Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2010, Side 21

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2010, Side 21
XIX ÞING LYFLÆKNA FYLGIRIT 65 V023 Azitrómycín ver öndunarfæraþekju gegn Pseudomonas aeruginosa, óháð bakteríudrepandi verkun Ólafur Baldursson1, Skarphéðinn Halldórsson1, Þórarinn Guðjónsson3, Magnús Gottfreðsson4, Guðmundur Guðmundsson2, Pradeep Singh5 'Lungnadeild Landspítala, 2líffræðistofnun, 3lífvísindasetri Læknagarðs, 4læknadeild Háskóla íslands, 5University of Washington, Seattle, Bandaríkjunum Inngangur: Þéttitengi (e. tight junctions) milli þekjufrumna viðhalda styrk öndunarfæraþekju og verja hana gegn innrás örvera. Sjúklingar með LLT eða slímseigjusjúkdóm (ss.) (e. cystic fibrosis) glíma oft við langvinnar lungnasýkingar vegna Pseudomonas aeruginosa (PA) sem framleiðir efni til innrásar í vefi, m.a. rhamnolípíða (rhl). Azithromycin (azm) bætir líðan og lungnastarfsemi ss. sjúklinga, án áhrifa á vöxt PA, en skýring á þessum jákvæðu áhrifum liggur ekki fyrir. Fyrri rannsóknir okkar sýna að azm hækkar rafviðnám lungnaþekju in vitro. Efniviður og aðferðir: Við notuðum líkan af öndunarfæraþekju (VAIO) og mældum rafviðnám hennar og tjáningu þéttitengslaprótína, fyrir og eftir árás PA eða PA-delta rhl (afbrigði sem framleiðir ekki rhl). Við hreinsuðum einnig bakteríur úr æti sínu og mældum þannig áhrif seyttra þátta án baktería. Niðurstöður: I ljós kom að árásarþættir PA lækkuðu rafviðnám þekjunnar, breyttu tjáningarmjmstri þéttitengjaprótína og gerðu hana viðkvæmari fyrir innrás PA. Rhl höfðu snemmbær og mikil áhrif af þessu tagi á þekjuna. Athygli vakti að þessi áhrif voru mun minni ef þekjuvefur var meðhöndlaður með azm fyrir árás. Ályktanir: Niðurstöðurnar benda til þess að azm dragi úr rofi þéttitengsla við PA sýkingu og gætu átt þátt í að skýra hin óvæntu jákvæðu áhrif lyfsins á sjúklinga með langvinna PA sýkingu í lungum. Rannsaka þarf nánar mögulegar leiðir til eflingar varna öndunarfæraþekju gegn sýkingum. V024 Greining og meðferð lungnabólgu fullorðinna í heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu Ágúst Óskar Gústafsson1, Jón Steinar Jónsson1-1, Steinn Steingrímsson1, Gunnar Guðmundsson2-3 ’Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, 2læknadeild Háskóla íslands, 3lungnadeild Landspítala Inngangur: Lungnabólga er algeng sjúkdómsgreining hjá fullorðnum í heilsugæslu. Lítið er vitað um klínísk einkenni,greiningaraðferðir og meðferð lungnabólgu í heilsugæslu hérlendis. Tilgangur rann- sóknarinnar var að kanna greiningaraðferðir, sýklalyfjanotkun og aðra meðferð. Efniviður og aðferðir: Safnað var saman upplýsingum frá Heilsugæsl- unrti á Seltjamarnesi, Garðabæ og Hamraborg hjá einstaklingum eldri en 18 ára. Leitað var eftir greiningum um lungnabólgu í sjúkraskrárkerfi fyrir tímabilið 1. september 2008 til l.september 2009. Stuðst var við samskiptaseðla, lyfseðla, röntgensvör og niðurstöður blóðrannsókna sem og ræktunarsvör og mótefnamælingar. Niðurstöður: Alls vom skoðuð gögn hjá 215 einstaklingum, 64% konur. Meðalaldur var 50,2 ár. 22% höfðu þekktan lungnasjúkdóm fyrir. Alls komu 47% í bókaðan tíma. Lengd veikinda var undir viku hjá 64%. Algengustu einkennin voru hósti (71,6%), hiti (40,0%) og kvefeinkenni (29,8%). Blóðþrýstingur var skráður hjá 26 (14%) einstaklingum sem komu á stofu, hjartsláttur hjá 24 (13%) og líkamshiti hjá 7 (4%). Lungnahlustun var lýst hjá 188 (98%) og voru 53% með brak og 30% með slímhljóð. Alls fóru 23 (11%) í blóðrannsókn og 68 (32%) í röntgenmynd við fyrstu komu. Hjá 7 (3%) sjúklingum voru gerðar aðrar rannsóknir þar af tekið hrákasýni hjá 3 (1%). Amoxicillin var fyrsta val í 33% tilfella, amoxicillin-clavulansýra hjá 24% og azithromycin hjá 23%. Nokkur munur var á sýklalyfjanotkun á milli heilsugæslustöðva. Innúðalyf voru gefin hjá 13% sjúklinga sem hluti af meðferð. Ályktanir: Lungnabólgugreining virðist í flestum tilfellum fengin útfrá sjúkrasögu og lungnahlustun. Skráning lífsmarka var minni en búast mátti við. Marktækur munur var á milli heilsugæslustöðva við val á sýklalyfjum og einungis í þriðjungi tilfella var fyrsta val amoxicillin. V025 Öldrunarrannsókn Hjartaverndar - fylgni er milli skertrar fráblástursgetu og lungnaþéttleika á tölvusneiðmynd Ólöf Birna Margrétardóttir1, Sigurður Sigurðsson1, Gyða S. Karlsdóttir1, Grímheiður F. Jóhannsdóttir', Thor Aspelund1-2, Vilmundur Guðnason1-2, Gunnar Guðmundsson2-3 'Hjartavemd, 2læknadeild Háskóla íslands, 3lungnadeild Landspítala Inngangur: Algengast er að langvinn lungnateppa sé greind með skertu fráblástursprófi en þéttleiki lungna mældur með tölvusneiðmyndum er næm aðferð til að greina lungnaþembu. Ekkert er vitað um fylgni milli þessara tveggja rannsóknaaðferða hjá öldruðum en fyrri rannsóknir hafa sýnt fylgni í blönduðu þýði. Efniviður og aðferðir: I öldrunarrannsókn Hjartaverndar var gerð fráblástursmæiing hjá hluta þátttakenda. Tölvusneiðmyndir af lungum voru teknar af öllum þátttakendum. Sérstakur hugbúnaður var notaður til að lesa þéttleika lungnanna. Fylgni milli lungnaþéttleika og fráblástursgilda var könnuð. Urtakinu var skipt í fimm hópa eftir því hversu mikil lungnaþemban var. Niðurstöður: Alls voru 659 einstaklingar sem gerð hafði verið á fráblástursmæling og mældur lungnaþéttleiki. Um var að ræða 325 karla og 334 konur. Meðalgildi FEVl/FVC hlutfalls var 0.70 hjá körlum og 0.71 hjá konum. Hlutfall þéttleika undir -950 HU var að miðgildi 4.5% (fjórðungamörk 2.4% - 7.5%). Fylgnistuðull (Spearman) milli þéttleika og FEVl/FVC hlutfalls var -0.35 (p<0.0001). Ályktanir: Fylgni er á milli skertrar fráblástursgetu á blástursprófi og lungnaþéttni mældri á tölvusneiðmyndum í öldrunarrannsókn Hjartavemdar. Mun fleiri einstaklingar hafa farið í tölvusneiðmyndir en blásturspróf og einnig hafa verið gerðar langsum rannsóknir með tölvusneiðmyndum. Þetta býður því upp á mikla rannsóknamöguleika. V026 Öndunarfæraeinkenni hjá ungu fólki á höfuðborgarsvæðinu 1990 og 2007 Stefán Sigurkarlsson1, Michael Clausen2, Davíð Gíslason1-2, Þórarinn Gíslason1-2 'Læknadeild Háskóla íslands, 2göngudeild í lungna- og ofnæmissjúkdómum, Landspítala Inngangur: Talið er að ofnæmi og ofnæmissjúkdómar hafi verið að aukast á Vesturlöndum á undanförnum áratugum. Við samanburð á ungu fólki á höfuðborgarsvæðinu 1990 við jafnaldra í Evrópu voru ofnæmissjúkdómar í öndunarfæmm sjaldgæfara á íslandi en í samanburðarlöndunum. Við rannsókn á 10-11 ára börnum árið 2000 kom ekki fram slíkur munur við nágrannalöndin. Tilgangur þessarar rannsóknar var að bera saman algengi ofnæmissjúkdóma í öndunarfærum hjá ungu fólki árið 2007 við jafnaldra árið 1990. Efniviður og aðferðir: Árið 1990 voru 3600 einstaklingar af Reykjavíkursvæðinu valdir af handahófi til að svara spumingum um öndunarfæraeinkenni af póstlista. Svarhlutfall var 80,6%. Rannsóknin var hluti af evrópski rannsókn (ECRHS I). Árið 2007 voru 2811 einstaklingar á sama aldri (20-44 ára) og af sama svæði valdir af handahófi til að svara sömu spumingum af póstlista. Spurningarnar LÆKNAblaðið 2010/96 21

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.