa á ýmsum sviðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.