Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2013, Page 116

Frjáls verslun - 01.11.2013, Page 116
116 FRJÁLS VERSLUN 11. 2013 „Hvað myndir þú gera ef þú værir óhrædd“ er grundvall­ arspurningin sem Sheryl spyr konur til að hvetja þær til að að opna augun fyrir því hvers þær eru megnugar ef óttanum er ýtt til hliðar. Forskot Hvert skal haldið? Undanfarin ár hefur gróska í út ­ gáfu íslenskra viðskipta tengdra bóka verið mikil. Í bók inni Forskot fjallar ráðgjafinn Þórður Sverris son um heildstætt líkan sem auðveldar fyrirtækjum að ná enn meiri árangri í sínum störfum. Stefnumótun og mörkun leiðarinnar er þar ein grunnstoð­ anna. Bókin er yfirgripsmikið rit um „markaðshringinn“ sem er vandað ferli fyrirtækjum til stuðn­ ings við að móta eða skerpa á áherslum og ná samkeppnis­ forskoti. Hún er fyrsta bók sinnar tegundar á Íslandi og ber að fagna sérstaklega útgáfu á íslensku eins yfirgripsmikils og vandaðs verks um lykilárangurs ­ þætti í rekstri. Í bókinni kemur höfundur inn á alla þá þætti sem huga þarf að í rekstri fyrirtækja, hvort sem það selur vöru eða þjónustu. Ferlið sem Þórður setur fram er yfirgripsmikið og vel útfært og allir liðir þess tengj ast því að koma vöru eða þjónustu fyrirtækisins á framfæri á markaði á árangursríkan hátt. Markaðs hringurinn gæti allt eins heitið Rekstrarhringurinn eða jafnvel Árangurshringurinn því það er næsta víst að ef farið er eftir þeirri leið sem höfundur varðar í bókinni mun fyrirtækið ná meiri árangri. Ferlið er yfir ­ gripsmikið og tekur á öllum megin þáttum rekstrar sem tengjast með rökréttum hætti. Bókin er ómissandi yfirlitsrit fyrir stjórn endur. Forskot eftir Þórð Sverris­ son er fyrsta bók sinnar tegundar á Íslandi og ber að fagna útgáfu á íslensku eins yfirgripsmikils og vandaðs verks um lykilárangursþætti í rekstri. The Lean Startup: Straum ­ línulagaða ný­ sköpunar­ fyrirtækið Í bókinni The Lean Startup tengir höfundurinn Eric Ries sam an nýsköpun og hugmynda­ fræði straumlínustjórnunar (Lean) sem í huga margra eru tveir aðskildir pólar. Frum kvöðlar og sprota fyrirtæki hafa almennt ímynd óreiðu, sveigjanleika og krafts sem gerir það að verkum að oft komast ótrúlegir hlutir í verk. Sömu orsakir gera hins vegar oft að verkum að frábærar hugmyndir ná ekki flugi og þeim árangri sem spáð hafði verið. Höfundur vill með kenningum sínum um að blanda saman hug­ myndafræði straumlínustjórn unar og frumkvöðlakraftinum auka líkur á því að nýjar hugmyndir fái brautargengi og nái flugi, gjarnan með minni sóun en alla jafna. Bókin fékk strax við útgáfu mikla athygli og stökk hratt upp metsölulista. Skýringar vinsældanna má m.a. finna í því að höfundurinn hafði um árabil haldið úti vinsælu bloggi þar sem hann fjallaði um kenn ing ar sínar og hafði jafnframt unnið með mörgum stærstu fyrir tækj ­ um og opinberum stofnunum í Bandaríkjunum. Í bókinni dregur hann saman lærdóm sinn af þeirri vinnu ásamt eigin reynslu sem frumkvöðull á tæknisviðinu. Markmið hans er einfaldlega að draga úr þeirri sóun sem gjarnan fylgir nýsköpun og frum kvöðlastarfi til að auka megi líkur á árangri nýrra vara og verk efna. Með sóun á hann við þann tíma, þá peninga og þær auðlindir sem fara í vinnu við verkefnin. Bókin hefur átt fastan sess á metsölulistum og var í hópi bestu viðskiptabókanna á Amazon árið 2013. The Lean Startup hefur átt fastan sess á metsölulistum og var í hópi bestu viðskipta­ bókanna á Amazon árið 2013. Tómur tankur á æðsta degi Síðasta bók ársins var jafnframt sú óvenjulegasta. Die Empty – Unleash Your Best Work Every Day eftir Todd Henry. Höfundur fjallar um það hvernig við getum nýtt alla okkar möguleika, á hverj um degi, í okkar störfum svo við getum á æðsta degi, hvenær sem hann verður nú, sagt að við séum búin að gera allt sem við gátum til að leggja okkar af mörkum. Eins og í flest um bókum af þessum toga setur höfundur fram lögmál fyrir lesandann að ganga út frá. Lögmálin eru t.d. að forðast það að hafa það of „þægilegt“; of mikil þægindi geti verið hættuleg, hið þægilega geti verið óvinur þess stórfeng­ lega. Lögmálin eru fleiri, t.d. mikilvægi þess að taka stöðu í takt við sín persónulegu gildi, mikilvægi sjálfsþekkingar til að þekkja styrkleikana og tæki færi til vaxtar. Einnig leggur höfundur áherslu á mikilvægi þess að vera sífellt að sá fræjum til að uppskeran verði góð. Þótt bókin fjalli um árangur almennt má auðveldlega yfirfæra allt það sem höfundur setur fram yfir á fyrirtæki og lífsferil þeirra. Hér er á ferðinni afar áhugaverð bók fyrir þá sem vilja meira og eru tilbúnir til að stíga út fyrir þæg ­ inda rammann til að ná í það. Eitt lögmála í bókinni er t.d. að forðast að hafa það of „þægilegt“ því of mikil þægindi geti verið hættuleg og komið í veg fyrir að fólk nýti kosti sína. todd Henry. englar alheimsins HVERFISGATA 19 551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS Brandenburg „Atli leikur snilldarlega og sýnir gríðarlegan kraft og sjarma… frábært nýtt leikverk." Mbl. S.G.V. „Leikhús á öðru plani… Fullkomin útfærsla á skáldsögunni." Fbl. S.Á.S. LEIKRIT ÁRSINS 2013 Ekki missa af einstökum leikhúsviðburði. Aukasýningar komnar í sölu. Viðskiptabók ársins
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.