Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2013, Síða 111

Frjáls verslun - 01.11.2013, Síða 111
FRJÁLS VERSLUN 11. 2013 111 Hver er stefnumótun Nmí? Í stefnumótun okkar hefur verið lögð áhersla á að við Íslendingar lærum af hrun ­ inu og komum sterkari út úr því. Við höfum sett á odd inn samspil vistfræði og siðfræði við iðnvæðingu lands ­ ins – köllum það SiðVist og hún tengist aftur áherslu á sam félagslega nýsköpun og samfélagsleg gildi. Við höfum undanfarin ár gert nánast kraftaverk í samvinnu við Vinnumálastofnun og leitt marga einstaklinga til virkrar þátttöku í atvinnulífinu. Hefur Nmí komið sér upp ákveðnu gildismati til að starfa eftir? Gildismat okkar snýst um mannauðinn, snerpu og árvekni og við sýndum það í verki þegar við stofnuðum næstum tug frumkvöðlasetra strax í upphafi kreppunnar. Starfsmannamál okkar snúast um jafnrétti í aðstöðu og launum og vinnustað sem er uppbyggjandi og laðar fram það besta í okkar góða fólki. Núna eru fimm ár liðin frá hruninu, hvaða væntingar hefur þú til næstu tveggja ára? Við sjáum um vísitölu Al ­ þjóðaefnahagsráðsins um sam keppnishæfni sem er einn virtasti mælikvarði á efna hagslíf þjóða víða um heim. Vísitalan er víðtæk og endurspeglar þá þætti sem segja til um framleiðni þjóða og vaxtar möguleika. Sam ­ keppnis hæfnivísitalan byggist á opinberum upplýsingum og könnun sem framkvæmd er meðal stjórnenda í atvinnu ­ lífinu. Rannsóknin er fram ­ kvæmd á tímabilinu febrúar – maí ár hvert og liggja niður ­ stöður rannsóknar fyrir í byrjun september sama ár. Það að vera svona tengd púlsinum er gagnlegt og gerir okkur kleift að skynja breytingar. Almennt er erfitt ár framundan í íslensku efnahags­ og atvinnuífi sem einkennist af of litlu fé til rann ­ sókna og þróunar og algjörum dróma á sviði gengis mála. Af öllum þeim skemmtilegu verkefnum sem við komum að vil ég nefna nú að eitt mest spennandi framtíðarmálið á sviði efnisframleiðslu hér á landi gæti falist í framleiðslu blá grýtistrefja með hreinni orku. Þarna erum við að vinna með Háskólanum í Reykjavík, ISOR og Jarðefnaiðnaði í Þorlákshöfn. Markmiðið er að geta sett upp viðskiptaáætlun fyrir verksmiðju sem framleiðir mengunarlaus efni úr meng ­ unarlausri orku til þess að treysta steypuefni og trefjaplast. Verksmiðja á þessu sviði tekur valið grjót, bræðir það með raforku og sprautusteypir út um „sturtuhaus úr platínu“ og endar með „spunaverksmiðju“. Þræðirnir eru notaðir víða um heim og ég nefni að Volks ­ wagen styrkir stuðara sína með blá trefjum. Í myndinni sem birtist með þessu viðtali sjáið þið hluta af mannauði okkar sem þarna er saman kominn í þróunar ­ aðstöðu fyrir ljósvörpu. Ljós varpa er algjör nýjung í veiðitækni þar sem ljós er notað til að smala fiski í togveiðum með algjörlega nýrri aðferð. Slík tækni veldur því að olía sparast; trollið er fólgið í ljósi, ekki neti sem sjórinn veitir viðnám. Botninn er ekki skafinn af kúlum eða þvíumlíku – olíu ­ notkun á hvert veitt tonn af fiski fellur væntanlega mikið. Þarna eru samstarfsaðilar Hafró, Gunnvör á Ísafirði o.fl. Svo horfir maður til næstu ára og væntir þess að rofi til í íslensku atvinnulífi og hag ­ kerfi. Nýsköpunarmiðstöð þarf alltaf að vera reiðubúin að taka hugmyndir og beita í atvinnu ­ lífinu, bæta tækni og aðferðir hjá fyrirtækjum og búa okkur Íslendinga undir samstarf og samkeppni meðal þjóðanna. Þjóð sem nýtir þekkingu sína til þess að efla hag og lífsgæði. „Við höfum sett á odd ­ inn samspil vistfræði og siðfræði við iðnvæðingu lands ins – köllum það SiðVist og hún tengist aftur áherslu á sam ­ félagslega nýsköpun og samfélagsleg gildi.“ NýSKöPuNaRMiðSTöð ÍSLaNdS velta: 1.3 milljarðar, þar af 800 milljónir sjálfsaflafé. Stofnendur: Fjöldi starfsmanna: 88 Stefna: fjölbreytt starfsemi í þágu atvinnulífsins. nýsköpunar­ miðstöð íslands hvetur til nýsköpunar og eflir framgang nýrra hugmynda í íslensku atvinnulífi með virkri þátttöku í rann sókn­ arverkefnum og stuðningi við frumkvöðla og fyrirtæki. við lítum á nýsköpun sem forsendu fyrir fjölbreytni í íslensku atvinnulífi og undirstöðu sterkrar samkeppnisstöðu þess. Þorsteinn Ingi Sigfússon, lengst til hægri, með hluta af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Starfsmaður Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á Keldnaholti.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.