Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2013, Blaðsíða 114

Frjáls verslun - 01.05.2013, Blaðsíða 114
114 FRJÁLS VERSLUN 5. 2013 LokAoRðið Er þetta flókinn vefur samsæris og valda – eða bara tilviljun? Nú eða þá rannsóknarefni erfðafræðinga? Hvernig má það vera að svo margt áhrifafólk eigi upphaf sitt að rekja í eina sveit, Reykhólasveit? Er þar að finna sjálfar rætur þjóðmenningarinnar? Reykhólasveitin er ekki mikið hérað en þó búsældarleg og raun-ar eina byggðarlag Vestfjarða sem hefur haldið sínum hlut í íbúaþróun síðustu áratuga. Einnig það bendir til klókinda. En það vakti athygli þegar blaðamaður þeirra Reykhólamanna, Hlynur Þór Magn ússon, dró að sér þræðina í íslensku valdakerfi og hnýtti allt saman í einn hnút vestur í Reyk- hólasveit. Flest áhrifafólk okkar daga á ættir að rekja í Reykhólasveit, sem er, eins og áður sagði, ekki mikið hérað og stundum fyrir misgán ing og vegna smæðar sinn ar slegið saman við annað og merkilegt byggðarlag: Barða- strönd. Barðstrendingar munu þó ekki atkvæðamiklir í valdabrölti og standa þar nágrönnum sínum austur í Reykhólasveit langt að baki. Hvað er þetta með kamb? En lítum á hvað Hlynur Þór gróf upp sveit sinni til stuðn­ ings á Reyhólavefnum – reykholar.is: Fyrst er að afi Ólafs Ragnars Gímssonar, Ólafur Ragnar Hjartarson, fæddist á Kambi í Reykhólasveit. Hann var sonur Hjartar Bjarnasonar frá Hamra landi í sömu sveit. Sumir af kom endur Hjartar hafa notað ættar nafnið Hjartar. Sagt er að þeim Ólafi Ragnari forseta og Sigmundi Davíð Gunn laugssyni forsætisráðherra sé vel til vina. Það samband má rekja alveg heim á Kamb. Þar á Kambi í Reykhólasveit fæddist Sigmundur Jónsson, faðir Gunn- laugs, föður Sigmundar Davíðs. Kambur er því vagga valda og áhrifa á Íslandi eftirhrunsáranna. engir hrægammar í reykhólasveit En hér ber fleira til. Á Skerings­ stöðum í Reykhólasveit fæddist séra Sigurður Kristjánsson, lengi prestur og prófastur á Ísafirði, áhrifamaður þar í bænum og rót- tæklingur eins og Grímur rakari, faðir Ólafs Ragnars forseta. Sig- urður var faðir séra Agnesar M. Sigurðardóttur biskups. Embætti biskups er enn ein áhrifastaðan sem Reykhólamenn sitja. Og ekki nóg með þetta. Sonur Agnesar er dr. Sigurður Hannesson, stærðfræðingur, fjármálagarpur og framkvæmdastjóri MP-banka. Hann er nánasti ráðgjafi Sig­ mund ar Davíðs, reiknimeistari hans og vinur allt frá árunum í Ox ford. Saman hrella þeir hræ- gamma. Hvað er auður, afl og hús? Í því sem hér er sagt að framan birtist sérstakur valdastrúktúr, sem félagsfræðingar geta skrifað um og verður það efni ekki rakið nánar. En athygli vekur að á öllum þeim bæjum í Reykhóla- sveit, sem hér eru nefndir, voru áður þjóðleg torfhús til íbúðar en haugstæði við fjós. Er það skýringin á valdsækni Reykhóla- manna þegar út í hinn stóra heim er komið? Við þetta má svo bæta að Þórður beykir Þóroddsson var frá Reykhólum. Afkomendur hans breyttu Þóroddsson í Thoroddsen, svo öll sú ætt með þingmönn um sínum og ráðherr um á upp haf sitt að rekja til Reykhóla. Katrín Jakobsdótt- ir, formaður Vinstri-grænna, er meðal afkomenda Þórðar. útvíkkun valda Víst eru Reykhólamenn valda- miklir og hafa í gegnum tíðina lagt undir sig nágrannabyggðir, flest ar þó að mestu í eyði þegar að var komið. Með þessum landvinn ingum hefur valdastrúkt- úrinn þó víkkað og breikkað og undir veldi Reykhóla fellur nú Gufudalssveit. Þar á Eyri í Kolla- firði fæddist og ólst upp Kristinn Óskarsson, faðir Jóns Gunnars, sem nú heitir Jón Gnarr og er borgarstjóri í Reykjavík. Og úr því komið er í Gufudals- sveitina má minna á að Björn Jónsson ráðherra fæddist í Gufu- dal. Hann var faðir Sveins Björns- sonar forseta og afkomend ur hans hafa verið áhrifamenn. Sveinn var fyrri forseti þessa héraðs, á undan Ólafi Ragnari. Þeir sem vilja verða foreldrar forseta ættu því að bregða sér vestur og geta forsetaefni sín þar. Frambjóðandi þaðan fellur aldrei í forsetakosningum segir tölfræðin. Klakstöð valda á Reykhólum allt helsta áhrifafólk á íslandi eftirhrunsáranna upprunnið við Breiðafjörð: TexTi: gíSli KriSTJánSSon / Myndir: geir ólafSSon og Páll STefánSSon kambur í Reykhólasveit. bær Jóns brandssonar, langafa Sigmundar Davíðs gunnlaugssonar. Áður bjó þar Hjörtur bjarnason, afi ólafs Ragnars grímssonar. frjals_verslun_augl_titt_utlit.indd 1 11.3.2013 15:06:02
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.