Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2013, Page 39

Frjáls verslun - 01.11.2013, Page 39
FRJÁLS VERSLUN 11. 2013 39 Thomas Möller segir að það sé mikil spurn eftir ráð um í tímastjórnun enda hafi nýlegar kannanir sýnt að fólk á Vesturlöndum hafi meiri þörf fyrir meiri tíma en meiri peninga. Flestir stjórnendur kvarta undan tímaskorti og stans lausu áreiti allan daginn. „Tíma stjórnunarnámskeið eru með vinsælasta kennsluefni í heiminum í dag og mikill fjöldi bóka um þetta svið kemur út á hverju ári. Ljóst er að tímaskortur hrjáir flesta Vesturlandabúa. Þetta var ekki vandamál hjá for feðrum okkar þegar þeir voru veiðimenn og safnarar sem vöknuðu þegar þeir voru útsofn­ ir, fóru til veiða þegar þeir voru svangir og elduðu síðan matinn yfir opnum eldi. Þeir fóru síðan að sofa þegar þeir voru syfjaðir. Þá voru engar klukkur, engin tímamæling, engin tímaþröng eða tímapressa. Skilin milli vinnu og einkalífs í sveitum Íslands fram á síðustu öld voru lítil sem engin og allir unnu þar sem þeir bjuggu. Bændur voru flestir sjálf­ bærir hvað varðar matargerð, fatnað, verkfæri og húsaskjól. Mannfræðingar segja að forfeður okkar, sem á steinöld unnu þrjá tíma á dag, hafi verið hamingjusamari en nútímamaðurinn. Svo tölum við um það sem framfarir þegar vinnuvikan fór undir 40 klukku ­ stundir,“ sagði Thomas og fór að undirbúa næsta tímastjórn­ unarnámskeið sem var þegar fullbókað. THoMaS MöLLeR – framkvæmdastjóri Rýmis STJÓRNUN ÁÁ árinu sem er að líða höfum við séð tals­verðar sviptingar á aug lýsinga mark aðnum. Stór fyrirtæki hafa flutt sig á milli auglýsingastofa og við höfum séð talsvert af nýju mark ­ aðs efni. Sjóvá gerði vel með aug lýsingu með kett inum og hefur fengið alþjóðlega viður ­ kenningu fyrir þá skemmtilega auglýsingu. VÍS sýndi okkur skemmtilegar og sannar sögur og í kosningunum í vor sást hluti af því besta og því versta sem árið bauð upp á. Fyrirtækja svið Landsbank­ ans heldur áfram að nota skemmti lega grafík í sínu efni og síma fyrir tækin halda áfram að vera skemmtileg, hvert á sinn hátt. Á næsta ári heldur áfram sú þróun sem við höfum séð, sem er niðurbrot á þeim miðlum sem fyrirtæki nota til að ná til markhópa sinna. Google Ads, leitarvélabestun, samfélags miðlar, Pinterest, Twitter, aug ­ lýs ingar í smáforritum fyrir síma og ýmsir fleiri miðlar verða enn meira notaðir á næstu árum. Það er ákveðin áskorun fyrir fyrirtæki að ná tökum á því að nýta sér þessa nýju fjölmiðlaflóru – en samt mun það ekki breytast að fyrirtæki þurfa alltaf að vinna heimavinnuna; markhópagreiningu, aðgrein­ ingu og staðfærslu.“ Þurfa alltaf að vinna heimavinnuna ÁSMuNduR HeLGaSoN – markaðsfræð ingur hjá dynamo AUGLÝSINGAR Það eru líklega ekki margir sem þekkja fyrirtækið þar sem reynsluboltinn Irene Rosenfeld heldur um taum ­ ana, Mondelez International. Enda skiptir það ekki öllu máli, meiru varðar að geta komist í fram leiðsluvörur fyrirtækisins; Toblerone, Cadbury, Stimorol, Tuc, LU og Orio svo fátt eitt sé talið. Irene hefur ekki setið auð um höndum frá því að hún var ráðin forstjóri árið 2006 þegar fyrirtækið bar nafnið Kraft Foods. Rekstrareiningar hafa verið keyptar og seldar og hátt bar kaup á breska nammi ­ fyrir tækinu Cadbury. Irene lét sér hvergi bregða þó að einn stærsti hluthafi Kraft á þeim tíma, Berkshire Hathaway undir forystu Warrens Buffetts og Charlies Mungers, sæi ofsjón ­ um yfir því verði sem boðið var í Cadbury. Hún og stjórn fyrir ­ tækisins hélt sínu striki, hlustaði ekki á nískupúkana, og verðið var jafnvel hækkað til að bræða Tjallann. Yfirtakan var á sínum tíma stærsta skrefið í þriggja ára ætlun Irene um að auka arð semi og umsvif fyrirtækisins. Í fyrra dró svo aftur til tíðinda þegar fyrirtækinu var skipt upp. Annars vegar drykkjarvörur og matvörur af ýmsu tagi undir merkjum Kraft Foods … Group. Hins vegar gotterí, kex, tyggjó og fleira undir merkjum Mondel­ ez International. Nýja nafnið var sótt í smiðju starfsmanna. Til Gaulverja var náð í „Monde“, sem þýðir heimur, og splæst saman við það „delez“ sem er afbrigði af ljúffengur. Irene er sögð hafa verið bóka­ ormur alla sína tíð. Hún er með próf í sálfræði og viðskiptafræði auk doktorsgráðu í markaðs­ fræði og tölfræði. Allur námsfer­ illinn var við Cornell­háskóla í Íþöku en á þeim bæ var a.m.k. ekki skortur á íslenskum bókum en þar er Fiske­bókasafnið til húsa. Engum sögum fer af því að íslenskar bækur hafi borið fyrir augu Irene en hún tengist e.t.v. mörlandanum með óbeinum hætti þegar hann fyllir nammibari matvöruverslana.“ LoFTuR ÓLaFSSoN – sjóðstjóri hjá Sameinaða lífeyrissjóðnum ERLENDI FORSTJÓRINN Ljúffengi heimurinn hf. Framfarir með 40 tíma vinnuviku? Kötturinn Jói í auglýsingu Sjóvár.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.