Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2013, Page 95

Frjáls verslun - 01.05.2013, Page 95
FRJÁLS VERSLUN 5. 2013 95 Heildstæð nálgun Bókin er vandað yfirlit yfir þá þætti sem stjórnendur fyrirtækja verða að hafa í huga ætli þeir að ná hámarksárangri. Þættirnir eru tíu talsins auk grunnstoðanna og fær hver þeirra sérstakan kafla í bókinni. Það er því ekki farið mjög djúpt í hvern þátt fyrir sig en styrkur bókarinnar liggur einmitt í því að í henni er að finna einstaklega gott yfirlit yfir þau fjölmörgu atriði sem hver stjórn- andi þarf að leggja áherslu á. Þegar stefnan og uppbygging fyrirtækisins er orðin skýr hefst ferlið á því að safna viðeigandi gögnum um markaðinn, greina svo þarfir og markhópa og skilgreina vöru- og/eða þjón- ustu framboð í kjölfar þess. Þegar þessar upplýsingar liggja fyrir og viðeigandi ákvarðanir hafa verið teknar þarf að ganga úr skugga um að starfsfólkið sé tilbúið, eða eins og segir í bókinni: „Kerfi og skipulag gerir ekkert eitt og sér. Öll verkefni eru unnin af fólki. Þess vegna er nauðsynlegt að gæta þess að allur hópurinn sé búinn undir þau verkefni sem felast í stefnu, viðskiptavinum og vörum og þjónustu.“ Í framhaldi af því er hugað að markaðssetningu, sölu og sölustjórnun, stjórnun viðskiptasambanda, þjónustu- stjórnun og gerð markaðsáætl- unar. Markaðshringnum er loks lokað með árangursmati, grund- vallarspurningum sem fyrirtæki verða að spyrja sig reglulega svo aðgerðir verði síður „handa- hófskenndar og veikar“. reynslan veitir forskot Reynsla höfundar af viðfangsefn- inu og yfirgripsmikil þekking dylst engum sem bókina les. Hana má merkja af miklum fjölda dæma, sögum af fyrirtækjum, samlíkingum af ýmsum toga og hagnýtum ráðum sem líklegt er að hann hafi safnað að sér í gegn um þau sautján ár sem hann hefur starfað sem ráðgjafi. Þessi dæmi eru einn fjölmargra styrkleika bókarinnar og auka hagnýti hennar fyrir utan að hún verður enn skemmtilegri aflestrar fyrir vikið. Breidd dæmanna í bókinni er mikil og segir höf- undur sögur af alþjóðlegum Hana má merkja af miklum fjölda dæma, sögum af fyrir tækjum, samlík­ ingum af ýmsum toga og hagnýtum ráðum. Þessi dæmi eru einn fjölmargra styrkleika bókarinn­ ar og auka hagnýti hennar fyrir utan að hún verður enn skemmtilegri aflestr­ ar fyrir vikið. HVAð Er STEFNuMÓTuN? „Stefnumótun er bara það; mótun á stefnu. En um leið þýðir mótun stefnu að taka afstöðu til fjölmargra spurninga: Hvert er hlutverk fyrirtækis? Hvernig horfir það á einstaka hópa hagsmunaaðila? Hvaða áherslum á að fylgja á einstökum sviðum? Allt til að ná mótaðri framtíðarsýn.“ Höfundur Forskots leggur áherslu á tengsl þátta í markaðs­ hringnum og hagnýti þeirra. Allir þættirnir eiga að tengjast stefnu og framtíðarsýn fyrirtækisins auk skipulags þess og stjórnunar. Aðeins þannig megi koma í veg fyrir að stefnan og sýnin séu merkingarlaus orð á blaði: „Stundum hafa skrif um stefnumótun einkennst af óljósu orða­ lagi og jafnvel froðu. Kjarni málsins týnst í einföldum lýsingum á þeim jákvæðu þáttum og fallegu framtíð sem stjórnendur vilja stefna að. Hætta er á að stjórnendur láti staðar numið við upp­ hafna lýsingu á hinu augljósa og þannig leynist veikleikinn í formi sérfræðihugtaka og óska um bjarta framtíð.“ Hjartað í bókinni Forskot eftir Þórð Sverrisson er Markaðs­ hringurinn. Með því að nýta hann geta stjórnendur fyrir tækja unnið markvisst að auknum árangri og haldið góðri yfirsýn yfir lykilþætti í farsælum rekstri. Lykilspurningar markaðshringsins eru eftirfarandi: Þekkjum við markaðinn, umhverfið og samkeppnina? Hvað þurfa viðskiptavinirnir? Hvað á að bjóða viðskiptavininum? Er starfsfólkið reiðubúið? Hvernig á að kynna vörur og þjónustu? Hvernig fer salan fram? Hvernig hugsum við um viðskiptavini? Er þjónustan í lagi? Hver er aðgerðaáætlun næstu misseri? Höfum við náð því sem við ætluðum? Segja má að í bók­ inni komi höf undur inn á alla þá þætti sem huga þarf að í rekstri fyrirtækja, hvort sem það selur vöru eða þjónustu. Þórður Sverrisson er með reyndustu sér­ fræðingum Ís lands á sviði stefnu mótunar og markaðsmála. Hann hefur undan farin ár starfað sem ráð gjafi í stefnumótun, stjórn­ un og mark aðsmálum og hópstjóri í stefnu­ mótunarhópi Capa cent.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.