Bæjarins besta - 29.03.2007, Qupperneq 16
FIMMTUDAGUR 29. MARS 200716
Ný endurskoðunarstofa á Ísafirði
Bjarki Bjarnason, viðskiptafræðingur og löggiltur endurskoðandi, hefur opnað
bókhalds- og endurskoðunarstofu á Ísafirði undir nafninu BB Endurskoðun ehf.
Fyrirtækið verður fyrst um sinn með aðsetur að Fjarðarstræti 15, þar sem Fylkir –
Bókhald ehf er einnig staðsett. Auk alhliða þjónustu á sviði endurskoðunar verður
m.a. í boði gerð ársreikninga, árshlutareikninga og skattskila fyrir félög og einstakl-
inga, bókhaldsvinnslu, virðisaukaskattsuppgjör, launavinnslu, gerð sölureikninga og
vinnslu innheimtukrafna í gegnum innheimtukerfi banka og sparisjóða.
Ásel með nýja kantsteina til sölu
Verktakafyrirtækið Ásel ehf. á Ísafirði stefnir að því að hefja sölu á nýrri
tegund kantsteina um allt land með vorinu. Þessi nýja gerð er mun ódýrari en
þær sem hafa verið á markaðnum hingað til, en hún er negld ofan á mal-
bikið. Þá er hægt að skipta út gömlum og ónýtum hlutum af kantsteini án
þess að til mikilla aðgerða komi. Nýju kantsteinarnir hafa verið notaðir með
góðum árangri í Ísafjarðarbæ en þeir hafa verið í þróun hjá Áseli síðustu tvö
sumur. Við þróunina naut Ásel aðstoðar frá tæknideild Ísafjarðarbæjar.
Sturla Böðvarsson,
oddviti Sjálfstæðisflokksins í NV-kjördæmi
Eins og öllum ætti að vera orðið full-
ljóst verður gengið til alþingiskosninga
þann 12. maí næstkomandi. Að minnsta
kosti fimm flokkar verða í framboði í
Norðvesturkjördæmi og er útlit fyrir að
sá sjötti, Íslandshreyfingin – lifandi
land, bætist í hópinn á næstu vikum.
Bæjarins besta telur mikilvægt að hnykkt
sé á helstu málefnum þjóðarinnar, og þá
ekki síst Vestfirðinga, við frambjóðend-
urna og þeir spurðir álits á því sem er í
deiglunni. Á næstu vikum munu odd-
vitar þeirra stjórnmálaflokka sem bjóða
fram í Norðvesturkjördæmi fengnir til
að sitja fyrir svörum í blaðinu, en fyrst-
ur í röðinni er Sturla Böðvarsson, odd-
viti sjálfstæðismanna og samgöngu-
ráðherra.
því að starfsskilyrði þess verði
tryggð. Sérstakar aðgerðir
sem ríkisvaldið getur hins
vegar beitt sér fyrir í þágu
Vestfjarða eru svo sem hér
segir:
1) Hröð uppbygging sam-
göngumannvirkja í þeim til-
gangi að lækka flutnings- og
ferðakostnað og bæta aðgengi
að fjórðungnum bæði úr suðri
og norðri, ekki síst í þágu
ferðaþjónustu. Vestfirðir eiga
mikla möguleika í framtíðar-
uppbyggingu ferðaþjónustu.
2) Efling ferðaþjónustu með
landkynningu og sérstakri
markaðssetningu Vestfjarða.
Forsendan er bætt vegakerfi,
vel búnir flugvellir og öflugar
menningarstarstofnanir er
kynni sögu og sérstöðu Vest-
fjarða. 3) Efling menntastofn-
ana, svo sem framhaldsskóla
á Ísafirði, Vesturbyggð og
Tálknafirði svo og uppbygg-
ing háskólastarfsemi á svæð-
inu. 4) Efling rannsóknar-
stofnana atvinnuveganna og
grundvallarrannsókna í nátt-
úruvísindum svo sem á vett-
vangi háskólastofnana og við
Náttúrustofu Vestfjarða. 5)
Skipulegur flutningur opin-
berra starfa til Vestfjarða og
starfsgrundvöllur stofnana
ríkisins á Vestfjörðum tryggð-
ur. 6) Orkukostnaður verði
lækkaður. 7) Þorskeldi eflt
sem vaxandi hluti sjávarút-
vegsstarfsemi. 8) Hvers konar
þróunarstarf atvinnuveganna
eflt í samstarfi við Atvinnu-
þróunarfélag Vestfjarða. Slíkt
starf leiddi til stofnunar Kalk-
þörungaverksmiðjunnar á
Bíldudal. 9) Starfsemi heil-
brigðisstofnana efld og fjár-
hagsstaða þeirra treyst. 10)
Aukinn fjárhagslegur styrkur
sveitarfélaga með auknum
tekjustofnum og jöfnunarað-
gerðum með framlögum úr
jöfnunarsjóði sveitafélaga.
Að öðru leyti vísa ég til
helstu stefnumiða á heimasíðu
Sjálfstæðisflokksins í Norð-
vesturkjördæmi, www.norð
vesturland.is.“
Engar grundvallar-
breytingar á fiskveiði-
stjórnunarkerfinu
– Sérðu fyrir þér breytingar
á fiskveiðistjórnunarkerfinu á
næstu árum, og hverjar þá?
„Nei, ég sé ekki fyrir mér
grundvallarbreytingar á fisk-
veiðistjórnunarkerfinu. Þær
breytingar sem nauðsynlegar
eru lúta að því að auka hag-
kvæmni og tryggja að sjávar-
útvegurinn verði áfram burð-
arstoð í byggðunum. Fisk-
vinnsla og útgerð leið fyrir
það árum saman að stöðugar
deilur stóðu um fiskveiði-
stjórnunina. Það mikilvægasta
fyrir Vestfirði er að hafrann-
sóknir og veiðafærarann-
sóknir verði auknar og efldar
svo ákvörðun um sóknar-
þunga í einstaka fiskistofna
megi taka á grundvelli hald-
góðra rannsókna og öflugs
samráðs við sjómenn og út-
vegsmenn. Að þessu er unnið
á vettvangi sjávarútvegsráðu-
neytisins. Við eigum að beina
sjónum okkar að því að auka
hagkvæmni og góðan afrakst-
ur í sjávarútvegi og treysta á
þann veg hagsmuni sjávar-
byggðanna.“
samráð um þessar aðgerðir
náði ekki til ríkisstjórnarinnar
og Alþingis að öðru leyti en
því sem varðar ákvörðun um
stuðning vegna uppbyggingar
og hjálparstarfs. Staða þessa
máls er í dag með þeim hætti
að nú þarf að hugsa til framtíð-
ar og leggja á ráðin um hvernig
þjóðir heimsins geta samein-
ast um að koma á friði og
lýðræðislegri stjórn í landinu
og tryggja uppbyggingu í
þágu írösku þjóðarinnar.“
Fjarskipti skapa
skilyrði til
blómstrandi
háskólastarfsemi
– Hvernig sérðu fyrir þér
uppbyggingu menntamála í
fjórðunginum á næstu árum –
með sérstakri áherslu á há-
skólauppbyggingu á Ísafirði
og framhaldsskólauppbygg-
ingu á suðurfjörðunum.
„Menntastofnanir eru mik-
ilvægur lykill að framþróun
og fólksfjölgun á Vestfjörð-
um. Því blasir við nauðsyn
þess að ungmenni geti sótt
framhaldsnám bæði í verkleg-
um og bóklegum greinum til
stúdentsprófs í sinni heima-
byggð bæði í þeim ágæta
framhaldskóla á Ísafirði og við
nýja framhaldsdeild í Vestur-
byggð eins og ákveðið hefur
verið. Hvað varðar háskóla-
uppbyggingu tel ég að á Ísa-
firði, byggðakjarna Vest-
fjarða, eigi að rísa háskóla-
starfsemi sem byggi á þekk-
ingu og reynslu í umhverfi
atvinnuvega og stofnana á
Vestfjörðum. Grundvöllur
öflugra menntastofnana um
allt land eru öflug fjarskipti
sem opnað hafa leiðir til þess
að starfrækja háskóla og rann-
sóknastofnanir í öllum lands-
hlutum og nýta sér upplýs-
ingatæknina til að skapa skil-
yrði til aðgangs að bestu kenn-
slu og rannsóknum óháð stað-
setningu. Með fjarskiptaáætl-
un er lagður grunnur að þessu
með nýtingu fjarskipta og
upplýsingatækni um allt land.
Fjarskiptin eiga með öðru að
skapa skilyrði til þess að öflug
háskólastarfsemi geti blómstr-
að á Ísafirði.“
Mikilvægt að fólk sé
hvatt til sparnaðar á
eigin forsendum
lífið á Vestfjörðum, sem og
annars staðar, er að tryggja
lága verðbólgu og stöðugt
gengi krónunnar. Við þær að-
stæður hagnast atvinnufyrir-
tækin og fleiri atvinnutæki-
færi verða til í sjávarútvegi,
ferðaþjónustu og öðrum grein-
um. Atvinnulífið á allt undir
„Skipulegur
flutningur opinberra
starfa til Vestfjarða“
– Hvernig telur þú að ríkis-
valdið geti komið að því að
efla atvinnulíf á Vestfjörðum?
„Mikilvægast fyrir atvinnu-
„Afstaða mín til
harðstjóra og
hryðjuverkamanna
hefur ekki breyst“
–Taldirðu rétt á sínum tíma
að Ísland færi á lista hinna
staðföstu í Washington, og
tæki þátt í Íraksstríðinu – og
hefur afstaða þín til stríðsins,
og þátttöku Íslands í því, breyst
á síðustu misserum?
„Þessi spurning er byggð á
misskilningi. Íslensk stjórn-
völd tóku ekki ákvörðun um
innrásina í Írak á sínum tíma
og eru ekki þátttakendur í
stríði. Afstaða okkar til innrás-
arinnar hefði engu breytt.
Allt frá stofnun lýðveldisins
höfum við átt gott samstarf
við Bandaríkjamenn. Sam-
starfið innan Atlandshafs-
bandalagsins hefur jafnframt
verið kjölfesta vestrænna ríkja
sem völdu það samstarf þegar
kaldastríðið geisaði og Sovét-
ríkin ógnuðu heimsfriðnum.
Þannig höfum við treyst á
samstarf innan NATO einkum
við Bandaríkjamenn, Breta og
Dani og aðrar nágranna- og
vinaþjóðir innan NATO sem
við höfum átt mest samstarf
við.
Þegar Bandaríkjamenn leiddu
þá ákvörðun að ráðast gegn
ógnarstjórn Saddam Hussein
í Írak var því haldið fram að
hann réði yfir gjöreyðingar-
vopnum. Síðan kom í ljós að
svo virðist ekki hafa verið.
Stuðningur íslenskra stjórn-
valda fólst í því að opna loft-
helgi landsins og taka síðan
þátt í uppbyggingarstarfi í Írak
og leitast við að koma því til
leiðar að þjóðin fengi notið
lýðræðis og frelsis. Ég tel og
taldi þá ákvörðun rétta að að-
stoða þessa stríðshrjáðu þjóð.
Afstaða mín til þessara
ákvarðana hefur ekkert breyst.
Með sama hætti hefur afstaða
mín til harðstjóra og hryðju-
verkamanna á borð við Sadd-
am Hussein ekkert breyst.
Vestræn ríki eiga mikið undir
því að sátt ríki um viðbrögð
við þeirri ógn sem vissulega
hefur steðjað að okkur frá
hryðjuverkamönnum og við
kynnumst í hvert sinn er við
förum um flugstöðvar heims-
ins. Hinsvegar liggur fyrir að
ákvörðun um innrásina virðist
hafa verið byggð á fölskum
forsendum og var hún að því
leyti misráðin. Fyrir liggur að