Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2010, Qupperneq 30

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2010, Qupperneq 30
XIX ÞING LYFLÆKNA FYLGIRIT 65 alvarlegar blæðingar. Klínískar rannsóknir eru hins vegar af skornum skammti. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna árangur af gjöf fíbrínógenþykknis við alvarlegar blæðingar á fslandi. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn sem tók til 37 sjúklinga (meðalaldur 74 ár, bil 23-87, 51% karlar) sem fengu fíbrínógen við alvarlegum blæðingum (>2000 mL) á Landspítala 2006-2008. Sjúklingar sem fengu marga skammta af fíbrínógeni eða virkjaðan storkuþátt Vlla voru ekki teknir með í rannsóknina. Flestir sjúklinganna fengu alvarlega blæðingu í tengslum við hjarta- (68%) eða kviðarholsaðgerð (13%). Skráð var tímasetning fíbrínógengjafar og styrkur þess í sermi, blóðhluta- og vökvagjafir, blæðingarpróf (APTT; PT), blóðflögur og D-dímer; fyrir og eftir gjöf lyfsins. Notkun annarra storkuhvetjandi lyfja, áhættuþættir blæðinga, undirliggjandi sjúkdómar og afdrif sjúklinganna voru könnuð. Niðurstöður: Eftir gjöf fíbrínógenþykknis (miðgildi 2g, bil l-6g) hækkaði s-fíbrínógen úr l,8g/Lí 2,4g/L (p<0,001). Einnig varð marktæk lækkun á APTT og PT-gildum (p<0,001) en blóðflögufjöldi og D-dímer héldust óbreytt. Gjöf rauðkornaþykknis minnkaði marktækt á 24 klst. eftir gjöf fíbrínógens en ekki varð marktæk breyting á gjöfum blóðvatns eða blóðflagna. Engar aukaverkanir tengdar gjöf lyfsins voru skráðar. Átta sjúklingar (22%) létust á gjörgæslu, flestir innan 28 daga, en 76% útskrifuðust af sjúkrahúsi og voru á lífi hálfu ári síðar. Ályktanir: Fíbrínógengjöf við alvarlegar blæðingar virðist (i) hækka marktækt styrk fíbrínógens íblóði, (ii) bæta blæðingarpróf (PT og APTT) þegar það er gefið sem viðbót við hefðbundna meðferð og (iii) gæti tengst minnkaðri þörf á rauðkornaþykkni. V053 Áhættugreining augnbotnabreytinga hjá sykursjúkum einstaklingum Rúnar Bragi Kvaran', Ama Guðmundsdóttir2 'Læknadeild Háskóla íslands, 2innkirtla- og efnaskiptalækningadeild Landspítala Inngangur: Venja er að sykursjúkir einstaklingar mæti árlega í skimun fyrir augnbotnabreytingum. Þar sem áhættuþættir sykursjúkra fyrir augnbotnabreytingum eru mismunandi fara sumir einstaklingar oftar í augnskoðun en þeir þurfa og aðrir sjaldnar en á er þörf. Tilgangur rannsóknarinnar var að prófa áhættureikniforrit Risk Medical Solutions (RMS) á íslensku úrtaki sykursjúkra og meta út frá þekktum áhættuþáttum hversu reglulega þeir þurfa að mæta í augnskoðun. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var aftursýn og voru sjúkraskrár sjúklinga, er hittu tvo af innkirtlalæknum Göngudeildar sykursjúkra á LSH í janúar, febrúar og mars árið 2010, rannsakaðar. Áhættuþættir augnbotnabreytinga voru skráðir fyrir hverja komu. Út frá þeim var áhættureikniforrit RMS látið reikna hvenær sjúklingar ættu næst að mæta í augnskoðun. 4% áhættumörk voru notuð við útreikninga. Forritið gefur lágmarksskimrmartíma þrjá mánuði en hámark 60 mánuði. Niðurstöður: Komumar voru alls 289 og voru karlar í meirihluta (58%). 53% höfðu sykursýki af tegund eitt og meðalárafjöldi frá greiningu sykursýki var rúm 17 ár. 68% höfðu engar augnbotnabreytingar, 23% höfðu bakgrunnsbreytingar og rúm 9% höfðu lengra genginn augnsjúkdóm. Samkvæmt útreikningum þurfa 41% sjúklinganna að fara í augnskoðun innan árs. Hins vegar þurfa önnur 41% allra sjúklinga ekki að fara í augnskoðun nema á tveggja ára fresti eða sjaldnar og 27% á þriggja ára fresti eða sjaldnar. Ályktanir: Niðurstöður sýna að breytilegt er meðal sykursjúkra hversu oft þeir þurfa á augnskoðun að halda. Mesta athygli vekur að rúmur fjórðungur sjúklinga þarf aðeins á augnskoðun að halda á þriggja ára fresti eða sjaldnar. Þetta bendir til þess að með upptöku einstaklingsmiðaðrar skimunar væri hægt að ráðstafa betur því fjármagni sem varið er í skimanir. V054 Beinþéttni og lystarstol Rebekka Rúnarsdóttir1, Guðlaug Þorsteinsdóttir2, Ólafur Skúli Indriðason3, Gunnar Sigurðsson1-4 'Læknadeild Háskóla íslands, 2geðsviði, ^nýmalækningaeiningu, 4innkirtla- og efnaskiptalækningadeild Landspítala Inngangur: Ótímabært beintap er þekktur fylgikvilli meðal sjúklinga með lystarstol en á íslandi hafa engar rannsóknir verið gerðar á beinheilsu þessa sjúklingahóps. Markmið rannsóknarinnar var að athuga beinþéttni ungra kvenna með lystarstol og öðlast betri skilning á mögulegum orsakaþáttum svo unnt verði að beita forvömum. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er samanburðarrannsókn. Skoðaðar voru beinþéttnimælingar (DXA) hjá sjúklingum sem leitað höfðu meðferðar hjá átröskunarteymi Landspítala, fengið greiningarnar á ICD-10; F50.0 eða F50.1 og niðurstöður bornar saman við 30 ára heilbrigðar konur (n=58) Skoðaðar voru 63 sjúkraskár og endanlegt úrtak alls n=40 (21 ára (18-36)), þar af n=26 sem höfðu farið í fleiri en eina beinþéttnimælingu. Niðurstöður: Beinþéttnin í lendhrygg, lærleggshálsi og nærenda lærleggs var marktækt lægri hjá sjúklingum með lystarstol en samanburðarhóp (15,3%-17,5%; p<0,001). í heild höfðu 55% beinrýrnun og 15% beinþjmningu en aðeins 30% höfðu eðlilega beinþéttni. Marktæk fylgni beinþéttni fannst við þyngd og hæð, en mest var fylgni beinþéttni við lægstu þyngd í veikindum (r=0,482-0,499; p<0,01). Engin fylgni fannst milli beinþéttni og tímalengdar átröskunar né aldurs við upphaf átröskunar. I lystarstolshópnum var beinþéttni marktækt lægri hjá þeim sem höfðu sögu um kalíumskort (K<3,5 mmol/L). Þegar skoðaðar voru breytingar hjá þeim sem áttu fleiri en eina beinþéttnimælingu kom í ljós að þær sem töpuðu þyngd milli mælinga lækkuðu marktækt í beinþéttni í lærleggshálsi (-6,6%; p=0,030). Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að hátt hlutfall kvenna með lystarstol höfðu beinrýrnun eða beinþynningu. I samanburði við almennt þýði benda niðurstöðumar til að vegna lystarstols nái sjúklingahópurinn lægri hámarksbeinþéttni en ella. V055 Framrás nýrnameins af völdum sykursýki 1 á íslandi Unnur Lilja Þórisdóttir', Ólafur S. Indriðason2, Rafn Benediktsson1-3, Runólfur Pálsson12 'Læknadeild Háskóla íslands, 2nýmalækningaeiningu,3innkirtla- og efnaskiptalækningaeiningu Landspítala Inngangur: Þrátt fyrir svipað nýgengi hefur sykursýkinýrnamein (SNM) verið mun fátíðari orsök lokastigsnýrnabilunar (LSNB) hér á landi en víðast annars staðar. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna þróun nýgengis og framrás nýrnameins meðal sjúklinga með tegund 1 sykursýki á íslandi. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og beindist að einstaklingum er greindust með tegund 1 sykursýki á íslandi fyrir 2002. Fundust þeir með leit £ skrá göngudeildar sykursjúka og í tölvukerfi Landspítala. Sjúklingar voru skilgreindir með tegund 1 sykursýki ef þeir greindust fyrir 30 ára aldur og voru insúlínháðir frá upphafi. SNM var skilgreint sem viðvarandi próteinmiga (a300 mg/1) eða albúmínmiga (>300 mg/1) við eftirlit í þrjú skipti í röð með minnst tveggja mánaða millibili. Eftirfylgd var til ársloka 2008, síðustu komu eða til dánardags. Niðurstöður: Alls fundust 464 sjúklingar með tegund 1 sykursýki og 30 LÆKNAblaðið 2010/96

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.