Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2013, Blaðsíða 62

Frjáls verslun - 01.05.2013, Blaðsíða 62
62 FRJÁLS VERSLUN 5. 2013 3. Hvert er hlutverk þinnar stjórnar? Að stjórna fjármálafyrirtæki og taka þær ákvarðanir sem lög og reglur um stjórnarhætti félagsins kveða á um. Stjórnin hefur stefnumótunar­ og eftir­ litshlutverk eins og er skilgreint í lögum, sam þykkt um félagsins og starfs regl um stjórnar. 4. Hvert er hlutverk þitt sem stjórnarformaður? Að vera verkstjóri stjórnar og á þann hátt tengiliður stjórn ar og framkvæmdastjóra félagsins. Stjórnarformaður hefur að sjálfsögðu einnig öll sömu hlutverk og skyldur og aðrir stjórnarmenn. Skýr verka­ skipting er á milli stjórnar og framkvæmdastjóra eins og skilgreint er í starfsreglum stjórn ar og starfsreglum framkvæmdastjóra. 5. Hvernig er stjórnin til fyrirmyndar hvað varðar góða stjórnarhætti? Til að uppfylla kröfur um fyrirmyndarstjórnarhætti þarf að uppfylla mörg skilyrði um verklag og samskipti bæði innan stjórnendahópsins og gagnvart viðskiptavinum. Almennt má segja að skapa þurfi reglur og samþykktir fyrir flestalla málaflokka sem stjórn annast eða kemur að með einhverjum hætti og fylgja þeim eftir við meðhöndlun og afgreiðslu þeirra mála sem upp koma. Í grundvallaratriðum er lögð áhersla á að greina sem best hlutverk stjórnar og skyldur, bæði hinar lög form­ legu og þær sem eigendur og eðli félagsins gera. 6. Af hverju er mikilvægt að vera til fyrirmyndar? Vottunin sem slík er ánægju­ leg en gagnsemi af henni er ekki síst yfirferð yfir verkferla í tengslum við umsókn sem í eðli sínu leiða til betri stjórnar hátta og skerpa sýn á mikilvægi þeirra. Vottun um að vera til fyrirmyndar er ekki markmið í sjálfu sér heldur sú viðurkenning sem í því felst um að stjórnarhættir séu sem bestir og tryggi skýra verka­ og ábyrgðarskiptingu stjórnar og framkvæmdastjóra. Að vera til fyrirmyndar táknar í eðli sínu að aðrir geti nýtt sér og tekið upp hvernig er unnið. Að vilja vera til fyrir­ myndar hvað stjórnarhætti varðar ætti því að vera stefnu mið hverrar ábyrgrar stjórnar. Það er mikilvægt að stjórnir félaga sem fara með fjárhagslega og samfélagslega hags muni hafi skýr markmið um vönduð vinnubrögð og að því leyti skiptir máli að leitað sé vottunar um góða stjórnar­ hætti. 1. Af hverju eru góðir stjórnarhættir mikilvægir? Faglegir stjórnarhættir stjórn­ ar setja línuna fyrir alla aðra starfsemi fyrirtækisins, því eftir höfðinu dansa limirnir. Stjórn sem gerir ekki kröfur til sjálfrar sín um öguð, skipulögð og fagleg vinnubrögð getur ekki með góðu móti gert meiri kröfur til stjórnenda og starfs­ manna en sjálfrar sín. Árangur fyrirtækisins er því væntanlega í samræmi við það. 2. Hvað þarf að gera til þess að efla góða stjórnarhætti á Íslandi? Við eigum ennþá langt í land, þótt umræðan sé lífleg og mikil vitundarvakning hafi átt sér stað um mikilvægi góðra stjórnarhátta. Það þarf að halda umræðunni lifandi og hvetja fleiri fyrirtæki til að fara í gegnum formlegt og kerfisbundið mat á sínum stjórnar háttum, því ég tel að óhætt sé að fullyrða að margar stjórnir ofmeti eigin ágæti í þeim efnum. Ég tel að aukin áhersla á fjölbreytileika í stjórnum, m.a. vegna laga um kynjakvóta, muni einnig efla góða stjórnarhætti. Það hefur beint sjónum að mikilvægi þess að velja hæfa einstaklinga til starfa, sem eru innbyrðis með eins fjölbreytt framlag og mögulegt er, því hjarðhegðun er hættulegasti óvinur góðra stjórnarhátta. 3. Hvert er hlutverk þinnar stjórnar? Meginhlutverk stjórnarinnar er að marka félaginu stefnu og hafa eftirlit með framkvæmd hennar. Kjarni stefnunnar er að félagið sé í fararbroddi meðal sjóðstýringarfyrirtækja og hagsmunir viðskiptavina, eigenda, starfsmanna og þjóð­ félagsins í heild séu hafðir að leiðarljósi. Áhersla er lögð á traustan og arðbæran rekstur og að rekstraráhætta sé lág­ mörkuð. 4. Hvert er hlutverk þitt sem stjórnarformaður? Ég legg áherslu á að mitt vægi sem formaður stjórnar umfram aðra stjórnarmenn sé helst ekkert hvað varðar umræðu og ákvarðanatöku, því ég tel einna mikilvægast í starfi stjórnarformanns að tryggja að fjölbreytileiki stjórnarmanna, ólík þekking þeirra og reynsla sé nýtt til hins ýtrasta. Það er almennt ákveðin leitni til að skoðun stjórnar formanns sé of ráðandi og almennir stjórnarmenn séu „free riders“. Það legg ég mikla áherslu á að forðast. Hins vegar er það mitt hlut­ verk að standa þétt við bak framkvæmdastjóra fyrir hönd stjórnar þegar verkefni kalla á. Ég skipulegg starf og fundi stjórnar, sinni samskiptum við hluthafa, endurkoðanda og aðra hlutaðeigendur. Sem og að vera andlit Stefnis út á við, sé það nauðsynlegt. Hrund Rudolfsdóttir, stjórnarformaður hjá fjármálafyrirtækinu Stefni: Hrund Rudolfsdóttir, stjórnarformaður hjá fjármálafyrirtækinu Stefni. SjáLFuR grundvöllurinn góðiR StJóRNARHættiR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.