Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.02.2012, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 23.02.2012, Blaðsíða 9
9VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUdagUrInn 23. FEBrúar 2012 Sjónmælingar eru okkar fag Pantaðu þér fría sjónmælingu hjá okkur í síma 421 3811 Jóna Ragnarsdóttir sjónfræðingur við störf í Optical Studio Afgreiðslustarf Verslunin Leonard í Flugstöð Leifs Eiríkssonar óskar eftir að ráða starfsmann í almenna afgreiðslu vegna sumarafleysinga. Um hlutastarf er að ræða. Við erum að leita að glaðlegu, samviskusömu og jákvæðu fólki. Skilyrði er góð enskukunnátta, snyrtileg og kurteis framkoma og að viðkomandi sé reyklaus. Umsókn ásamt mynd óskast send verslunarstjóra Leonard DF, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, 235 Keflavíkurflugvelli eða netpóst df@leonard.is. Umsóknarfrestur er til 8. mars 2012. Leonard ehf. Var stofnað árið 1991 og rekur fjórar verslanir sem eru leiðandi í sölu á úrum, skartgripum og fylgi- hlutum. Leoanard ehf, er framsækið fyrirtæki sem leggur mikið upp úr því að hafa á að skipa metnaðarfullu starfsfólki. Ofnasmiðja Suðurnesja fagn-aði 40 ára afmæli í síðustu viku. Í tilefni tímamótanna var starfsmönnum fyrirtækisins boðið upp á rjómatertu. Það var Þórólfur Þorsteinsson, Dói, sem skar fyrstu sneiðina af af- mælistertunni en hann hefur hvað lengstan starfsaldur hjá fyrirtæk- inu. Það er reyndar eftirtektarvert hversu lítil starfsmannavelta er hjá Ofnasmiðju Suðurnesja en þar hafa flestir starfað áratugum saman og sá sem hefur stysta starfsaldurinn hefur verið hjá fyrirtækinu í 12 ár. Stofnandi Ofnasmiðju Suðurnesja, Jón William Magnússon, mætti að sjálfsögðu í afmælið og rifjaðar voru upp margar góðar sögur frá fyrstu árum smiðjunnar. Jón sagði m.a. frá því að fyrsta daginn sem ofnasmiðjan var í rekstri hafi hann smíðað nýjan ofn handa eiginkonu sinni, Unni Ingunni Steinþórs- dóttur heitinni, en Ofnasmiðja Suðurnesja var stofnuð á þrítugsaf- mælisdegi hennar árið 1972. Feðgarnir Jón William Magnússon og Steinþór Jónsson ráku Ofna- smiðju Suðurnesja til ársins 2005 en 2. nóvember það ár keypti BYKO af þeim fyrirtækið og rekur það í dag. Ofnasmiðja Suðurnesja framleiðir VOR-YL ofna, RÚNT-YL ofna og VEHA handklæðaofna. Meðfylgjandi myndir voru teknar í afmælisveislunni í Ofna- smiðju Suðurnesja fyrir helgi. Sama starfsfólkið í áratugi hjá OSS ›› Ofnasmiðja Suðurnesja 40 ára: Það var Þórólfur Þor- steinsson, Dói, sem skar fyrstu sneiðina af afmælistertunni en hann hefur hvað lengstan starfsaldur hjá fyrirtækinu.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.