Bæjarins besta


Bæjarins besta - 29.03.2007, Page 8

Bæjarins besta - 29.03.2007, Page 8
FIMMTUDAGUR 29. MARS 20078 STAKKUR SKRIFAR Vísindaleg spámennska Stakkur hefur ritað vikulega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoðanir hans á mönnum og málefn- um hafa oft verið umdeildar og vakið umræður. Þær þurfa alls ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins. Þrátt fyrir það bera ábyrgðarmenn blaðsins ábyrgð á skrifum Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt. Fagna ber almennri og mikilli umræðu varðandi framtíð Vestfjarða og úrræði sem duga ættu til að finna lausnir sem snúa myndu við þeirri stöðugu og þrúgandi öfugþróun sem lýsir sér í því að íbúum fækkar og atvinna flyst annað. Í síðustu viku var vakin athygli á því í Bæjarins besta að börnum í yngstu aldursflokkum hefur fækkað um þriðjung nýliðinn áratug. Reyndar hefur fækkað umtalsvert í öllum aldursþrepum sem ganga í skóla og taka þátt í atvinnu fjórðungsins. Sú staðreynd kallar á nýja hugsun. Nú blasa við miklar samgöngubætur, sem jafngilda milljónaframlagi á hvern íbúa sem fyrst og fremst mun njóta jarðganga milli Bolungarvíkur og Hnífsdals. Þeim ber að fagna. Enn fremur eru í sjónmáli gríðarlega úrbætur í vegakerfi Ísafjarðardjúps með brúun tveggja fjarða. Fyrir áratugum hefði sú lausn þótt óhugsandi, en þá hefði hún nýst íbúum sem bjuggu í Ísafjarðar- djúpi, fyrst og fremst í Reykjarfjarðar-, Nauteyrar- og Ögurhreppum, en jafnframt öllum íbúum við Djúpið. Nú verða þeir sem bera hag fólks á Vest- fjörðum að leita allra leiða til þess að þessi nýju tækifæri í samgöngum gagnist til víðfemari tilgangs en þess eins að aka milli Ísafjarðarbæjar og nágrennis annars vegar og höfuborgarinnar og nágrennis hins vegar. Móta þarf nýja framtíðarsýn. Hætta þarf stöðugum upphrópunum um einhvers konar skyndilausnir. Þær eru ekki til. Hugsa þarf til snöggtum lengri tíma, ekki eins áratugar heldur að minnsta kosti fimm. Þá kemur að einföldu spurningunni. Hvert viljum við halda? Hvert liggur leiðin? Svör- in við þessari afar beinu spurningu eru ekki alltaf mjög ljós. Enn fremur er einkar brýnt að samræma góðar hugmyndir, en af þeim er mikil gnægt, því sem er gerlegt. Hugdetta hversu góð sem hún sýnist er ekki nóg. Það verð- ur að vera kleift að hrinda henni í framkvæmd til þess að hún sé einhvers virði. Með þessum orðum er ekki verið að segja að menn skuli ekki láta hugarflugið njóta sín. En það er ekki nóg sé ekki hægt að festa á því hend- ur. Í fyrsta lagi verðum við að móta með okkur hvað er æskilegt. Í öðru lagi verður að ná samstöðu um það hvað sé gerlegt. Í þriðja lagi er afar áríðandi að samstaða náist um það að hrinda í framkæmd því sem menn telja fram- kvæmanlegt. Í flóknu samfélagi nútímans er að mörgu að hyggja til þess að koma hug- mynd í verk. Það er ekki einfalt ferli í þeim skilningi að slíkt gerist í einni hendingu og án átaka. Hyggja þarf að tæknilegum atriðum sem og þeim er snúa að fjármagni og lagalegu umhverfi. En fyrst og fremst þar að greina tvennt á vísindalegan hátt, þá stöðu sem við erum í núna og hvernig hún nýtist til þess að byggja undir þær lausnir sem við náum saman um. Á það minnir okkur sú staðreynd að börnum hefur fækkað, sem mun hafa áhrif á skólahald framtíðarinnar. Skemmti- og hagyrðingakvöld á Flateyri Í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá fæðingu Guðmundar Inga Kristjánssonar skálds frá Kirkjubóli í Bjarnardal í Önundarfirði verður efnt til skemmtunar með söngfuglum og hagyrðingum í íþróttahúsinu á Flateyri 1. apríl kl. 20. Þar munu Bjarni Guð- mundsson, karlakórinn Ernir og Siggi Björns flytja lög við ljóð Guðmundar Inga. Einnig munu þekktir hagyrðingar láta gamminn geisa, en það eru þau: Jón Jens Kristjánsson, Sigurður Sigurðarson, Snorri Sturluson, Helgi Björnsson og Bjargey Arnórsdóttir. Veislustjórn verður í höndum Jóhannesar Kristjánssonar eftirhermu. Styrkja Sólstafi um 120 þúsund Sólstafir Vestfjarða, systursamtök Stígamóta á Vestfjörðum, óskuðu á dögunum eftir styrk að upphæð 500 þúsund frá Ísa- fjarðarbæ til að koma á fót ráðgjafaþjónustu fyrir þolendur kyn- ferðisofbeldis. Bæjarráð fjallaði um erindið í febrúar og vísaði því áfram til félagsmálanefndar sem samþykkti að veita Sólstöf- um nokkuð lægri styrk en sótt var um, 120 þúsund krónur, sem nýst gæti til tölvukaupa, að því er fram kemur í fundargerð. Leiðin milli Reykjavíkur og Ísafjarð- ar styttist um 40 km með nýjum vegi Aðalleiðin milli Ísafjarðar og Reykjavíkur styttist um fjörutíu kílómetra með nýjum vegi um Tröllatunguheiði, sem lagður verður á næstu tveimur árum. Tilboð í vega- gerðina voru opnuð fyrir stuttu og var lægsta boð upp á 660 milljónir króna. Nýi vegurinn liggur milli Reykhólasveitar og Steingrímsfjarðar og er lengd útboðskaflans um 25 kílómetrar. Verkinu skal að fullu lokið fyrir 1. september 2009. Lægsta boð átti Ingi- leifur Jónsson, upp á tæpar 662 milljónir króna, sem var 76 prósent af kostnaðaráætl- un. Þar á eftir komu Klæðning og KNH verktakar en hæsta boð átti Ístak, sem bauð um 880 milljónir en kostnaðar- áætlun var upp á 865 milljónir. Ljóst er að áhrif þessarar vegagerðar verða víðtækari en margur gæti ætlað við fyrstu sýn. Við opnun vegarins má gera ráð fyrir að sú Vestfjarða- umferð sem nú fer um Holta- vörðuheiði og Strandir muni færast að mestu yfir á nýja veginn, enda er þessi leið um 40 kílómetrum styttri. Hólma- vík yrði eftir sem áður í vegar- sambandi við Ísafjarðarum- ferðina en í stað þess að hún fari um Hrútafjörð mun hún fara um Bröttubrekku, Búðar- dal og Gilsfjörð. Þannig mun nýi vegurinn ekki aðeins efla samskipti milli Hólmavíkur og Reykhólasveitar heldur sennilega skapa Dalamönnum fleiri störf við að þjónusta þá auknu bílaumferð, sem fara mun í gegn hjá þeim. Nýi vegurinn liggur milli Reykhólasveitar og Stein- grímsfjarðar og er lengd út- boðskaflans um 25 kílómetrar. Verkinu skal að fullu lokið fyrir 1. september 2009. Læg- sta boð átti Ingileifur Jónsson, upp á tæpar 662 milljónir króna, sem var 76 prósent af kostnaðaráætlun. Þar á eftir komu Klæðning og KNH verktakar en hæsta boð átti Ístak, sem bauð um 880 millj- ónir en kostnaðaráætlun var upp á 865 milljónir. Ljóst er að áhrif þessarar vegagerðar verða víðtækari en margur gæti ætlað við fyrstu sýn. Við opnun vegarins má gera ráð fyrir að sú Vestfjarðaum- ferð sem nú fer um Holta- vörðuheiði og Strandir muni færast að mestu yfir á nýja veginn, enda er þessi leið um 40 kílómetrum styttri. Hólma- vík yrði eftir sem áður í veg- arsambandi við Ísafjarðarum- ferðina en í stað þess að hún fari um Hrútafjörð mun hún fara um Bröttubrekku, Búðar- dal og Gilsfjörð. Þannig mun nýi vegurinn ekki aðeins efla samskipti milli Hólmavíkur og Reykhólasveitar heldur sennilega skapa Dalamönnum fleiri störf við að þjónusta þá auknu bílaumferð, sem fara mun í gegn hjá þeim. Hrörnun Vatnsfjarðar- vegar um Reykjanes Einbreiðar brýr hafa orðið mörgum góðum drengnum að fjörtjóni í gegnum tíðina. Vatnsfjarðarvegur 633 um Reykjanes hefur löngum þótt landsmönnum til lítillar prýði. Um þennan veg fara þó stærst- ur hluti þeirra vara sem Vest- firðingar nota. Vörubílar, sem telja tugi tonna hver, mylja undan sér troðna slóða sem fyllast af holum, en þeir fara fjöldamargir um þessa vegi á degi hverjum, og þó áhrif fólksbílaumferðar sé umtals- vert minni þá hefur hún einnig sitt að segja. Slóðarnir eru vart nema um 5 metrar á breidd og þó er ætlast til að tveir vörubílar sem eru 2,5 metrar á breidd og með hliðarspegla upp á 30 cm, geti mæst á þessum stíg- um. Það er kannski kraftaverki líkast að vegurinn um Ísafjarð- ardjúp sé ekki ein einasta eilíf umferðarteppa ofan á allt ann- að, og líklega má þar þakka vöskum og útsjónarsömum bílstjórunum. Ljósmyndari bb.is átti á dögunum leið um Ísafjarðar- djúp og tók meðfylgjandi myndir af veginum um Reyk- janes, Vatnsfjarðarveg 633. Eins og sjá má er Vestfjarðavegur 633 um Reykjanes vart neitt nema holurnar.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.