Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.10.2012, Page 9

Víkurfréttir - 11.10.2012, Page 9
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 11. október 2012 9 VILT ÞÚ STARFA... ... Í EINU AF UNDRUM VERALDAR? Bláa Lónið hefur margsinnis verið valinn einn besti spa staðurinn á heimsvísu og fékk nýverið nafnbótina sem eitt af 25 undrum veraldar að mati National Geographic Bláa Lónið leitar að orkumiklum og jákvæðum einstaklingum í fjölbreytt störf. Kynntu þér störfin sem í boði eru á heimasíðu okkar www.bluelagoon.is/Um-fyrirtaekid/Atvinna/ Nánari upplýsingar veitir Hulda Gísladóttir, mannauðsstjóri, í netfanginu hulda@bluelagoon.is eða í síma 420 8838 Bláa Lónið er tóbakslaus vinnustaður og þar starfa að jafnaði 200-250 starfsmenn Fimm ilmkjarnaolíur sem gott er að hafa við höndina I lmkjarnaolíur eru mjög öflugt form af jurtalyfjum og hafa yfirleitt mjög sterka og mikla virkni. Þessar olíur myndast þegar vissir hlutar jurtarinnar eru eimaðir og útkoman er fjölvirkar náttúrulegar olíur sem geta gagnast okkur á ýmsan hátt og margar þessar olíur hafa afar öfluga örverudrepandi virkni. Hér koma algengustu ilmkjarnaolíurnar, áhrif þeirra og notkun. Lavender. Mjög algeng olía sem hefur slakandi og róandi áhrif. Hún er einnig mjög græðandi og sótthreins- andi og er gjarnan notuð í krem og smyrsli. Hægt að nota m.a. við skor- dýrabiti, bólum og smávægilegum bruna í húð. Peppermint. Piparmyntuolían er oft notuð við höfuðverk og mígreni og þá settir nokkrir dropar af henni og nuddað sitthvoru megin á gagnaugun. Olían er líka seld í hylkjum og hægt að nota til inntöku gegn ristilkrampa en hún mjög krampastillandi og róandi fyrir magann. Það er líka hægt að setja nokkra dropa í grunnolíu og nudda á bólgur og verki útvortis. Eucalyptus. Þessi olía hentar ein- staklega vel þegar um kvef og ennis- og kinnholusýkingar er að ræða og þá er hægt að anda henni að sér reglulega eða hún sett í smyrsli sem er borið á bringuna. Hún er slímlosandi og bakteríudrepandi. Lemon. Sítrónuolían er talin hafa upplífgandi og frískandi áhrif á hugann og jafnvel jákvæð áhrif á einbeitingu. Hún er mjög sótthreinsandi og gjarnan notuð til að sótthreinsa sár og skrámur. Tee tree. Þessi olía er mikið notuð í húðvörur gegn bólum og fyrir feita húð en hún dregur úr framleiðslu á fitu í fitukirtlum húðarinnar. Hún er líka alhliða sótthreinsandi og hefur breiða virkni gegn mörgum örverum. Hafa ber í huga að þessar olíur eru í flestum tilfellum ekki ætlaðar til inntöku og í sumum tilfellum geta þær verið of sterkar á húðina útvortis ef notað er of mikið magn í einu. Það getur verið gott að þynna ilmkjarnaolíur út og setja nokkra dropa í grunnolíur eins og möndluolíu eða ólífuolíu. Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir. www.facebook.com/grasalaeknir.is Ásdís grasalæknir skriFar heIlsUhoRnIð PISTILL og hefur sveitin orðið fræg um nán- ast allan heim á örskömmum tíma. Víkurfréttir fékk Kidda til að meta uppgang sveitarinnar og hvort Of Monsters and Men sé orðin heims- fræg? „Það er ekki spurning að sveitin er orðin heimsfræg. Það er alveg sama á hvaða tónlistarhátíð ég fer – þau eru þar að spila. Lögin þeirra eru svo spiluð í útvarpi eða auglýsingum um allan heim. Þessi sveit er að verða fræg á allt annan hátt en t.d. Björk og Sigur Rós. Þau njóta mun meiri vinsælda meðal al- mennra tónlistarunnenda og slógu í gegn hjá háskólasenunni. Það sem er athyglisvert við vinsældir þess- arar sveitar er að hún verður fyrst vinsæl í Bandaríkjunum og slær svo einnig í gegn í Evrópu. Það er ekki sjálfgefið. Fyrsta árið á tón- leikaferðalagi er alltaf mjög erfitt og reynir á. Þau eru hins vegar með frábæran umboðsmann og það er hugsað vel um þau þannig að það auðveldar þetta aðeins. Flestar sveitir enda í mínus fjárhagslega við að fara á fyrsta tónleikaferðalagið og vita yfirleitt ekki hvaðan næsta máltíð kemur en ég er nokkuð viss um að þetta er aðeins þægilegra hjá þeim. Ég hef mikla trú á þessari hljómsveit og spái henni miklum frama.“ Starfsemi URKÍ-S Rauði kross Íslands Suðurnesjadeild mun hefjast 17. október 2012 Í boði verður dagskrá fyrir börn á aldrinum 10-16 ára og er skipt í 2 hópa. 5. - 7. bekkur (2000-2002) miðvikud. kl. 16:30 - 18:30 8. - 10. bekkur (1997-1999) miðvikud. kl. 19:00 - 21:00

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.