Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2010, Síða 14

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2010, Síða 14
XIX ÞING LYFLÆKNA FYLGIRIT 65 s Agrip veggspjalda V001 Tengsl óbeinna reykinga við kransæðasjúkdóm Kristján Baidvinsson1, Þórarinn Guðnason2, ísleifur Ólafsson3, Karl Andersen2 'Læknadeild Háskóla íslands, 2hjartadeild, 3klínískri lífefnafræðideild Landspítala Inngangur: Tóbaksreykingar eru eirtn af megin áhættuþáttum kransæðasjúkdóma. Komið hefur í ljós að óbeinar reykingar valda einnig umtalsverðu heilsutjóni. Með banni við reykingum á opinberum stöðum hefur tekist að draga úr óbeinum reykingum. Fjöldi rannsókna hafa sýnt að tíðni bráðra kransæðatilfella hefur minnkað um 17-20% í kjölfar reykingabanns á opinberum stöðum. Með þessari rannsókn er ætlunin að rannsaka nánar sambandið milli óbeinna reykinga og kransæðasjúkdóma. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var framskyggn ferilrannsókn. Öllum sjúklingum sem fóru í hjartaþræðingu á LSH á tímabilinu 27. janúar 2010 - 12. apríl 2010 var boðin þátttaka. Alls var 361 sjúklingi boðin þátttaka þar af tóku 269 þátt, 202 karlar og 67 konur. Upplýsingar um áhættuþætti kransæðasjúkdóma, meðferð og niðurstöður þræðingingar sjúklinga fengust úr SCAAR og RIKSHIA gagnagrunnum. Einnig var spurt um reykingasögu og munntóbaks- og níkótínlyfjanotkun. Þátttakendur voru einnig beðnir um að meta hvað þeir teldu sig vera útsettir fyrir miklum óbeinum reyk. Blóðsýni var tekið af öllum sjúklingum við komu og var cotinine, sem er níkótínafleiða, og hs-CRP mælt í blóði hvers og eins. Niðurstöður: Þýðið sem notað var við úrvinnslu voru einstaklingar sem ekki reyktu, notuðu ekki munntóbak eða níkótínlyf samkvæmt spurningalista. Mælanlegt cotinine í þessum hópi var talið vera vegna óbeinna reykinga. Hlutfall sjúklinga með mælanlegan cotinine styrk í blóði var 16,4% í hópi þeirra sem fóru í bráða hjartaþræðingu miðað við 10,6% hjá þeim sem fóru í valþræðingu (p=0,34). 16,1% sjúklinga með CRP>2 var með mælanlegt cotenine í blóði miðað við 9,0% hjá sjúklingum með CRP<2 (p=0,23). Hlutfall sjúklinga með mælanlegt cotinine í blóði eykst stigvaxandi eftir því sem kransæðasjúkdómurinn er alvarlegri (p=0,22). Frávik er þó fyrir þrengingu í einni æð. Alyktanir: Niðurstöður gefa hugsanlega til kynna vísbendingar um að óbeinar reykingar hafi áhrif á tíðni brá ðra kransæðasjúkdóma og alvarleika þess. Niðurstöður voru ekki tölfræðilega marktækar en meira tölfræðilegt afl vantar í rannsóknina til að fá áreiðanlegri niðurstöður. V002 Áhrif reglugerðarbreytingar á greiðsluþátttöku vegna statínlyfja á kólesterólgildi hjá sjúklingum með blóðþurrðarhjartasjúkdóma Karl Andersen1, Linda Rós Bjömsdóttir2, Sveinbjöm Gizurarson2, Matthías Halldórsson3, Rannveig Alma Einarsdóttir4 'Hjartadeild Landspítala, 2lyfjafræðideild Háskóla íslands, 3landlæknisembættinu, 4deild lyfjamála, Landspítala Inngangur: 1. mars 2009 tók gildi ný reglulgerð um greiðsluþátttöku ríkisins í kólesterollækkandi lyfjum. Einungis var heimiluð greiðsluþátt- taka ódýrasta samheitalyfs (simvastatin 10 og 20 (síðar einnig 40 mg) nema sótt væri um lyfjaskírteini. Tilgangur þessarar rannsóknar var að meta áhrif þessarar nýju reglugerðar á kólesterolmeðferð og árangur meðferðar hjá þeim hjartasjúklingum sem þurftu að breyta meðferð vegna hennar. Efniviður og aðferðir: Upplýsingum var safnað um blóðfitulækkandi meðferð og kólesterólgildi sjúklinga sem lögðust inn á hjartadeild LSH einu ári fyrir reglugerðarbreytinguna 1. mars 2009. Upplýsingar um statinlyfjanotkun fengust í lyfjaskrá Landlæknisembættisins. Niðurstöður: 422 sjúklingar sem lágu á hjartadeild LSH voru útskrifaðir á öðru lyfi en simvastatini síðasta árið fyrir reglugerðarbreytingu. 225 (53%) þeirra samþykktu þáttöku í rannsókninni. 86% þýðisins voru á atorvastatini, 13% á rosuvastatini og 1% á pravastatini. Heildarkólesteról þessara sjúklinga hækkaði að miðgildi úr 3,85 mmol/1 í 4,33 mmol/1, eða um 12,5% p<0.001. LDL kólesterol hækkaði einnig, úr 2,0 mmol/1 fyrir reglugerð í 2,48 mmol/1, sem er 24% hækkun p<0.001. Þríglýseríð hækkuðu somuleiðis að miðgildi úr 1,23 mmol/1 í 1,4 mmol/1, eða um 14% (p=0,08). 27% sjúklinga fengu afgreidd kólesterollyf undir jafngildisskammti. 35% sjúklinga sem höfðu náð meðferðarmarkmiðum (<4,5 mmol/1) fyrir reglulgerðarbreytingu hækkuðu yfir meðferðarmarkmið. Að meðaltali hækkaði kólesterólgildi þeirra um 0,9 mmól/1. Alyktanir: Reglugerðarbreytingin leiddi til marktækrar hækkunar á kólesterólgildum þeirra hjartasjúklinga sem þurftu að skipta um lyf vegna breytingarinnar. Um þriðjungur sjúklinga sem höfðu náð meðferðarmarkmiði fyrir reglugerðarbreytingu voru yfir meðferðar- markmiðum nokkrum mánuðum síðar. V003 Draga reykingar úr áhættu á gáttatifi á fyrstu dögum eftir kransæðahjáveituaðgerð? Davíð O. Amaru Guðrún V. Skúladóttir1-2, Ragnhildur Heiðarsdóttir1-2, Bjami Torfason1'5, Runólfur Pálsson1-4, Viðar Ö. Eðvarðsson1-6, Gizur Gottskálksson3, Ólafur Skúli Indriðason4 'Læknadeild, 2lífeðlisfræðistofnun Háskóla íslands, 3rannsóknarstöð hjartasjúkdóma og hjartalækningaeiningu, 4nýmalækningaeiningu, ^brjóstholsskurðlækningadeild, 6Bamaspítala Hringsins, Landspítala Inngangur: Gáttatif er algengur fylgikvilli hjartaskurðaðgerða. Meðal þátta sem eru taldir auka áhættu á gáttatifi eru hár aldur, bráð bólgusvörun og aukin styrkur katekólamína í blóði á fyrstu dögum eftir aðgerð. Fyrirbyggjandi meðferð með beta-blokkum hefur enda gefist vel. Neikvæðar heilsufarslegar afleiðingar reykinga eru vel þekktar. Nikótín hvetur losun katekólamína úr nýrnahettum og taugaendum. Markmið rannsóknarinnar var að kanna samband reykinga og gáttatifs eftir kransæðahjáveituaðgerðir. Efniviður og aðferðir: Rannsóknarþýðið samanstóð af 125 sjúklingum sem tóku þátt í slembiraðaðri rannsókn á gagnsemi meðferðar með ómega-3 fitusýrum til að fyrirbyggja gáttatif eftir opna kransæðahjáveituaðgerð á Landspítala 2007-2009. Allir sjúklingarnir voru í hjartarafsjá meðan á sjúkrahúsdvöl stóð. Endapunktur rannsóknarinnar var gáttatif sem stóð í >5 mínútur. Sjúklingar með fyrri sögu um gáttatif voru útilokaðir. Niðurstöður: Miðgildi aldurs var 66 ár (spönn 45-82 ára) og 82% voru karlar. Alls fengu 62 sjúklinganna (49%) gáttatif. Gáttatif greindist að meðaltali 2,6 dögum eftir aðgerði. í gáttatifshópnum reyktu 14.5% á móti 27% í hópnum sem fékk ekki gáttatif (p=0,086). Notkun beta- blokka var svipuð í báðum hópunum. Við fjölþáttagreiningu var líkindastuðull fyrir gáttatif hjá reykingamönnum 0,216 (95% vikmörk 0,070-0,664; p=0,007). Engar tengsl, hvað varðar áhættu á gáttatifi, 14 LÆKNAblaðið 2010/96

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.