Bæjarins besta - 29.03.2007, Page 10
FIMMTUDAGUR 29. MARS 200710
Íris: „Ég fór fyrst að pæla í þessu út frá sjálfri mér og síðan út
frá stelpunum mínum. Ekki að ég sé að setja neitt persónulega
út á stelpur sem taka þátt í fegurðarsamkeppnum, heldur sam-
félaginu sem setur staðlana. Manni bara misbýður að horfa
upp á börnin sín reyna að fara eftir þessum stöðlum.“
Óbeisluð fegurð á Ísafirði
Áhugahópur um óbeislaða fegurð heldur fegurðarsamkeppni í félagsheimilinu
í Hnífsdal síðasta vetrardag, 18. apríl nk. Keppnin er um margt ólík fyrirrennurum
hennar er landsmenn hafa orðið vitni að um árabil, en keppnisreglur þessarar sem
ber yfirskriftina „Óbeisluð fegurð“ eru einfaldar og er hugmyndin að bæði kynin
geti tekið þátt. Þátttakendur verða að vera komnir af barnsaldri og vera sem upp-
runalegastir þ.e. hárígræðslur, brjóstastækkanir og aðrar lýtaaðgerðir geta útilokað
fólk frá keppni. Það telst keppendum til tekna ef lífið sést utan á þeim. Er þá átt
við að aldur, aukakíló, hrukkur, slit vegna barnsfæðinga, lafandi brjóst, skalli,
loðið bak, appelsínuhúð o.þ.h. teljast til kynþokka. Keppendur munu hvorki
þurfa að grenna sig né þyngja til að geta tekið þátt og minna aðstandendur keppn-
innar á að tíðar ferðir í ljós geta valdið krabbameini. Keppt verður um titilinn
óbeisluð fegurð 2007 auk nokkurra titla eins og Michelin 2007, húðslit 2007, Dan-
sukker 2007 svo einhverjir séu nefndir.
Blaðakona Bæjarins besta hitti forsvarskonur keppninnar þær Matthildi Helga-
dóttur, Írisi Jónsdóttur, Margréti Skúladóttur og Eygló Jónsdóttur eitt hádegið
yfir rjúkandi grænmetissúpu á Langa Manga. Guðmundur Hjaltason var upptekinn
í hádegistraffíkinni á kaffihúsinu, en var þó ekki langt undan er viðtalið átti sér
stað. Konurnar ræddu hugmyndina á bak við keppnina, afbakaða fegurðarstaðla
og þá miklu athygli sem keppnin hefur vakið bæði hér á landi sem og utan lands-
steinanna.
– Hvar byrjaði þetta allt
saman?
Matthildur: „Hugmyndin
kviknaði í spjalli á Langa
Manga.“
Gréta: „Þetta hefur verið eitt
af því sem Matta hefur barist
fyrir í gegnum tíðina. Matta
og Íris ætluðu heldur betur að
bjarga heiminum og halda lítið
skemmtikvöld á Langa Manga.
Síðan var hópurinn búinn að
finna titlana sem keppt yrði
um áður en búið að finna nafn
á keppnina.“
Eygló: „Síðan vaknaði Matta
bara með nafnið í kollinum.“
Matthildur: „Ég vaknaði
upp um miðja nótt með það í
kollinum – óbeisluð fegurð.“
Íris: „Fyrst ætluðum við
bara að hafa þetta smátt í snið-
um og ef við fengjum engin
viðbrögð ætluðum við alla-
vega að halda gott partý.“
– Það er kannski óhætt að
segja að viðbrögðin sem
keppnin vakti hafi komið ykk-
ur á óvart?
Matthildur: „Þegar við send-
um út tilkynninguna til að
byrja með þá var hún auðvitað
svolítið grínleg. Þetta var mik-
ið kalt háð. Hefðum við hins
vegar ekki fengið þessar góðu
undirtektir, þá hefði keppnin
sennilega verið gott partý á
Langa Manga. Við lokuðum
þó aldrei á þann möguleika
að það yrði keppni. Þó svo að
enginn hefði viljað taka þátt
og fólk sagt að við værum
bara feitar og ljótar og afbrýð-
issamar, með hár undir hönd-
unum. Þá fannst okkur við
samt hafa unnið þar sem þetta
fékk umfjöllun.“
– Fréttatilkynningin vakti
strax athygli helstu fjölmiðla
landsins.
Matthildur: „Við sendum
hana á BB, RÚV og á mogga-
bloggið, en bloggsíðan mín
var alveg ný þarna og ekkert
farið að lesa hana þannig séð,
því þetta var eitt af allra fyrstu
bloggunum mínum. Systir
mín hringdi svo í mig og sagði
frá því að fjallað hafi verið
um keppnina í fimmfréttum á
RÚV og ég eiginlega trúði
henni ekki.“
Íris: „Okkur fannst það al-
veg stórmerkilegt.“
Matthildur: „Já okkur fannst
við alveg ferlega frægar.“
Íris: „Svona miðað við hversu
mikið hefur verið fjallað um
keppnina núna, þá grunaði
okkur það ekki þarna.“
– Þetta var bara upphafið af
gífurlegri athygli sem hug-
myndin átti svo eftir að vekja?
Matthildur: „Ástæðan fyrir
því að okkur tókst á svo undra-
skömmum tíma að skipu-
leggja er að allir í hópnum,
hafa mikla reynslu af því að
skipuleggja hluti. Við til að
mynda aðgang að Snerpu sem
gerði fyrir okkur heimasíðu
strax. Það er eitt af því sem
gerði gæfumuninn. Ég held
að skýringin sé annars sú að
ég til dæmis er búin að tala
um svona mál eins lengi og elstu
menn muna, þessa fegurðar-
stuðla og drulla yfir þá.“
Gréta: „Við höfum látið þá
pirra okkur allavega.“
Matthildur: „Við höfum
verið svona misreiðar yfir
þeim. Ég hef kannski verið
reiðust.“
Óheilbrigðir staðlar
Íris: „Ég fór fyrst að pæla í
þessu út frá sjálfri mér og síð-
an út frá stelpunum mínum.
Það var gríðarleg vakning fyr-
ir mig að sjá hvað væri á bak-
við þetta, hvað þetta er allt
óheilbrigt. Þetta eru slæmar
fyrirmyndir. Ekki að ég sé að
setja neitt persónulega út á
stelpur sem taka þátt í fegurð-
arsamkeppnum, heldur sam-
félaginu sem setur staðlana.
Manni bara misbýður að horfa
upp á börnin sín reyna að fara
eftir þessum stöðlum.“
Gréta: „Guð minn almátt-
ugur, krakkar í 8 ára bekk eru
farnir að hafa áhyggjur af því
að þau séu orðin of feit og þau
líta út eins og tannstönglar.
Við Íris eigum báðar krakka í
kringum fermingu og þetta er
alveg hryllilegt.“
Íris: „Ég var að lesa viðtal
við stelpur sem hafa verið að
vinna með átröskunarsjúkl-
ingum. Yngsta tilfellið sem
þær höfðu fengið inn til sín
var 8 ára gömul stelpa. Þetta
er náttúrulega bara algjör geð-
veiki. Hún er auðvitað að
horfa á þessar stelpur.“
Matthildur: „Þetta tengist
svo auðvitað allt, innbyrðis
klámvæðingin og þetta. Hver-
nig börn eru gerð að kynver-
um, strax bara pínulítil. Núna
má maður reyndar ekki láta út
úr sér orðið klámvæðing nema
vera álitinn einhver talibani.“
Íris: „Við komum allar að
þessu út frá mismunandi sjón-
arhornum. Við erum sammála
í grunnatriðum, en höfum allar
mismunandi vinkla. Það er
kannski það sem er svo flott
við þetta, það er ekki bara ein
hugsun.“
telja niður klukkutímana þar
til þær geta fengið sér súkku-
laðistykki.“
Íris: „Þetta er svo sjúkt. Það
er byrjað að smala í þessar
keppnir kannski í janúar og
fyrir apríl þurfa þær kannski
að léttast um 9 kíló.“
Gréta: „Þetta er unnið á svo
óheilbrigðan hátt. Ég þekki
eina sem tók þátt og var alsæl
með það.“
Eygló: „Og síðan þekkir
maður líka dæmi um það að
stelpur hafi séð virkilega eftir
því að hafa verið með.“
Matthildur: „Mér persónu-
lega finnst þessar keppnir ekki
eiga neinn rétt á sér. Það er
sagt að maður verði frjálslynd-
ari og víðsýnni með árunum,
en hvað varðar fegurðarsam-
keppnir þá verð ég þröngsýnni
og hef minni þolinmæði gagn-
vart þeim eftir því sem árin
líða. Staðreyndin er að ein-
hverjum finnst eftirsóknarvert
að spranga hálfber uppi á sviði
fyrir framan 300 eða 3000
fullklæddar manneskjur til
þess að geta unnið sér inn
titilinn Ungfrú sokkabuxur.
Hvað fær heilbrigða, skyn-
sama manneskju til að gera
þetta án þess að hún sé á ein-
hverju einhverjum lyfjum.
Við erum að talað um að fólk
er narrað í þetta til að selja
vörur undir því yfirskini að
þetta sé gróði fyrir keppand-
ann sem stendur oftast uppi
með kostnað, vinnutap eða töf
frá námi.“
Íris: „Það er einmitt þetta
sem við erum að tala um, að
við erum allar með ólíkar hug-
myndir um þetta, en við erum
allar sammála um að þessir
staðlar eru ekki OK.“
Matthildur: „Það eru ekki
allir sem ætla að hlekkja sig
við anddyrið, það er mesta
lagi ein okkar.“ Mikil hlátra-
sköll brjótast út og Matthildur
bætir við „reyndar myndi ég
aldrei gera það. Hitt fellur á
eigin bragði. Í mínum huga
þá sannar það sem við erum
að gera hversu heimskulegt
þetta er.“
Gréta: „Eins og við erum
búnar að koma inn á þá erum
við allt frá því að vera öfgarnar
á móti keppninni yfir í mildari
afstöðu. Það getur því enginn
sagt „oh þessar rauðsokkur
sem eru allar á móti fegurðar-
samkeppnum.“ Við erum bara
venjulegar konur sem höfum
áhuga á þessu.“
Matthildur skýtur inn í „og
maður, en hann er bara að
Matthildur: „Já einmitt, eins
og Gréta sem var bara meik-
dolla dauðans hérna í gamla
daga.“ Mikil hlátrasköll brjót-
ast út við borðið vegna at-
hugasemdarinnar.
Gréta: „Já já, ég var alltaf í
10 cm hælum og mini-pilsi
og ég fór ekki út fyrir hússins
dyr ómáluð. Síðan hef ég verið
að vinna töluvert í kringum
þessar fegurðarsamkeppnir.“
Matthildur: „Ég var kannski
bara svo heppin að vera loðin
undir höndunum og í kína-
skóm.“
Íris: „Ég þekki fituprósentu
og þyngdaraukningu alveg
vinstri hægri. Við komum all-
ar að þessu einhvers staðar
frá. Líka þá hugmynd af ef
hlutirnir líti vel út, þá sé ekkert
að. Við erum alls ekki að segja
að við séum ekki fylgjandi
því að fólk eigi að lifa heil-
brigðu lífi og líta vel út. Þetta
snýst ekki um það, það eru
bara þessar óheilbrigðu að-
ferðir sem við setjum okkur á
móti.
Gréta: „Maður fer inn í
verslanir í Reykjavík og það
liggur við að afgreiðslufólkið
segi bara „nei við eigum bara
ekkert sem passar á þig.“ Ekki
það að við hér séum með öðru-
vísi vaxtarlag en 80% kvenna
í landinu. Það hefur orðið
töluverð vakning í Bretlandi
þar sem fólk hefur verið að
berjast mikið á móti þessar 0
stærð, þar er ferlið væntanlega
bara komið lengra en hér heima.“
Fegurðarsamkeppnir
Matthildur: „Opinber um-
ræða á Íslandi hefur verið á
þeirri línu að það sé ferlega
krúttlegt að taka þátt í fegurð-
arsamkeppnum. Ég meina,
common, hvað gerir forsetinn
okkar. Mér var allri lokið þeg-
ar hann æddi út á flugvöll að
taka á móti konu sem hafði
orðið fegurðardrottning. Það
gekk fram af mér og þó er ég
töluvert líbó yfir því hvernig
forsetar haga sér.“
Gréta: „Mér finnst samt feg-
urðarsamkeppnir eiga rétt á
sér. Mér finnst allt í lagi ef
stelpur kjósa að taka þátt, að
gera það. Mér finnst bara
fáránlegt að fullorðið fólk sem
skipuleggur þetta geti sagt við
stelpur sem eru kannski 55
kíló að þær þurfi að fara niður
í 45. Síðan eru blessaðar stúlk-
urnar étandi hrísgrjón og vatn
síðustu vikurnar fyrir keppni,
hálf rænulausar af hungri og
elda núna.“ Þar er hún að tala
um eiginmann sinn Guðmund
Hjaltason sem er hluti af hópn-
um, en gat ekki verið með í
viðtalinu þar sem hann er vert
á Langa Manga og viðtalið
fór fram á háannatíma í hádeg-
inu.
Íris: „Við erum ekki alltaf
sammála, en við erum sam-
mála um þetta.“
Matthildur „Ég er sú eina
sem er yfirlýstur femínisti í
hópnum.“
Íris: „Ég er að koma svona
rólega úr skápnum.“
– Það sem hefur kannski
hitt mig er að konur í fegurð-
arsamkeppnum í dag, fá helst
ekki að líta út eins og konur.“
Gréta: Nákvæmlega. Nema
í dag þurfa þær að vera með
nógu andskoti stór brjóst sem
þær þurfa að kaupa dýrum
dómi oftar en ekki á visa rað.
Þú átt að vera eins og strákur
með fullt af brjóstum.“
Íris: „Mér finnst bara sorg-
legt að sjá tágrannar stelpur
sem eru að taka þátt í fegurð-
arsamkeppni pína ofan í sig
próteinsjeik eftir próteinsjeik
til að grenna sig.“
Vekur eftirtekt
Matthildur: „Mig langar að-
eins að bæta við varðandi at-
hyglina sem keppnin hefur
verið að fá. Við héldum fyrst
að það væri grínbylgjan sem
myndi bera okkur, svona eins
og gerist oft með sniðuga
hluti, þeir fara bara hringinn.
En þetta er enn að koma og
síðast í morgun fékk ég boð
um að koma í viðtal á útvarps-
stöð í Edinborg.“
Gréta: „Við erum þegar
búnar að fara í viðtöl við fjórar
erlendar útvarpsstöðvar.“
Matthildur: „Útvarpsviðtöl-
in eru orðin nokkur og það er
breskt fyrirtæki sem vill gera
heimildarmynd um keppnina.
Þannig að athyglin sem þetta
fær er alvöru. Það sem mér
þykir mjög vænt um er að
allir sem eru búnir að hafa
samband hafa séð grínið í
þessu en að sama skapi skynj-
að alvöruna sem er á bak við.
Það finnst mér svo frábært,
því eins og staðan er núna þá
bara stjórnum við ekki um-
ræðunni. Ég sá um daginn að
Sun hafði verið að fjalla um
keppnina og við getum ekki
stjórnað því hvernig umfjöll-
unin fer fram. Rauði þráðurinn
er ósk okkar um að fólk staldri
við og hugsi. Ég hef fengið