Bæjarins besta


Bæjarins besta - 29.03.2007, Blaðsíða 14

Bæjarins besta - 29.03.2007, Blaðsíða 14
FIMMTUDAGUR 29. MARS 200714 Menntskælingar til Frakklands Hópur nemenda við Menntaskólann á Ísafirði hélt í síðustu viku til Frakklands, en tilgangur ferðarinnar er að heimsækja menntaskóla í bænum Les Sables d’Olonne. Einnig verður nokkrum dögum eytt í París. Þetta er í annað sinn sem nemendur menntaskólans halda í slíka reisu, en svipuð ferð var farin árið 2005. Þá hafa nemendur frá samstarfsskóla MÍ í Les Sables d’Olonne heimsótt Ísafjörð tvisvar. Ísfirsku nemendurnir eru allir frönskunemar við menntaskólann en þeir fara út í fylgd tveggja kennara við Menntaskólann, þeirra Helgu Guðmundsdóttur og Hrafnhildar Hafberg. Les Sables-d’Olonne er sjávar- bær sem liggur við Biscaya flóa í vesturhluta Frakklands, íbúar eru um sextán þúsund talsins. Skrifað undir samstarfssamn- ing vegna Aldrei fór ég suður Um miðja síðustu viku var skrifað undir viljayfirlýsingu um samvinnu nokkurra fyrir- tækja vegna Aldrei fór ég suð- ur – Rokkhátíð alþýðunnar sem haldin verður á Ísafirði um páskana. Í tilkynningu kemur fram að samstarf síð- ustu ára hafi gengið einstak- lega vel og það sé von og trú allra aðila að svo verði áfram. Aðilar að samningnum eru auk aðstandenda Aldrei fór ég suður, Síminn, Glitnir og Flugfélag Íslands. Undir- skriftin fór fram í húsnæði Símans á Ísafirði, við hlið Glitnis í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði. Hálfdán Bjarki Hálf- dánsson, rokkstjóri hátíðar- innar, flutti ávarp áður en skrifað var undir þar sem hann sagði hátíðina um margt frá- brugðna flestum öðrum tón- listarhátíðum sem haldnar eru á Íslandi. „Fyrir það fyrsta er hún hald- in á Ísafirði“, sagði Hálfdán. „Sem þýðir að útvega þarf flutning og gistingu fyrir hátt í hundrað tónlistarmenn. Í annan stað hafa allir þessir tónlistarmenn gefið vinnu sína og aðgangur á hátíðina hefur alla tíð verið ókeypis. Til að þetta sé hægt þarf mikinn vel- vilja bakhjarla; Glitnir, Flug- félags Íslands og Símans, auk skilnings og reiðasemi yfir- valda, stofnana, einstaklinga og fyrirtækja á svæðinu. Þá veitti styrktarsjóður Baugs Group myndarlegan styrk til hátíðarhaldanna.“ Nefndi Hálfdán Bjarki sér- staklega að hann vildi beina þökkum til Aðalsteins Ómars Ásgeirssonar, sem hefur lánað skemmu sína á Ásgeirsbakka undir hátíðarhöldin, sem og Netheima, sem gáfu hönnun og hýsingu á vefnum aldrei.is, og stjórnenda MÍ sem hafa veitt vilyrði fyrir gistingu á heimavist. Sagði Hálfdán að svona mætti lengi telja og að þeir aðilar sem kæmu að há- tíðinni væru ótal margir. Að lokinni undirskrift var farið í stutta siglingu um höfn- Skrifað undir viljayfirlýsingu vegna rokkhátíðarinnar. F.v. Gumundur M. Kristjánsson, Arnór Jónatansson frá Flugfélagi Íslands, Hallgrímur Magnús Sigur- jónsson frá Glitni, Steingrímur Rúnar Guðmundsson frá Símanum og Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, rokkstjóri hátíðarinnar. ina á lóðsbátnum Sturla Hall- dórssyni þar sem tónlistar- maðurinn Mugison lék fyrir bátsgesti lag af plötu sem hann vinnur að þessa dagana, en lagið nefnist „Jesus is a good name to moan“ og fór vel í áhlýðendur. Að lokinni sigl- ingu brugðu menn sér þá í skemmuna þar sem hátíðin verður haldin og skoðuðu að- stæður. Loks var haldið í Tjöruhúsið í Neðstakaupstað þar sem Magnús Hauksson og Ragnheiður Halldórsdóttir, Maggi Hauks og Ranka, buðu mönnum upp á dýrindis plokk- fisk og þrumara, og kaffi í eftirrétt. Hátíðin verður haldin í fjórða sinn á næstu páskum og eru helstu breytingar á milli ára þær að atriðum hefur fjölg- að um nær helming, verða tæplega 40 í ár, og að hún fer fram á tveimur dögum. Hefst hátíðin að kvöldi föstudagsins langa kl. 19 og stendur þar til um eða eftir miðnætti. Þá verður henni fram haldið um kaffileytið daginn eftir og verður músík fram á aðfarar- nótt páskadags. Eins og áður segir verður hátíðin haldin í skemmu á Ás- geirsbakka, gömlu Eimskipa- og Ríkisskipaskemmunni, en í síðustu tvö skipti hefur hún farið fram í Edinborgarhúsinu og þar á undan í aðstöðu sushi- verksmiðjunnar Sindraberg. – eirikur@bb.is Mugison flutti lag af næstu plötu sinni um borð í Sturla Halldórssyni.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.