Bæjarins besta


Bæjarins besta - 29.03.2007, Blaðsíða 17

Bæjarins besta - 29.03.2007, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 29. MARS 2007 17 Góður árangur hjá Vestrakrökkum Ísfirski sundkappinn Páll Janus Þórðarson hafnaði í 5. sæti í æsispennandi úrslitasundi í 100 m flugsundi á Íslandsmeistaramótinu sem haldið var fyrir stuttu. Hann synti á tímanum 01:02:71 sem er einni sek. lakari tími heldur en í undanrásunum. „Páll var mjög spenntur og sást það greinilega á sundinu sem var stíft og öndunin slæm sem gerði það að verkum að hann fann sig aldrei almennilega í sundinu. Hann var á tímabili í 7. sæti en átti góða 5. metra í restina sem skilaði honum í 5. sæti“, segir á vef sundfélagsins Vestra. Anna María Stefánsdóttir, félagi Páls úr Vestra, synti 200m fjórsund og synti á góðum tíma en gerði ógilt. Einnig synti Anna 400 m skriðsund og bætti sig um 6. sek. Söfnun til styrktar fjölskyldu Ættingjar og vinir Pálínu Þórarinsdóttur, sem missti sambýlismann sinn Eirík Þórðarson þeg- ar Björg Hauksdóttir ÍS fórst þann 13. mars, hafa stofnað reikning til styrktar fjölskyldunni. Fyrir þá sem vilja leggja málefninu lið er reikn- ingurinn í Glitni á Ísafirði og er númer 0556- 14-603900. Kennitala: 060951-3499. Nú er hægt að gerast áskrifandi af vefútgáfu BB. Hafið samband við Sigurjón í síma 456 4560 – Hvernig vilt þú stefna að bættum kjörum öryrkja og aldraðra, og annarra sem minna hafa í samfélaginu, á komandi árum – ef þú þá vilt það yfir höfuð? „Hlutverk almannatrygg- ingakerfisins og lífeyrissjóð- anna er að tryggja öldruðum ánægjulegt ævikvöld eftir að hafa skapað sér eign í lífeyris- sjóðakerfinu með fyrirhyggju og sparnaði og að tryggja ör- yrkjum það öfluga öryggisnet sem þeim þarf að búa gegnum almannatryggingakerfið með örorkubótum sem tryggja af- komu þeirra. Það er mikilvægt að allir einstaklingar og fjöl- skyldur séu hvött til sparnaðar á eigin forsendum og þeir hugi þann veg að þeim tímamótum þegar til starfsloka kemur. Líf- eyrissjóðakerfið á að vera okkar mikilvæga trygging sem allir eiga aðgang að og eru meðvitaðir um eign sína og réttindi. Með vaxandi tekj- um ríkissjóðs skapast betri skilyrði til þess að bæta hag öryrkja með hærri örorkubót- um til þeirra sem þurfa þeirra við. Mikilvægt er að byggja upp það kerfi sem hvetur alla til að nýta sem lengst starfs- orku sína og getu til tekjuöfl- unar. Framkvæmdir í vegagerð í sam- ræmi við óskir heimamanna –Hver eru forgangsatriði í samgöngumálum á Vestfjörð- um, að þínu mati? „Forgangsatriði í samgöng- um á Vestfjörðum koma fram í samgönguáætlun. Þessi verk- efni eru þar í forgangi og fjár- magn tryggt til framkvæmda. Fullbyggðir flugvellir á Ísa- firði, Þingeyri, Bíldudal og Gjögri. Auk þess þarf að taka afstöðu til framtíðar flugvall- arins í Patreksfirði. Höfnunum í öllum byggð- um Vestfjarða eru tryggðar fjárveitingar til þeirra fram- kvæmda sem sveitarfélögin telja mikilægastar. Framkvæmdir í vegagerð eru í samræmi við óskir heima- manna og má þar nefna end- urbyggingu vegar til Drangs- ness, endurbyggingu Djúp- vegar, veg um Arnkötludal, jarðgöng milli Hnífsdals og Bolungarvíkur, jarðgöng milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar, nauðsynlegar stórframkvæm- dir við að ljúka Vestfjarðar- vegi frá Bjarkalundi í Flóka- lund og yfir Dynjandisheiði og uppbygging tengivega og safnvega sem liggja að fjöl- förnum ferðamannastöðum. Þessum framkvæmdum öllum verður hægt að ljúka fái sjálf- stæðismenn umboð þjóðar- innar til þess að halda áfram uppbyggingar- og framfara- sókn síðustu ára, sagði Sturla Böðvarsson, samgönguráð- herra og oddviti sjálfstæðis- manna í NV-kjördæmi.“ – eirikur@bb.is Bræður bæta við bátaflotann Bræðurnir Arnar og Gísli Jón Krist- jánssynir hafa báðir nýverið fest kaup á bátum og fært til hafnar á Ísafirði. Arnar keypti tog- og netabátinn Óla Hall HU-14 frá Blönduósi, en hann hét eitt sinn Guðrún Jónsdóttir ÍS. Báturinn sem er 188 brúttórúmlesta stálskip mun verða gerður út á út- hafsrækju. Óla Hall keypti Arnar af Ísfirðingnum Hrólfi Ólafssyni sem í eina tíð var stýrimaður á Guggunni. Óli Hall var byggður í Noregi árið 1962. Báturinn er keyptur án kvóta og gerir Arnar ráð fyrir að hefja veiðar með hækkandi sól. Aldan ÍS-47 er báturinn sem Gísli Jón hefur keypt. Aldan var byggð í Noregi árið 1987, hún er 59,7 brúttó- rúmlesta dragnóta- og netabátur, gerð úr stáli. Báturinn hét síðast Guðrún Jakobsdóttir og var gerð út frá Dalvík. Bátnum fylgdu ekki aflaheimildir aðr- ar en þær sem leigðar höfðu verið á hann fyrir árið. Aldan verður gerð út á dragnót, þá aðallega á ýsuveiðar jafn- framt því sem hún kemur til með að fiska í þorskeldi fyrir Álfsfell ehf. Aldan sem Gísli Jón Kristjánsson festi nýverið kaup á.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.