Bæjarins besta - 29.03.2007, Blaðsíða 6
FIMMTUDAGUR 29. MARS 20076
Hverju getum
við á von á?
Ritstjórnargrein
Hagsmunir þjóð-
anna rekast á
Á þessum degi fyrir 47 árum
Útgefandi: H-prent ehf., kt. 600690-1169, Sólgötu 9, 400 Ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564 · Ritstjóri:
Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892 5362, bb@bb.is · Blaðamenn: Eiríkur Örn Norðdahl, símar 456 4694 og 845
2685 eirikur@bb.is – Thelma Hjaltadóttir, símar 456 4693 og 849 8699, thelma@bb.is – Anna Sigríður Ólafs-
dóttir, símar 456 4680 og 860 6062, annska@bb.is · Tinna Ólafsdóttir, sími 868 5963, tinna@bb.is · Ritstjóri
netútgáfu bb.is: Sigurjón J. Sigurðsson · Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125, halldor@bb.is
· Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson · Lausasöluverð er kr. 300 eintakið með vsk.
Veittur er afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti. ·
Önnur útgáfa: Ferðablaðið Á ferð um Vestfirði. · ISSN 1670 - 021X
Enda þótt heil vika sé liðin frá byrjun landhelgisráðstefnunnar,
þá er enn ekki kominn verulegur skriður á fundahöld. Þótt áætlaðir
séu fundartímar bæði árdegis og síðdegis, hafa þeir sem beðið
hafa um orðið lokið sér af fyrir hádegi. Er þó sagt, að ekki veiti af
tímanum, því að búast megi við feikilegri skriðu eða lotu af ræð-
um, sem standi jafnvel langt fram á nótt, þegar fer að nálgast lok
ráðstefnunnar. Þessi tregða stafar af því, að menn eru enn að kynna
sér viðhorfin til að vita hvaða möguleikar eru fyrir hendi áður en
þeir sjálfir tala. […] Að þessu sinni er viðfangsefnið aðeins eitt, þó
það skiptist niður í tvo óaðskiljanlega þætti – stærð landhelgi og
fisksvæðis fyrir utan landhelgina. Í þessu efni liggur ekkert sérstakt
álit fyrir. Á síðustu ráðstefnu voru greidd atkvæði um málið en ár-
angurslaus. Málið er mjög viðkvæmt fyrir fjölda þjóða, en almennt
virðist viðurkennt, að það sé mikil alþjóðleg þörf á að leysa það á
viðunandi hátt til að koma í framtíðinni í veg fyrir slíkar milli-
ríkjadeilur eins og „þorskastríðið“ milli Breta og Íslendinga.
Höfuðeinkenni íslenskrar veðráttu eru snögg veðrabrigði
sem stundum opinberast með svo skömmu millibili að til ólík-
inda telst. Reynslan hefur kennt okkur að á veðrið er ekkert að
treysta, við verðum bara að taka því eins og það er, þótt það
falli sjaldan að væntingum. Því ber þó ekki að neita að stund-
um kemur hið óvænta sér vel, sem afsökun.
Stjórnmálin eru stundum eins og veðrið. Engu að treysta.
Fyrir fáeinum dögum samþykkti Alþingi vegaáætlun þar sem
ákveðið var að verja átta milljörðum króna til Sundabrautar á
árunum 2008 til 2010. Þessi framkvæmd var talinn rúmast
innan marka ríkisumsvifa næstu ára, sem þýðir einfaldlega að
stjórnvöld töldu þá óráðlegt að fara hraðar í verkið.
Skjótt skipast veður í lofti. Faxaflóahafnir hafa tilkynnt rík-
isstjórninni að fyrirtækið sé reiðubúið að annast gerð Sunda-
brautar. Af yfirlýsingum þess verður ekki verður annað ráðið
en að íslensku bankarnir séu reiðubúni að lána þessa tuttugu
og fimm milljarða, sem áætlað er að verkið kosti.
Ríkisstjórnin og stjórnarandstaðan fagnar, segir Þorsteinn
Pálsson, ritstjóri Fréttablaðsins, sem gerir sinnaskipti stjórn-
valda að umtalsefni í leiðara sem hann kallar ,,Stóra bókhalds-
hjáleiðin“. Eftir að hafa rakið aðdraganda málsins, bent á að
bankarnir hafi verið helstu gagnrýnendur á þá fjármálastefnu
ríkissjóðs, að færast of mikið í fang miðað við efni, sé þeim
það nú keppikefli sem þeir áður töldu vítavert. Og Þorsteinn
spyr: ,,Fékk þjóðarbúið happdrættisvinning? Eða reiknuðu
menn vitlaust? Hvorugt. Það eina sem hefur gerst er að séðir
menn komu auga á stóru hjáleiðina utan við bókhald ríkis-
sjóðs.“ Og hann heldur áfram: ,,Að þessari uppgötvun gerðri
telur sameinað fjárveitingavaldið, ríkisstjórnin og stjórnarand-
staðan, að það sem í síðustu viku var þensluskapandi
ríkisframkvæmd sé það einfaldlega ekki lengur. Bankastjór-
unum sem fyrir viku var vandlætingarorða vant vegna þenslu-
verkefna ríkisins sjá nú möguleika á vaxtamunartekjum. Þá
hverfur þenslueðli verkefnisins eins og dögg fyrir sólu.“ Og
ritstjórinn velkist ekki í vafa um að þrátt fyrir bókhaldsbrellur
sé ,,skattborgurunum ætlað að borga brúsann þegar upp verður
staðið.“
Trúlega draga fáir nauðsyn Sundabrautar í efa. En, er okkur
virkilega ætlað að trúa því að framkvæmdin hafi engin áhrif
á hagkerfið ef peningarnir koma beint frá bönkunum? Að
ríkið sé þá stikkfrí! Hvað með öll álverin, sem beðið er um á
sama tíma? Geta Vestfirðingar kannski átt von á því að jarð-
göngunum til Bolungarvíkur verði frestað? Af áralangri
reynslu af frestun vegaframkvæmda á Vestfjörðum vaknar
spurningin um hvort Vestfirðingar verði enn eina ferðina
látnir draga þensluvagninn þegar reyna fer á þanþol hag-
kerfisins vegna Sundabrautarinnar? – s.h.
Lýsir yfir stuðningi við Vestfirðinga
Bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar samþykkti síðastliðinn fimmtudag stuðningsyfir-
lýsingu við Vestfirðinga og landsbyggðina. „Vestmannaeyjabær styður af heilum
hug þær áherslur sem sveitarstjórnarmenn á Vestfjörðum setja fram í viðleitni til
að snúa við þeirri óheillaþróun í byggða- og atvinnumálum sem átt hefur sér stað í
landshlutanum. Veik byggð á Vestfjörðum veikir landsbyggðina alla og um leið
landið allt. Vestmannaeyjabær lýsir sig reiðubúinn til að taka þátt í því með
öðrum sveitarfélögum að snúa vörn í sókn á landsbyggðinni“, segir í ályktuninni.
Veturinn 2002/2003 voru
þrjú áhugaleikfélög skráð á
Vestfjörðum og settu þau upp
átta verk þennan vetur. Sýn-
ingar voru 47 og heildargesta-
fjöldi 6.810 manns. Síðasta
vetur, það er 2005/2006, voru
tvö áhugaleikfélög skráð á
Vestfjörðum sem settu upp
tvö verk, samtals 13 sinnum
og fengu 771 gest. Ef litið er
til síðustu áratuga, eða frá því
veturinn 1980/1981, er vetur-
inn 2002/2003 stærsti vetur-
inn fyrir áhugaleikhúsin og
veturinn 2005/2006 sá minn-
sti. Eðlilega eru ekki komnar
tölur fyrir það leikár sem rétt
er að ljúka. Sýningar voru að
vísu fleiri á árabilinu 1995-
1997, 55 fyrri veturinn og 65
þann seinni, en gestir voru
aldrei nándar nærri eins marg-
ir og áðurnefndan metvetur.
Lætur nærri að gestir hafi ver-
ið jafn margir og allir íbúar
Vestfjarða. Þá voru 68 sýn-
ingar veturinn 1991/1992 á
vegum áhugaleikhúsanna.
Tölur frá vetrinum 2002/
2003 skýrast líklega að stærstu
leyti af geysivinsælli sýningu
Litla leikklúbbsins á söng-
leiknum Söngvaseið vorið
2003 sem valin var áhuga-
leiksýning ársins og sýnd í
Þjóðleikhúsinu sumarið eftir.
Þá ber einnig að geta þess að
Litli leikklúbburinn er, að
öðrum áhugaleikhúsum ólöst-
uðum, stærsta áhugamanna-
leikfélag Vestfjarða og hefur
átt í húsnæðisvanda síðustu
ár svo lítið hefur orðið úr starf-
semi þess. Leysist sá vandi
líklega að mestu leyti þegar
lokið verður við renóveringar
á Edinborgarhúsinu á Ísafirði.
Rétt er þá sömuleiðis að geta
þess að um síðustu aldamót
eignuðust Vestfirðingar feyki-
öflugt atvinnuleikhús, Kóme-
díuleikhúsið, sem hefur ein-
beitt sér að sýningum nýrra
einleikja og uppgangi ein-
leiksformsins á Vestfjörðum
og víðar.
Tölurnar um fjölda áhuga-
leikhúsa, uppfærslur, sýningar
og gesti koma frá Hagstofu
Íslands sem hefur heimild sína
frá Bandalagi íslenskra leik-
félaga.
– eirikur@bb.is
Aldrei færri áhugaleiksýn-
ingar en á síðasta leikári
Kór Menntaskólans við
Hamrahlíð hélt ferna tónleika
á norðanverðum Vestfjörðum
um helgina. Kórinn kom til
Ísafjarðar á föstudag, en þá
um kvöldið voru fyrstu tón-
leikarnir í Bolungarvík. Á
laugardeginum voru haldnir
tónleikar í Ísafjarðarkirkju og
á sunnudag voru tvennir tón-
leikar haldnir, þeir fyrri í kirkj-
unni á Flateyri og þeir seinni í
Þingeyrarkirkju. Á mánudag
voru síðan haldnir sérstakir
skólatónleikar fyrir nemendur
Grunnskóla Ísafjarðar og
Menntaskólans á Ísafirði.
Kórinn hefur auk þess sung-
ið á líknarstofnunum og vinnu-
stöðum, s.s. á dvalarheimilinu
Hlíf á Ísafirði, Fjórðungssjúkra-
húsinu og fiskvinnslunni Ís-
landssögu á Suðureyri. Í kór
Menntaskólans við Hamrahlíð
eru um 80 ungmenni á aldrin-
um 16-20 ára sem nema við
skólann. Stjórnandi er Þor-
gerður Ingólfsdóttir, en hún
hefur stjórnað kórnum frá
upphafi, eða í um 40 ár. Far-
arstjóri kórsins í ferðinni er
rektor MH, Lárus H. Bjarnason.
Kór Menntaskólans við Hamrahlíð
hélt ferna tónleika á Vestfjörðum
Frá tónleikum kórsins í Flateyrarkirkju. Mynd: Páll Önundarson.