Bæjarins besta


Bæjarins besta - 29.03.2007, Page 3

Bæjarins besta - 29.03.2007, Page 3
FIMMTUDAGUR 29. MARS 2007 3 Háskóli unga fólksins og sumarháskóli í fuglaskoðun á vegum Háskólasetursins Háskólasetur Vestfjarða býð- ur upp á sumarháskóla í ár líkt og sl. sumar. Meðal þess sem verður boðið upp á í ár er Há- skóli unga fólksins, en í júní- mánuði býðst unglingum fæddum 1991-95 að sækja fjölda stuttra námskeiða þar sem kennarar á háskólastigi fjalla um heima og geima. Hver nemandi getur tekið allt að sex námskeið og lýkur há- skólanum með brautskráning- arhátíð. Námskeið sem ungl- ingarnir geta tekið eru: Vís- indavefurinn, leiklistarfræði, snjóflóðafræði, fiskeldisrann- sóknir, verkfræði, stjórnmála- fræði, afbrotafræði, umhverf- isfræði, skipulagsfræði, lög- fræði og læknisfræði. Háskólasetrið býður einnig upp á sumarháskóli í fugla- skoðun, en það er námskeið í fuglafræði í samvinnu við Náttúrustofu Vestfjarða og með aðstoð Háskólaseturs HÍ á Snæfellsnesi og fer það fram við Látrabjarg. Með þessu vill Háskólasetur Vestfjarða gefa námsmönnum og almenningi tækifæri til að taka feltnám- skeið við eitt mesta fuglabjarg landsins, en það er námskeið þar sem farið er á staðinn í stað þess að vinna að rann- sóknum í skólastofu til að mynda. Á námskeiðinu verður fjall- að um atferlisrannsóknir á fuglum; skilgreiningar á at- ferlisgerðum og ákvörðun á röðum atferlisgerða, tíma- mælingar á atferlisgerðum á móti punktmælingum á gerð- um. Fjallað verður atferlis- gerðir miðað við stöðu ein- staklings, samskipti einstakl- inga; para á hreiðurstað og geldfugla. Einnig verður fjall- að um tímanotkun fugla á hreiðri. Fjallað verður um fuglamerkingar. Farið verður yfir tilgang og sögu merkinga, helstu gerðir af merkingum frá hefðbundnum málmmerkj- um upp í gervihnattasenda og gps-senda. Þá verður greint frá aðferðum til að veiða fugla til merkinga, helstu mæling- um og aldursgreiningum á fuglum ásamt tilgangi mæl- inganna. Þá verður farið í skipulagn- ingu gagnaöflunar og úrvinn- slu merkingagagna, frá skipu- lagðri skráningu í mörkinni að söfnun, varðveislu og úr- vinnslu stórra gagnasafna. Einnig verður rætt um söfnun lífssýna, tilgang söfnunarinn- ar, aðferðir við söfnun og varðveislu sýna. Umfjöllun verður með áherslu á fugla, sem athugaðir verða á staðn- um (máfa, fýl og vaðfugla). – annska@bb.is Mikill sjór gekk yfir varnar- garðinn við Brimnesveg á Flateyri á miðvikudagskvöld í síðustu viku með þeim af- leiðingum að garðar fylltust af grjóti og möl. Þetta er ekkert einsdæmi því sjór gengur reglulega yfir varnargarðinn með fyrrgreindum afleiðing- um, síðast á Þorláksmessu. Auk þess losnar og skemmist slitlagið á götunni oft í veðrum sem þessum. Margrét Kristjánsdóttir, íbúi við Brimnesveg, segir að vissulega sé þetta mjög þreyt- andi. Garðurinn hennar og annarra íbúa við götun fyllist af grjóti sem þarf að moka burt auk þess sem girðingar og garðveggir geti skemmst. Grjótið kemur að mestu úr vegkantinum, en ekki úr sjón- um og því ætti að vera hægt að stemma stigu við vandan- um. Hjá tæknideild Ísafjarð- arbæjar fengust þær upplýs- ingar að til stendur að ræða við Siglingastofnun og finna lausn á vandanum. Varnargarðar við Brimnesveg fyllast af grjóti Margrét Kristjánsdóttir og Lilja Kristinsdóttir moka grjótið af bílastæði Margrétar. Mynd: Páll Önundarson. Innan við 1% fluttra opinberra starfa fara til Vestfjarða Vestfirðir hafa verið gróflega vanræktir hvað varðar flutning opinberra starfa út á land. Þetta er haft eftir Önnu Kristínu Guðmundsdóttur, þingmanni Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, á fréttavef Ríkisútvarpsins. Þar segir að af þeim 850 opinberu störfum sem flutt hafi verið út á land á síðustu tíu árum hafi sex orðið til á Vestfjörðum, en það mun koma fram í svari iðnaðarráðherra, Jóns Sigurðssonar, við fyrirspurn Önnu Kristínar. Á þessu tímabili munu rúmlega 140 opinber störf hafa orðið til á Vesturlandi, um 60 störf á Norðurlandi vestra, ríflega 200 á Norðurlandi eystra, ríflega 220 á Suðurlandi og 205 á Suðurnesjum. Eins og áður segir urðu sex störf til á Ísafirði af alls 850. Það gerir 0,7%. Vestfirðingar eru um 6,4% landsbyggðarbúa.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.