Bæjarins besta


Bæjarins besta - 29.03.2007, Page 15

Bæjarins besta - 29.03.2007, Page 15
FIMMTUDAGUR 29. MARS 2007 15 Ný sjúkrabifreið Slökkvilið Ísafjarðarbæjar hefur fengið nýja sjúkrabifreið til afnota. Bifreiðin er af gerðinni Bens Sprinter, árgerð 2007 og flutt inn af bílaumboðinu Öskju. Breytingar á bílnum voru gerðar af Sigurjóni Magnússyni á Ólafsfirði, en fyrirtæki hans sérhæfir sig í breytingum á sjúkra- og slökkvibílum. Þorbjörn Sveinsson, slökkviliðsstjóri, sótti bifreiðina í síðustu viku og var lokið við að gera bílinn útkallshæfan fyr- ir helgina. Á heimasíðu slökkviliðsins segir að við fyrstu sýn virðist bíllinn vel heppnaður og von slökkviliðsmanna er sú að hann eigi eftir að reynast vel. – tinna@bb.is Nýr sjúkrabíll Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar. Mynd: slokkvilid.isafjordur.is. Frjálslyndi flokkurinn hefur ákveðið skipan framboðslista síns í alþingiskosningunum 12. maí næstkomandi. Fyrir listanum fer Guðjón Arnar Kristjánsson, alþingismaður og formaður flokksins, en annað sætið vermir Kristinn H. Gunnarsson, alþingismað- ur, sem gekk nýlega til liðs við Frjálslynda flokkinn eftir að hann yfirgaf Framsóknar- flokkinn. Í síðustu alþingis- kosningum fékk flokkurinn tvo menn inn, þá Guðjón Arn- ar og Sigurjón Þórðarson. Sig- urjón býður sig nú fram í Norðausturkjördæmi. Þá ber að geta þess að Kristinn bauð sig einnig fram í Norðvestur- kjördæmi síðast, en fór þá inn sem annar maður Framsókn- arflokks, á eftir Magnúsi Stef- ánssyni, félagsmálaráðherra. Listi Frjálslynda flokksins fyrir Norðvesturkjördæmi í al- þingiskosningum er sem hér segir: 1. Guðjón Arnar Kristjáns- son, alþingismaður. Ísafirði. 2. Kristinn H. Gunnarsson, alþingismaður. Bolungarvík. 3. Þórunn Kolbeins Matt- híasdóttir, menntunarfræðing- ur og ráðgjafi Akranesi. 4. Ragnheiður Ólafsdóttir, öryrki og og listamaður Akra- nesi. 5. Anna Margrét Guðbrands- dóttir, heilbrigðis- og að- hlynningarstarfsmaður við Heilbrigðisstofnunina á Sauð- árkróki. 6. Guðmundur Björn Haga- línsson, bóndi og formaður eldri borgara í Önundarfirði, Flateyri. 7. Brynja Úlfarsdóttir, stuðn- ingsfulltrúi, Ólafsvík. 8. Helgi Helgason, bóndi. Borgarfirði. 9. Gunnlaugur Guðmunds- son, bóndi, Söndum Miðfirði Húnaþingi Vestra. 10. Lýður Árnason, heil- brigðisstarfsmaður, Bolung- arvík. 11. Hanna Þrúður Þórðar- dóttir, heimavinnandi hús- móðir. Sauðárkróki. 12. Páll Jens Reynisson, véla- og iðnaðarverkfræði- nemi við HÍ. Hólmavík. 13. Sæmundur T. Halldórs- son, verkamaður, Akranesi. 14. Dóróthea Guðrún Sig- valdadóttir, verslunarrekandi, Dalabyggð. 15. Þorsteinn Árnason, vél- verkfræðingur, Andakílsár- virkjun, Borgarfirði. 16. Þorsteinn Sigurjónsson, bóndi, Reykjum Hrútafirði. 17. Rannveig Bjarnadóttir, stuðningsfulltrúi, Akranesi. 18. Pétur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri og varaþing- maður. – eirikur@bb.is Framboðslisti Frjálslynda flokksins í NV-kjördæmi Fjórir efstu frambjóðendurnir á lista Frjálslynda flokksins í NV-kjördæmi. Helgi Björns á Hótel Ísafirði Hinn ástsæli ísfirski söngvari, Helgi Björnsson, heldur tvenna tónleika á Hótel Ísafirði á Skíðavikunni. Tónleikarnir verða að loknu borðhaldi að kvöldi skírdags og föstudagsins langa. Í boði fyrir tónleikagesti er annars vegar 3ja rétta matseðill auk tónleika á kr. 5000,- og hins vegar glæsilegt ostahlaðborð og tónleikar á kr. 3.000,-. Byrjað er að taka niður borðapantanir í síma 456 3360. Djúpvegur endurbyggður að hluta Vegagerðin óskar eftir tilboðum í að endurbyggja 10,08 km kafla Djúpvegar í vestanverðum Ísafirði í Ísafjarðarsýslu. Verkið nær frá slitlagsenda á Eyrarhlíð að slitlagsenda við Svörtukletta út undir Svansvík í Súðavíkurhreppi. Verki skal að fullu lokið fyrir 1. nóv- ember 2008. Skila skal tilboðum til Vegagerðarinnar Dagverðardal á Ísafirði og Borgartúni 7 í Reykjavík, fyrir kl. 14 þriðjudaginn 3. apríl 2007. Tilboðin verða opnuð þar kl. 14:15 sama dag. Fimm mánaða fangelsi fyrir skatta- og hegningarlagabrot Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt karlmann í fimm mánaða fangelsi fyrir skatta- og hegningarlagabrot,en refs- ingin var skilorðsbundin til tveggja ára. Þá var manninum gert að sök að hafa brotið lög um virðisaukaskatt annars vegar og um staðgreiðslu opinberra gjalda hins vegar, en hann var framkvæmda- stjóri einkahlutafélags sem tekið var til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Vestfjarða fyrir þremur árum. Maðurinn stóð ekki sýslu- manninum á Patreksfirði skil á virðisaukaskatti, sem inn- heimta bar í nafni einkahluta- félagsins á árunum 2001 til 2004, því sem nemur tæpum 50 milljónum króna. Þá stóð hann heldur ekki skil á stað- greiðslu opinberra gjalda sem haldið var eftir af launum starfsmanna einkahlutafélags- ins á árunum 2003 og 2004, sem nemur rúmum 8 milljón- um króna. Ákærða var gert að greiða 70.000.000 króna sekt til rík- issjóðs og komi tólf mánaða fangelsi í stað sektarinnar verði hún eigi greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins. Að auki þarf hann að greiða þóknun verjanda síns, sem hljóðar upp á krónur 311.250. – thelma@bb.is

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.