Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2010, Qupperneq 23

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2010, Qupperneq 23
XIX ÞING LYFLÆKNA FYLGIRIT 65 í þrívíðri rækt í grunnhimnugeli mynda þær kúlulaga þyrpingar. Sé æðaþelsfrumum bætt út í gelið verður breyting á formgerð þyrpinganna og þær vaxa greinótt sem mirtnir á berkjur og limgnablöðrur í lungum. Þetta bendir til þess að æðaþel geti örvað greinótta formmyndun lungnaþekjufrumna. Við höfum áhuga á að finna þá þætti sem stýra þessum samskiptum æðaþels og VAIO þekjufrumnanna, auk þess að skilgreina þá boðferla innan þekjufrumnanna sem stýra greinóttri formmyndun.Við höfum sérstakan áhuga á hlutverki FGF boðferlisins og Sprouty próteina, en munum einnig leitast við að kanna hlutverk annarra sameinda í þessu ferli. V030 Skurðaðgerðir vegna lungnameinvarpa á íslandi 1984-2008 Halla Viðarsdóttir', Páll Helgi Möller2, Jón Gunnlaugur Jónasson3, Tómas Guðbjartsson4. 'Skurðlækningasviði, 2almennri skurðdeild, 3rannsóknarstofu í meinafræði, 4hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala Inngangur: Rúmur þriðjungur sjúklinga með krabbamein greinast fyrr eða síðar með lungnameinvörp. Þegar meinvörpin eru bundin við lungu kemur til greina að fjarlægja þau með skurðaðgerð og bæta þannig lífshorfur. Markmið þessarar afturskyggnu rannsóknar var að kanna algengi og árangur þessara aðgerða hér á landi. Hfniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn sem náði til allra sjúklinga sem gengust undir brottnám á lungnameinvörpum með lækningu að markmiði á íslandi 1984-2008. Litið var nánar á sjúklinga með 3 algengustu frumæxlin, m.a. kannaðar ábendingar, fylgikvillar aðgerða og reiknuð út lifun (Kaplan-Meier). Útreikningar miðuðust við 31. des. 2009 og var meðal eftirfylgni 45 mánuðir (bil: 3-311). Niðurstöður: Alls fór 81 sjúklingur í aðgerð vegna lungnameinvarpa á tímabilinu (aldur 55 ár, bil: 2-81 ár, 51% karlar). Algengustu frumæxlin voru krabbamein í ristli/endaþarmi (33%, n=27), sarkmein (26%, n=21) og nýrnafrumukrabbamein (17%, n=14) en fjórðungur sjúklinga hafði önnur krabbamein. Hlutfall sjúklinga sem fóru í aðgerð var 1.0%, 6,5% og 1,4% fyrir þrjár algengustu æxlisgerðimar. Þessir 62 sjúklingar gengust undir 79 aðgerðir. Fleygskurður (n=45) og blaðnám (n=30) voru algengastu aðgerðimar en hjá 4 var framkvæmt lungnabrottnám. Skurðdauði var 1,2%. Miðgildi legutíma var 11 dagar (bil: 4-85). Fimm ára lifun fyrir sjúklinga með ristil og endarþarmskrabbamein var 45%, nýrnafrumukrabbamein 39% og sarkmein 19% (p=0,ll). Ályktanir: Hlutfall krabbameinssjúklinga sem sem fer í brottnám á lungnameinvörpum hér á landi var frekar lágt. Árangur þessara aðgerða var góður og sambærilegur við erlendar rannsóknir. V031 Styrkur ferritíns í sermi kæfisvefnssjúklinga - faraldsfræðileg samanburðarrannsókn Elín Helga Þórarinsdóttir', Bryndís Benediktsdóttir', Þórarinn Gíslason2, Christer Janson3, ísleifur Olafsson4 'Læknadeild Háskóla íslands, 2lungnadeild Landspítala, 3lungnadeild Háskólasjúkrahússins í Uppsölum, Svíþjóð, 4klínískri lífefnafræðideild Landspítala Inngangur: Kæfisvefn er sjúkdómsástand sem einkennist af endur- teknum öndunartruflunum í svefni. Ferritín er prótein sem bindur jám og gerir það skaðlaust líkamanum en einnig getur hækkaður styrkur S-ferritíns endurspeglað bráða og króníska bólgusvörun. Við kæfisvefn er vitað að öndunarstopp og súrefnisskortur leiða til almennrar bólgusvörunar en hvort styrkur S-ferritín tengist því hefur lítið verið rannsakað. Efniviður og aðferðir: Allir sjúklingar greindir með kæfisvefn frá sept. 2005 til sept. 2009 var boðið að taka þátt í rannsókninni. Trl samanburðar voru einstaklingar 40 ára og eldri sem tekið höfðu þátt í rannsókn á algengi langvinnrar lungnateppu á íslandi. Hóparnir voru rannsakaður á sama hátt fyrir utan að viðmiðunarhópurinn gegst ekki undir svefnrannsókn. Styrkur S-ferritín var borinn saman milli sjúklinga og viðmiða og eftir alvarleika kæfisvefnsins. Leiðrétt var fyrir helstu áhrifaþáttum hækkaðs ferritíns og sjúkdómum tengdum kæfisvefni. Niðurstöður: f sept. 2009 höfðu alls 754 kæfisvefnssjúklingar tekið þátt og af þeim höfðu 300 komið í tveggja ára eftirfylgnirannsókn. Samanburðarhópurinn samanstóð af 758 þátttakendum (81 % þátttaka). Styrkur S-ferritín var marktækt hærri í hópi kæfisvefnssjúklinga en viðmiða, bæði meðal karla (p=0.025) og kvenna (p<0.001) en eftir að leiðrétt hafði verið fyrir aldri, líkamsþyngdarstuðli, reykingum og sjúkdómum tengdum kæfisvefni var hækkunin aðeins marktæk hjá konum með kæfisvefn (p=0.032). Styrkur S-ferritins sýndi ekki marktæka fylgni við alvarleika kæfisvefnsins, dagsyfju né notkunn CPAP tækis í tvö ár. Ályktanir: Styrkur S-ferritíns var marktækt hærri meðal kvenna með kæfisvefn en kvenna í samanburðarhópnum. Þessi munur var óháður helstu áhrifaþáttum hækkaðs ferritíns og öðrum þekktum sjúkdómum tengdum kæfisvefni. V032 Þættir sem ákvarða langtímalifun sjúklinga með langvinna lungnateppu sem lagst hafa inn á sjúkrahús Gunnar Guðmundsson1-3, Stella Hrafnkelsdóttir1, Christer Janson2, Þórarinn Gíslason1-3 'Lungnadeild Landspítala, 2Department of Medical Sciences, Respiratory Medicine and Allergology, Háskólasjúkrahúsinu í Uppsölum, Svíþjóð, 3læknadeild Háskóla íslands Inngangur: Margar rarmsóknir eru til á skammtíma dánartíðni sjúklinga með langvinna lungnateppu (LLT) sem lýsa hárri dánartíðni. Fjöldamörgum áhættuþáttum hefur verið lýst. Takmarkaðar upplýsingar eru til um langtímadánartíðni og tengda áhættuþætti í þessum sjúkdómi. Tilgangur rannsóknarinnar var að greina langtíma dánartíðni og tengda áhættuþætti í sjúklingum með LLT sem innlagðir höfðu verið á sjúkrahús vegna bráðrar versnunar. Megináhersla var á líkamsþyngdarstuðul, heilsutengd lífsgæði, lyf og aðra samhliða sjúkdómskvilla. Efniviður og aðferðir: Um er að ræða framsæja rannsókn á 256 sjúklingum með LLT í Reykjavík, Kaupmannahöfn, Danmörku og Uppsala, Svíþjóð. Þeim var fylgt eftir í 8.7±0.4 ár eftir sjúkrahúsinnlögn vegna versnunar á LLT á árunum 2000 og 2001.1 sjúkrahúsinnlögninni var St. George öndunarfæraspumingalistinn lagður fyrir sjúklingana. Aflað var upplýsinga um aðra samhliða sjúkdómskvilla og lyfjameðferð. Niðurstöður: Á tímabilinu sem sjúklingunum var fylgt eftir höfðu 202 sjúklingar (79%) dáið og 54 (21%) voru á lífi. Aðal dánarorsök var öndunarfæri (n=116), hjarta- og æðakerfi (n=43), krabbamein (n=28), annað (n=10) og upplýsingar fengust ekki hjá fimm sjúklingum. Dánartíðni tengdist vaxandi aldri, lakari lungnastarfsemi, lægri líkamsþyngdarstuðli og sykursýki. Hærri aldur, lægri líkamsþyngdarstuðull og sykursýki tengdust bæði öndunarfæra og hjarta og æða dánarorsökum. Ondimarfæraorsakir tengdust lakari öndunarfærastarfsemi. Það voru engin tengsl við lyfjameðferð, kvíða eða þunglyndi. Ályktanir: Langtímadánartíðni var há eftir sjúkrahúsinnlögn vegna LLT. Helstu áhættuþættir voru hærri aldur, skert lungnastarfsemi, lægri líkamsþyngdarstuðull og sykursýki. Frekari rannsókna er þörf á því hvaða áhrif bætt meðferð áhættuþátta getur haft á dánartíðni. LÆKNAblaðið 2010/96 23

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.