Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2010, Page 31
XIX ÞING LYFLÆKNA
FYLGIRIT 65
var meðallengd eftirfylgdar 23,13 ± 12,8 ár. Hurfu 61 þeirra (13,1%) úr
eftirliti að meðaltali 17,5 ± 11,8 árum frá greiningu. Eftirfylgd var a.m.k.
20 ár hjá 247 sjúklingum og a.m.k. 40 ár hjá 48. Sjötíu og fjórir sjúklingar
greindust með SNM. Safngengi SNM. eftir 20 ár með sykursýki var
15,0% og 31,6% eftir 40 ár. Ekki var marktækur munur á 20 ára safngengi
SNM eftir því á hvaða árabili sykursýki greindist. Atján sjúklingar
fengu LSNB að meðaltali 10,5 ± 9,6 árum (spönn 0,31-29,3 ár) eftir
greiningu SNM. Safngengi LSNB eftir 40 ár með sykursýki var 13,2%.
Meðaleftirfylgd eftir greiningu SNM hjá þeim sem ekki fengu LSNB var
11,8 ± 9,1 ár.
Ályktanir: Safngengi SNM hefur ekki lækkað að sama marki og í
Danmörku og Svíþjóð en er þrátt fyrir það mun fátíðari orsök LSNB
hérlendis. Fremur hátt hlutfall sjúklinga með staðfest SNM virðist ekki
fá nýrnabilun. Það bendir til að framrás SNM sé hægari hér á landi.
V056 Tengsl þunglyndis og sykursýki af tegund 2 meðal aldraðra á
íslandi
Benedikt Bragi Sigurðsson’, Thor Aspelund2-3, Ama Guðmundsdóttir4, Brynja Björk
Magnúsdóttir5, Þórður Sigmundsson5-6, Tamara Harris7, Lenore Launer7, Vilmundur
Guðnason2-6, Eiríkur Öm Amarson5-6
'Velferðarsviði Reykjavíkurborgar, 2Hjartavemd, 3raunvísindadeild Háskóla íslands,
4lyflækningasviði, 5sálfræðiþjónustu geðsviðs Landspítala, 6læknadeild Háskóla íslands,
7Óldmnarstofnun Bandaríkjanna
Inngangur: Tilgangur rannsóknar var að kanna algengi þunglyndis
meðal aldraðra með sykursýki af tegund 2 (SS2); hvort munur væri á
algengi meðal þekktrar (áður greind) og óþekktrar (nýgreind) SS2; hvort
samband væri milli árafjölda frá greiningu SS2 og þunglyndis; hvernig
þunglyndir og sykursjúkir mátu eigin heilsu.
Efniviður og aðferðir: Gögn voru fengin úr Öldrunarrannsókn
Hjartavemdar; handahófsúrtak (n = 5.764) var dregið úr eftirlifandi þýði
(N = 30.795) íslendinga sem bjuggu á Stór-Reykjavíkur svæðinu árið
1967 og vom hluti af Reykjavíkurrannsókn Hjartaverndar. Þátttakendur
sem uppfylltu viðmið fyrir úrvinnslu gagna voru 4.605 (42,7% karlar og
57,3% konur). Mini-International Neuropsychiatric Interview (M.I.N.I.)
geðgreiningarviðtal (lagt fyrir 1.030 þátttakendur, 22%) var notað
til að meta þunglyndi eftir skimun með Geriatric Depression Scale
(GDS), en SS2 var ákvörðuð með spurningum og mælingu á fastandi
blóðsykurgildi. Þátttakendur mátu heilsu sfna á fimm stiga kvarða.
Notuð var aðfallsgreining hlutfalla og kí-kvaðrat.
Niðurstöður: 214 (4,6%) greindust með alvarlega geðlægð og 533
(11,6%) með SS2. Tölfræðilega marktækt samband var milli þunglyndis
og SS2. Eftir því sem lengra var liðið frá greiningu SS2 jukust líkur á
þunglyndi: SS2 sem varað hafði lengur en 10 ár Odds Ratio (OR) =
2,47 (95% öryggisbil: 1,35-4,51); SS2 sem varað hafði skemur en í 10
ár OR = 1,50 (95% öryggisbil: 0,79-2,88); nýgreind SS2 OR = 1,17 (95%
öryggisbil: 0,50-2,76). Marktækt samband var milli þunglyndis og
þess að vera á insulínmeðferð vegna SS2 OR = 4,28 (95% öryggisbil
1,56-11,70). Stjórnað var fyrir 14 lýðfræðilegum og heilsufarstengdum
breytum, m.a. blóðsykurstjórnun (HbAlc); breyturnar skýrðu ekki
sambandið. Þunglyndir og sykursjúkir meta heilsu sína marktækt verr
en samanburðarhópur.
Ályktanir: Fylgni er á milli þunglyndis og SS2. Algengi þunglyndis
eykst hjá sykursjúkum því lengra sem liðið hefur frá greiningu.
Niðurstöður benda til þess að sálfélagslegir þættir tengdir SS2 auki líkur
á þunglyndi.
V057 Vanstarfsemi heiladinguls í bráðafasa höfuðáverka og
innanskúmsblæðinga - framsýn rannsókn
Pétur Sigurjónsson', Ásta Dögg Jónasdóttir1, Ingvar Hákon Ólafsson2, Sigurbergur
Kárason3, Guðrún Karlsdóttir4, Guðmundur Sigþórsson5, Rafn Benediktsson6, Helga Ágústa
Sigurjónsdóttir6
'Lyflækningasviði, 2heila- og taugaskurðlækningadeild, 3svæfinga- og gjörgæsludeild,
4endurhæfingardeild, 5klínískri lífefnafræðideild, 6innkirtla- og efnaskiptalækningadeild,
Landspítala
Inngangur: Höfuðáverkar (TBI) eru algengasta orsök fötlunar og dauða
ungs fólks. Innanskúmsblæðingar (SAH) valda einnig fötlun og dauða.
Rannsóknir sýna að TBI og SAH geti fylgt tímabundin eða varanleg
vanstarfsemi heiladinguls (HP), allt að 50% í bráðafasa TBI.
Efniviður og aðferðir: Meta algengi HP í bráðafasa eftir alvarlega TBI
(A-TBI) og miðlungsalvarlega TBI (M-TBI) (Glasgow coma score s8 eða
9-12) og SAH á LSH. Efniviður og aðferðir: Á einu ári voru framsýnt
valdir 21 TBI sjkl., 6 M-TBI og 15 A-TBI, 17 karlar og 4 konur, meðalaldur
34±13 ár (aldursbil 18-65 ára). Nítján SAH sjkl., 12 karlar og 7 konur,
meðalaldur 54±14 ár (aldursbil 30-85 ára). Hormónagildi voru mæld
við innlögn og 6 dögum síðar, kortisól að morgni dags 1-6 og synacthen
próf á degi 6.
Niðurstöður: Á degi 6 höfðu, 3 af 6 M-TBI, 6 af 15 A-TBI og 3
af 19 SAH sjkl. miðlægan kynhormónaskort, einn A-TBI mið-
lægan skjaldkirtilshormónaskort, þrír SAH sjkl. mögulegan vaxtar-
hormónaskort, einn A-TBI sykursteraskort sem hafði lagast á degi
19. Tveir A-TBI og einn SAH sjkl. höfðu vanstarfsemi á tveimur
hormónaöxlum. Sjö voru ekki athugaðir á degi 6, fjórir höfðu látist, þrír
mættu ekki. Algengi HP við M-TBI og A-TBI til samans var 42,9% og
SAH 26,3%.
Ályktanir: Algengi HP við TBI er sambærilegt við erlendar rannsóknir.
Miðlægur kynhormónaskortur finnst í bráðafasa SAH eins og TBI.
Vanstarfsemi annarra hormónaöxla er líklegri við A-TBI og SAH en
M-TBI. Rannsóknin sýnir að HP getur fylgt SAH í bráðafasa líkt og TBI,
því hefur ekki verið lýst áður.
V058 Lyfjameðferð á lítinn þátt í lækkun heildarkólesteróls hjá
íslendingum
Bolli Þórsson', Thor Aspelund1, Gunnar Sigurðsson1-2, Karl Andersen1-2, Vilmundur
Guðnasonu
'Hjartavemd, 2læknadeild Háskóla íslands
Inngangur: Heildarkólesteról í blóði hefur farið lækkandi á
Vesturöndum undanfarna áratugi. Lækkunin hefur orðið hvað mest eftir
1990 samtímis því sem ný fitulækkandi lyf komu á markað. I mörgum
rannsóknum hefur verið ályktað að lækkunin kunni að stafa af aukinni
notkun blóðfitulækkandi lyfja. Hins vegar hafa fyrri rannsóknir ekki
getað kannað slíkt samhengi þar sem upplýsingar um lyfjanotkun og
blóðgildi kólesteróls hafa ekki legið fyrir hjá sömu einstaklingum.
Efniviður og aðferðir: Heildarkólesteról hefur verið mælt í blóði í
Reykjavíkurrannsókn Hjartavemdar á umliðnum 40 árum. Upplýsingar
um kólesteról liggja því fyrir hjá um 20 þúsund einstaklinga á
aldursbilinu 45-64 ára. Spurt hefur verið um blóðfitulækkandi
lyfjanotkun frá 1988.
Niðurstöður: Notkun statinlyfja hefur aukist hratt frá því um 1990.
Núna eru um 15% karla og 7% kvenna á Islandi á statin lyfja meðferð.
Ef borin er saman sú lækkun sem orðið hefur í heildarkólesteróli meðal
allra karla annars vegar og hjá þeim 88% karla sem ekki eru á statin
lyfjum hins vegar kemur í ljós að lækkunin er að meðaltali sú sama. Það
sama á við um konur.
Ályktanir: Sú lækkun sem orðið hefur í heildarkólesteróli íslendinga á
LÆKNAblaðið 2010/96 31