Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2013, Page 92

Frjáls verslun - 01.05.2013, Page 92
92 FRJÁLS VERSLUN 5. 2013 ætlum okkur stórt hlutverk „Þetta ár hefur verið spennandi fyrir Landsbréf,“ segir Sigþór Jónsson framkvæmdastjóri. „Starfsemin hefur eflst mik ið með stofnun nýrra og fjöl ­ breyttra sjóða og við lítum fram ­ tíðina björtum augum. Lands bréf hafa á síðustu mán uðum stofnað nýjan ís lenskan hlutabréfasjóð, Önd vegisbréf, sem hefur feng ­ ið mjög góðar viðtökur og einnig lokið fjármögnun á nýj um öflugum framtakssjóði – Horni II – sem hefur fengið mikla fjárfestingargetu og við ætlum stórt hlutverk á næstu árum. Þá höfum við horft til ferðaþjónustu og þeirra miklu möguleika sem þar liggja. Í því skyni hafa Landsbréf lokið fjármögnun á sjóði sem heitir ITF I og er ætlað að taka virkan þátt í nýsköpun og vexti í ferðaþjónustu. Það eru með öðrum orðum mörg verkefni í gangi hjá Landsbréfum sem við vonumst til að geta kynnt nánar á næstu mánuðum.“ Sigþór bendir á að vissulega hafi íslenskt efnahagslíf gengið í gegnum eitt erfiðasta tímabil sögunnar á síðustu fjórum ár­ um en starfsmenn Landsbréfa sjái nú margvísleg tækifæri til að sækja fram og ætli að nýta sér þau til fulls. miklir möguleikar Landsbréf flutti í húsnæði við Borgartún 25 í maí í fyrra og síðan í nýuppgert húsnæði við Borgartún 33 í mars á þessu ári. „Horn fjárfestingafélag hf., sem nú er hluti af Landsbréfum, var áður með höfuðstöðvar sínar við Borgartún 25 þannig að við eigum því sögu í götunni.“ Borgartún er miðsvæðis í Reykja vík og segir Sigþór að gatan hafi á undanförnum árum þróast í að verða eins konar viðskiptahverfi höfuð ­ borgarinnar sem og miðstöð fjármálaviðskipta. „Svæðið liggur vel við samgöngum og öllum helstu stofnunum. Þetta er því kjörin staðsetning fyrir fyrirtæki á borð við Landsbréf og hentar bæði okkur og við ­ skiptavinum okkar vel. Við teljum að Borgartúnið eigi mikla framtíð fyrir sér og sé spennandi staður til að byggja upp starfsemi.“ Sigþór segir að þær áætlanir sem starfsmenn Landsbréfa hafi séð fyrir svæðið séu bæði spennandi og metnaðarfullar. „Við myndum vilja sjá það þró ast enn frekar í þá átt að vera miðpunktur fyrir íslenskt atvinnu­ og viðskiptalíf þannig að það laði að sér enn fleiri spennandi fyrirtæki. Það skipt ir miklu máli að svæðið bjóði upp á fjölbreytta og góða þjónustu fyrir þá sem þar starfa og það eru góð fyrirheit um þetta, t.d. með fjölgun kaffi­ og veitingahúsa og margvíslegri þjónustustarfsemi. Það skiptir líka svo miklu máli að hugað sé vel að samgöngum og aðkomu að Borgartúninu. Þar hefur okkur fundist að gera mætti mun betur fram til þessa. Það eru að okkar mati miklir möguleikar í Borgartúni. Til að svæðið eflist áfram er mikilvægt að áform um fram ­ tíðarþróun þess séu unnin í góðu samráði við fyrirtæki, sam tök og stofnanir sem starfa í Borgar túninu enda þekkjum við sem þarna störfum best þarfirnar.“ „Þá höfum við horft til ferðaþjónustu og þeirra miklu möguleika sem þar liggja. Í því skyni hafa Landsbréf lokið fjármögnun á sjóði sem heitir ITF I og er ætlað að taka virkan þátt í nýsköpun og vexti í ferðaþjónustu.“ texti: Svava Jónsdóttir / /mynd: Landsbréf „starfsemin hefur eflst með stofnun nýrra og fjölbreyttra sjóða,“ segir sigþór jónsson, framkvæmdastjóri lands- bréfa. hann telur að borgartúnið eigi mikla fram tíð fyrir sér og sé spenn andi staður til að byggja upp starfsemi. landsbréf Sigþór Jónsson framkvæmdastjóri. Borgartún 25 Landsbréf bjóða úrval sjóða sem henta ólíkum markmiðum, með hagsmuni viðskiptavina og gegnsæi að leiðarljósi. Skynsamleg fjárfesting sem miðast við þarfir hvers og eins er undirstaða vaxandi eignasafns. Landsbréf stuðla að uppbyggingu og vexti í samfélaginu með því að tengja saman hagsmuni þeirra sem vilja ávaxta fé og þeirra sem þurfa fé til uppbyggingar. Landsbankinn er söluaðili sjóða Landsbréfa, nánari upplýsingar í síma 410 4040 eða í næsta útibúi. Landsbréf hf. Borgartún 33 landsbref.is Brú milli sparnaðar og fjárfestinga
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.