Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2013, Blaðsíða 53

Frjáls verslun - 01.05.2013, Blaðsíða 53
FRJÁLS VERSLUN 5. 2013 53 Hvað er að gerast í Kauphöllinni eftir fjörug hlutabréfaútboð tryggingafélaganna? TexTi: Sigurður Már JónSSon / Myndir: geir ólafSSon o.fl. HLuTABRéFAmARKAðuRINN: ofmeTin fjárfesTar bóla og ráðvillTir K auphöllin heldur áfram að valda fjár ­ festum heila brot um. Eftir mikið tal um bólu hefur hægst á hækkunum og þær reyndar gengið til baka í sumum tilfellum. Hugsanlega er það til marks um að hlutabréfamarkaðurinn hafi þrátt fyrir allt leitað jafnvægis og verðlagningin sem slík sé ásættanleg. Um leið og fjárfestar hlupu upp til handa og fóta yfir útboðum trygg ingafélaganna (sem hafa skilað um 30% ávöxtun frá skráningu) hafa aðrir selt út og í félagi eins og Vodafone hefur fækkað verulega í hluthafahópnum. Þeir sem eftir eru þurfa að melta slakt uppgjör hjá þessu eina fjarskiptafyrirtæki Kauphallarinnar. Um leið hefur hægt á bréfum Icelandair, helsta hástökkvara kauphallarinnar, þótt enginn geti kvartað yfir þeirri tæplega 60% ávöxtun sem bréf félagsins hafa náð á þessu ári. Á meðan rýna fjölmörg fyrirtæki í markaðinn og reyna að tímasetja skráningu með heppi ­ legum hætti. Umsvif í Kauphöllinni þessar vikurnar bera þess reyndar merki að fjárfestar eru marg ir hverjir komnir í sumarfrí. Veltan hefur dregist mikið saman og flökt á gengi bréfa er tiltölulega lítið. „Aðgerðir ríkis­ stjórn arinnar gætu þó breytt þessu, til dæm­ is í tengslum við íbúðabréfaflokkanna, en annars er líklegt að ládeyða ríki fram að tilkynningum hálfsársuppgjöra skráðra fyrir tækja,“ sagði Már Wolfgang Mixa fjár­ málasérfræðingur þegar hann var spurður um sumarstemninguna. En hvort sem það er sumarstemning eða eitthvað annað þá býr íslenska Kauphöllin við það ástand að starfa innan þeirra marka sem gjaldeyrishöft og veik króna skammta henni. Pétur Einarsson, ráðgjafi og fyrrverandi forstjóri Straums, sagði að þessi staðreynd mótaði markaðinn öðru fremur. „En að lokum eru það framtíðarmöguleikar ís­ lenskra fyrirtækja sem skipta mestu máli. Hafa fjárfestar trú á vaxtarmöguleikum þeirra í núverandi ástandi, það er spurn ing­ in,“ sagði Pétur. hinn dýpri vandi kaup- hallarinnar En það er einmitt þessi sýn á framtíðina sem vefst fyrir fjárfestum. Líklegt er að stjórn­ arskiptin í vor muni efla tiltrú fjármála­ mark aðarins á framtíðina en margt annað er til að trufla fjárfesta. Stundum virðist sem svo að þeir viti ekki með öllu hvernig eigi að meta ástandið, hvort íslenskt fjár­ mála umhverfi sé í alvörunni eins og börn­ in myndu segja. Allir vita að hér eru of margar krónur að elta of fá bréf. Við því hefur verið brugðist með nokkrum nýjum skráningum en það dugar skammt. Um leið ríkir óvissa um það hvernig lífeyrissjóðirnir eiga að haga sér í þessu ástandi en þeir eru langstærsti eigendahópurinn á íslenska hlutabréfamarkaðnum. Þeir komast ekki úr hagkerfinu með fjármuni sína og þar sem fjárfestingageta þeirra er áætluð um 135 milljarðar króna á ári eru þeir stór fiskur í lítilli tjörn. Einn sérfræðingur vildi reyndar meina að lífeyrissjóðirnir væru ekki of stórir fyrir Kauphöllina íslensku – það væri hún sem væri of lítil fyrir þá! Lífeyrissjóðirnir hafa hins vegar bætt við hlutdeild sína í flestum félögum á aðallista kauphallarinnar það sem af er ári. Lífeyrissjóðirnir áttu í apríl um 230 milljarða króna í innlendum hlutabréfum og hlutabréfasjóðum. Þar af áttu þeir 125 milljarða króna í félögum á aðallista. Líf­ eyrissjóðirnir verða að halda áfram að kaupa hlutabréf og það vita fjárfestar. En margir telja að vandi kaup hall­arinnar sé djúpstæðari en svo að hann verði eingöngu útskýrður út frá sjónarhorni lífeyrissjóðanna. „Vandi íslenska hlutabréfamarkaðarins virðist vera krónískur. Markaðurinn er grunnur – það eru lítil viðskipti og fáir leik endur, sem gerir það áhættusamara en ella fyrir einstaklinga að fjárfesta í hluta­ bréf um. Gjaldeyrishöftin magna þennan vanda enn frekar. Þegar stórir fjárfestar, líkt og lífeyrissjóðirnir, eiga fáa aðra möguleika en að kaupa hlutabréf er mikil hætta á bólumyndun og við sjáum merki þess á hluta bréfamarkaðinum í dag. Eðlileg verð­ myndun á markaði er forsenda þess að hægt sé að tala um raunverulegan hluta­ bréfa markað. Það er fátt sem bendir til að sú sé raunin,“ sagði Óli Björn Kára son, hagfræðingur og varaþingmaður Sjálf­ stæðis flokksins, og bætti við: „Ég hef alla tíð verið sannfærður um nauðsyn þess að til sé öflugur opinn markaður fyrir skráð hluta ­ „Öfgakennd niðurstaða í útboðum TM og VÍS skýrist einkum af því að gríðarlegt magn króna er inni í kerfinu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.