Bæjarins besta


Bæjarins besta - 29.03.2007, Side 2

Bæjarins besta - 29.03.2007, Side 2
FIMMTUDAGUR 29. MARS 20072 Þennan dag árið1947 hófst Heklugos en þá voru nær 102 ár síðan síðast gaus. Gosmökkurinn náði upp í 30 km hæð og aska barst til Bretlandseyja og jafnvel til Finnlands. Gosið stóð fram í apríl 1948. Dagurinn í dag 29. mars 2007 – 88. dagur ársins Byggðalögin þola ekki lækkun á aflareglu Guðmundur Halldórs- son, fyrrverandi formaður smábátafélagsins Eldingar, segir að smærri byggðalög á Vestfjörðum muni ekki þola að aflaregla á þorski verði færð niður úr 25% í 22%, líkt og Hafrannsókna- stofnun lagði til síðasta sumar. Segir hann þetta jafngilda ríflega 50 þúsund tonna niðurskurði á lands- vísu að verðmæti 130 millj- örðum. Þá reiknast honum til að í Bolungarvík einni saman jafngildi þetta niður- skurði um 1.150 tonn af þorski að verðmæti tæpum þremur milljörðum. Tapað aflaverð- mæti á ári væri þá um 230 milljónir. „Byggðalögin þola þetta ekki“, segir Guðmundur. „Þetta er gert til verndar þorskinum. Ég er ekki að segja að við þurfum ekki niðurskurð, en kvótakerfið leyfir ekki niður- skurð því þá hrynja byggða- lögin.“ Þá segist Guðmundur hrædd- ur um að þetta náist í gegn því hann gruni að stóru útgerðirn- ar muni taka undir þessa breyt- ingu. Hafrannsóknastofnun lagði til áðurnefnda lækkun í skýrslu sinni um nytjastofna og aflahorfur sem kom út síð- asta sumar. Á síðasta aðal- fundi LÍÚ sagði sjávarútvegs- ráðherra, Einar K. Guðfinns- son, að ráðgjöfin í skýrslunni hefði valdið honum vonbrigð- um, en að hann hygðist ekki lækka veiðihlutfallið í þorski frá þeim 25% sem nú gildir. Bolungarvíkurhöfn. Fjölmenni sótti opnun ráðstefnunnar. Ráðstefna og íbúaþing um innflytjendamál Alþjóðleg ráðstefna um inn- flytjendamál sem ber heitið Innflytjendur – Hvalreki eða ógn fyrir samfélögin á lands- byggðinni, var sett á Ísafirði á mánudag. Ráðstefnuna opn- uðu Elsa Arnardóttir, for- stöðukona Fjölmennningar- seturs Íslands og Halldór Hall- dórsson, bæjarstjóri Ísafjarð- arbæjar. Á mánudag tóku til máls Philomena de Lima og David Bruce en erindi þeirra fjölluðu um aðlögun innflytj- enda í dreifbýlum samfélög- um og hvernig skapa skal opið samfélag. Þá voru þeir Einar K Guðfinnsson, sjávarútvegs- ráðherra og Alp Mehmet, breskur sendiherra með stutt innlegg. Á þriðjudag voru haldnir sex fyrirlestrar auk þess sem fjallað var um hlut- verk og ábyrgð stjórnvalda í móttöku og þáttöku innflytj- enda í samfélaginu. Síðasti dagur ráðstefnunnar var í gær en þá var fjallað um hvernig skapa skal samfélag sem býður alla velkomna. Þá flutti Wolfgang Bosswick fyr- irlestur um staðbundna stefnu- mótun varðandi aðlögun inn- flytjenda. Einar Kristinn segir að það sé hagur allra að taka vel á móti innflytjendum, en í því felist m.a. að bæta túlkaþjón- ustu og íslenskukennslu fyrir útlendinga. Í ræðu sinni sagði Einar Kristinn m.a. að Íslend- ingar eigi að vera mun betur í stakk búnir en margar aðrar þjóðir að taka vel á móti fólki frá öðrum löndum. „Fólki sem kemur hingað til að vinna með okkur, halda hagkerfinu gang- andi með okkur, hraða fram- þróun okkar – og fólki sem auðgar menningu okkar og mannlíf svo um munar. Við hljótum að fagna komu þess og leggja okkur fram um að standa vel að móttöku þess, hvort sem það kemur til lengri eða skemmri dvalar. Það er hagur okkar allra.“ Þá fór Einar Kristinn yfir hvað felst í því að taka vel á móti fólki frá öðrum löndum og nefndi að sérstaklega þurfi að huga að upplýsingagjöf, túlkaþjónustu, vinnumarkaðs- málum, auknum rannsóknum á högum innflytjenda og síð- ast en ekki síst íslenskukenn- slunni eins og starfstengd ís- lenskunámskeið fyrir erlenda starfsmenn í fiskvinnslu á Ís- landi beri með sér. Jafnframt þurfi að gera ákveðnar kröfur til innflytjenda, sem feli m.a. í sér að gefa ekki eftir grund- vallaratriði vestrænna lýðræð- issamfélaga, um lýðræði, mannréttindi, jafnræði kynj- anna, frjálslyndi og önnur slík vestræn lífsgildi. – tinna@bb.is Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra var á meðal ráðstefnugesta. MÍ stigahæsti skólinn í trésmíði Menntaskólinn á Ísafirði var stigahæsti skólinn í trésmíðum á Íslandsmóti iðnnema sem fram fór í Kringl- unni sl. föstudag. Einar Birkir Sveinbjörnsson frá MÍ bar sigur úr býtum í flokknum og Birgir Fannar Pétursson var í öðru sæti. Sveinn Smárason frá Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra var í þriðja sæti. Fjórir keppendur fóru fyrir hönd MÍ til keppni á mótinu og voru þar þessir tveir trésmíðanemar og einnig tveir nemar í stálsmíði.Þetta er í fyrsta sinn sem trésmíðadeild MÍ tekur þátt á Íslandsmóti iðnnema. 20 iðn- nemar tóku þátt í flokki trésmíða frá þeim 10 skólum er kenna hana hér á landi. Keppendur í stálsmíði voru 16 talsins Á mótinu kepptu nemendur í 11 iðngreinum, en í keppninni tóku þátt 75 nemendur.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.