Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2013, Blaðsíða 85

Frjáls verslun - 01.05.2013, Blaðsíða 85
FRJÁLS VERSLUN 5. 2013 85 Höfðatún 26 sérhæfðir starfsmenn Hrunið hafði mikil áhrif á lög manns­stofur en áhrif þess eru farin að minnka og sumir horfa til þess að uppgangur verði með auknum framförum í efnahagslífinu,“ segir Örn Gunnarsson, faglegur fram kvæmdastjóri LEX lögmannsstofu. Stofan flutti í húsnæði við Borgartún 26 árið 2008. „LEX er stór lögmannsstofa. Við vinnum fyrir mörg af stærstu fyrir­ tækjum landsins sem og sveitarfélög.“ Örn segir að starfsmenn margra fyrirtækja séu með­ vitaðir um að fyrirbyggj andi starf komi í veg fyrir vandræði síðar meir. „Við vinnum mikið í úttektum á félögum, t.d. með hliðsjón af samkeppnisrétti, og skoðum stjórnarhætti hjá fyrirtækjum sem vilja bæta verkferla og tryggja að rekstur þeirra sé í samræmi við lög og reglur. Þetta er efst á baugi hjá okkur fyrir utan það að klára vinnu við stór endurskipulagningarverkefni.“ Um fjörutíu lögmenn vinna hjá LEX og eru verkefnin fjölbreytt. Starfsmenn eru sérhæfðir og vinna á af mörk uðum sviðum. Örn bendir á að hjá fyrirtækinu vinni t.d.eitt stærsta skattateymi á lögmannsstofu hér á landi, auk þess sem þar séu starfandi sérstök teymi á sviðum banka­ og fjármagnsmarkaðsréttar og eigna­ og auðlindaréttar, sem hafi á að skipa einhverjum helstu sérfræðingum landsins á þeim réttarsviðum.“ að ná jafnvægi Örn segir að þörfin fyrir lög­ mannsþjónustu hafi vax ið mikið á síðustu fimm til sex árum og ætla megi að mark­ að urinn hafi þrefaldast – hrun ið hafi átt stóran þátt í því. „Markaðurinn er að ná jafnvægi og búast má við meiri samkeppni á næstu mánuðum og árum. Menn verða að vera glöggir og sýna fram á að þjón ustan sé afburðagóð til að halda velli í samkeppninni. Markaðurinn hefur breyst að því leyti að fyrirtæki og stofnanir í landinu horfa nú fram á veginn í stað þess að þurfa að slökkva elda síðustu ára. Þau eru að byggja sig upp til framtíðar og vinna að því að laga stjórnarhætti og verkferla til að koma í veg fyrir að það sem gerðist fyrir hrun endurtaki sig. Í því felst ákveðin hugarfarsbreyting þar sem áherslan er á að rekstur sé í samræmi við lög og reglur og góða stjórnarhætti. Við leggjum áherslu á að koma inn snemma hjá fyrirtækjum og sjá til þess að hlutirnir séu í lagi hjá þeim til framtíðar frekar en að þau þurfi að leita til okkar eftir að þau lenda í vandræðum með tilheyrandi kostnaði og erfiðleikum.“ stærri og sérhæfðari stofur Örn segir miklar breytingar hafa orðið á markaðnum. Viðskiptavinir færa sig frá litlum lögmannsstofum yfir í stærri og sérhæfðari stofur. „Stærri fyrirtæki landsins krefjast þess að verkefnin séu leyst af sérfræðingum á viðkomandi sviði. Það kallar á að stofurnar séu stórar og búi að víðtækari þekkingu. Það hefur einnig sín áhrif að skráningar á markaði eru komn ar á svolítinn rekspöl og þá er mikilvægt að hyggja að því að fyrirtækin hafi allt sitt á hreinu. Þar munu lögfræðingar gegna miklu hlutverki á næstu misserum og árum.“ „við vinnum mikið í úttektum á félögum, t.d. með hliðsjón af samkeppnisrétti, og skoðum stjórnar- hætti hjá fyrirtækjum sem vilja bæta verkferla og tryggja að rekstur þeirra sé í samræmi við lög og reglur,“ segir Örn Gunnarsson, faglegur framkvæmdastjóri LEX lögmannsstofu. texti maría ólafsdóttir / /mynd: geir ólafsson „markaðurinn er að ná jafnvægi og búast má við meiri samkeppni á næstu mánuðum og árum.“ leX lögmannsstofa örn gunnarsson, faglegur fram kvæmdastjóri LEX lögmannsstofu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.