Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2013, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.05.2013, Blaðsíða 22
22 FRJÁLS VERSLUN 5. 2013 SkoðUN þau hafa orðið Sigurður B. Stefánsson segir að umskipti hafi orðið á alþjóðlegum hlutabréfamarkaði í júní. Hann bendir á að frá því síðsumars árið 2011 til þriðju viku í júní 2013 hafi helstu kaup­ hallir greinst í tvær fylkingar. „Bandaríkin, Þýskaland, Bret- land og Indland voru leiðandi. Þrjú fyrrnefndu löndin brutust upp fyrir viðnám vegna hágilda ársins 2007 og mynduðu ný söguleg hágildi. Hlutabréf í öðrum löndum eru langt á eftir svo að nemur tugum prósenta.“ Lækkun hófst á hlutabréfum um miðjan maí á þessu ári þar sem markaður er veikastur. Frá þeim tíma til fjórðu viku í júní var lækkun allt að 15%, mest í Brasilíu, á Ítalíu, í Hong Kong, Japan, Rússlandi og á Spáni. „Í þriðju viku júní hélt Ben Bern- anke, seðlabankastjóri Bandaríkj- anna, ræðu og skýrði hvernig batamerki í þjóðbúskapnum leiddu af sér að seðlabankinn gæti hægt á kaupum sínum á ríkisskuldabréfum – peninga- prentun – jafnvel fyrir lok árs 2013. Viðbrögð fjárfesta voru mikil sala á ríkisskuldabréfum. Verð á skuldabréfum lækkar skarpt og vextir af tíu ára skulda - bréfum hækka úr 2,2% í 2,5%.“ Sigurður segir að hlutabréf á Wall Street hafi þá tekið að falla í verði. „Fyrstu þrjá viðskipta- daga eftir ræðu Bernankes lækkaði S&P 500 um 5,5% en aðrar vísitölur, einkum þær sem tengjast hrávörum, olíu eða málmum, lækkuðu enn meira. Að líkindum er að losna úr læð - ingi spenna sem myndast á hlutabréfamarkaði við að verð í bestu löndum – Bandaríkjunum, Þýskalandi, Bretlandi og Ind­ landi – hækkar um tugi prósenta umfram hlutabréf í lökustu kauphöllum. Í síðustu viku júní lækkaði verð í nær öllum kaup- höllum samtímis.“ Lækkandi verð á hlutabréfum SiGurður B. STEFÁNSSoN – sjóðstjóri hjá Eignastýringu Landsbankans ERLEND HLUTABRÉF Ingibjörg Þórðardóttir segir að staðan á fasteignamarkaði sé svipuð og verið hefur síðustu vikur. Enn sé biðstaða vegna þess að fólk bíði eftir skýrari út listun á því hvað ríkisstjórnin hyggst gera varðandi lánaleiðrétt- ingar í tengslum við forsendu- brest sem varð í hruninu. „Kaupendur eru tilbúnir til að festa kaup á góðum eignum en það eru frekar seljendurnir sem hafa verið hikandi og sérstak- lega þeir sem eru með talsvert veðsettar eignir. Seljendur eru brenndir af almennum yfirlýsing- um þar sem hver yfirlýsingin er í mótsögn við aðra, almenning- ur gerir þá kröfu að það sem ráðamenn láta frá sér standi. Yfirlýsingar frá þingmönnum stjórnarflokkanna hafa verið á þá leið að leiðrétting verði gerð með þeim hætti að fólk þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að hún muni ekki skila sér á réttan stað. Ég tel að fasteignamarkaðurinn eigi töluvert mikið inni. Verð hefur verið á svipuðu róli síðustu mánuði en byggingarkostnaður hefur aukist og verð mun þá hækka til samræmis þegar línur fara að skýrast varðandi lánamálin.“ Kaupendur tilbúnir en seljendur hikandi iNGiBjÖrG ÞÓrðArDÓTTir, – formaður Félags fasteignasala FASTEIGNA- MARKAÐURINN Dow Jones síðustu tólf mánuðina ÁrELÍA EyDÍS GuðMuNDSDÓTTir – dósent við viðskiptafræðideild HÍ og ráðgjafi STJÓRNUN Samkvæmt könnun Capacent á stöðu og framtíðarhorfum stærstu fyrirtækja landsins, sem gerð var fyrir Samtök atvinnulífsins og Seðlabankann í maí, taldi fjórðungur stjórnenda að horfur væru á betri tíð eftir sex mánuði. „Þessar mælingar, sem nú eru eru upp á við, gefa vísbendingu um betri tíð framundan, en þegar væntingavísitala stjórnenda fer upp helst það oft í hendur við aukna neyslu og bjartsýni neyt- enda almennt. Hjá fyrirtækjum aukast oft ráðningar í kjölfarið. Stjórnendur hafa undanfarin ár ekki verið mjög jákvæðir og bjartsýnir. Þeir voru til dæmis til tölulega neikvæðir í upphafi árs ins, væntingar fóru aðeins upp aftur eftir Icesave-dóminn og aftur núna. Samkvæmt niðurstöðum rannsókna minna undanfarna áratugi eru íslenskir stjórnendur mun betri í að stýra í kreppu en þenslu. Eftirlit og kostnaðar- meðvitund eykst til muna. Stjórnendur leggja sig fram á krepputímum um áætlunargerð og skipuleggja hvert skref mjög vel. Í þenslu hafa íslenskir stjórn- endur ekki sýnt sömu varkárni og forsendur fagstjórnunar ekki verið eins sterkar. Vonandi munu stjórnendur ekki endurtaka leikinn heldur læra af fortíðinni.“ Horfur á betri tíð Borgartúni 26 105 Reykjavík Fax 590 2606 Hafnarstræti 94 600 Akureyri Fax 590 2680 Sími 590 2600 lex@lex.is www.lex.is ÖGRANDI VERKEFNI EGGjA oKKuR tIl DáðA Flestir kannast við lýsinguna á því hvernig Kristófer Kólumbus lét ósköp venjulegt egg standa á borði. Sagan er gjarnan höfð til marks um einfalda lausn á því sem í fyrstu virðist ógjörningur.* Reyndar má ætla að Kristófer hafi fremur nýtt sér þekkingu sína en hugkvæmni við lausn þessa verkefnis. Það er ekki ólíklegt að hann hafi þekkt söguna af því þegar landi hans, ítalski listamaðurinn Filippo Brunelleschi, beitti sama bragði nokkrum áratugum fyrr til að sýna að hann gæti teiknað og reist hvolfþakið yfir dómkirkjunni í Flórens — verkefni sem mörgum þótti ógjörningur en Filippo leysti með prýði. Vandasöm verkefni krefjast bæði góðrar þekkingar og skarprar hugsunar. lEX er leiðandi lögmannsstofa á Íslandi, skipuð harðsnúnu liði sem tekur nýjum áskorunum fagnandi. Við lítum svo á að ekkert mál sé of stórt, flókið eða torfært að ekki megi finna ákjósanlega leið að farsælli niðurstöðu. árangur okkar er eftir því og lEX hefur fest sig í sessi sem ein af virtustu og traustustu lögfræðistofum landsins. *til að láta egg standa á borði án stuðnings er nóg að beita það hæfilegum þrýstingi svo að skurnin gefi sig við snertiflötinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.