Bæjarins besta


Bæjarins besta - 29.03.2007, Side 11

Bæjarins besta - 29.03.2007, Side 11
FIMMTUDAGUR 29. MARS 2007 11 Matthildur: „Ég hef fengið athugasemdir eins og „hvernig ætlið þið að skera úr um ef þið eruð með tvo feita hver er fallegri“ og mitt svar hefur verið „Hvernig er það gert við tvo mjóa?“ Við hljótum að geta fundið álíka heimskulega aðferð.“ athugasemdir eins og „hvern- ig ætlið þið að skera úr um ef þið eruð með tvo feita hver er fallegri“ og mitt svar hefur verið „Hvernig er það gert við tvo mjóa?“ Við hljótum að geta fundið álíka heimskulega aðferð. Ég kemst að því þegar ég tala við fólk að það eru ótrúlega margir fastir á ein- hverri hrikalega mjórri braut. Eins og dæmið af Lagerfeld sannar þegar hann rauk bara upp og skellti hurðum af því að H & M stækkaði fötin hans upp í stærðir sem venjulegt fólk getur notað.“ Gréta: „Já með athyglina, þá hefur hún verið að aukast að utan en ekki verið eins mik- il hér heima á Íslandi. Íris: „Ég vil kannski meina að við höfum ekki haft meira að segja í bili eftir fyrsta hring.“ Gréta: „Hérna heima var þetta bara bóla, en úti vilja þeir eitthvað meira.“ Íris: „Mér finnst bara eðli- legt að þegar það kemur meira frá okkur þá verður fjallað frekar um það.“ Matthildur „Svona eru bara fjölmiðlar, fólk veigrar sér við að spyrja gagnrýninna spurn- inga.“ Íris: „Ég held að ein ástæða þess að við höfum fengið svona mikla athygli að utan að fólki er bara orðið mis- boðið. Það eru allir komnir með nóg af einhverjum BMI staðli og 0 stærðum. Úti er umræðan um þessa hluti bara komin á annað stig en hér heima.“ Matthildur: „Þarna hefur fólk meiri áhyggjur af því að einhver gæti verið í lífshættu út af þessu.“ Gréta: „Það hefur gerst að þegar svona gagnrýnisraddir heyrast að þá er það bara tekið sem væli í „enn einum femín- istanum“ og þannig er umræð- unni sópað út af borðinu.“ Íris: „Við sjáum reyndar í dag stelpur sem hafa verið að taka þátt í þessu segja „það er fullt athugavert við þetta, þetta stuðar meðal annars að átrösk- un. Þó það séu eflaust þættir sem spila inn í hjá viðkvæm- um einstaklingum, en útlits- dýrkun er stór áhættuþáttur.“ Það er gott að vita að það eru fleiri í þessu.“ – Nú hafið þið persónulega fengið mjög góð viðbrögð við þessu framtaki ykkar, hvað með neikvæð viðbrögð, eitt- hvað orðið varar við slíkt? Matthildur: „Það hefur ekki verið neitt áberandi. Það hefur ein komið til mín og spurt af hverju við berjumst ekki fyrir einhverju þarfara eins og of- fitu og ég hef þurft að eyða einni færslu úr gestabókinni á ensku síðunni, annars er það ekkert. Það getur alveg eins verið af því að fólk hefur ekki áhuga á rökræðum um þetta.“ Íris: „Kannski sér fólk líka að þetta eru ekki persónulegar árásir á neinn, heldur erum við að koma að þessu út frá því að þetta sé samfélags- vandi. Ekki með of miklum látum heldur viljum við hafa gaman af þessu líka.“ Matthildur: „Við erum í raun ekki að segja neitt sem ekki hefur verið sagt áður, þó að keppnin sem slík sé ný hugmynd.“ Gréta: „Ef þú vilt fá fólk til að hlusta á þig, prófa að taka þetta út frá jákvæðninni.“ Matthildur: „Háðið er rosa- lega sterkt vopn.“ Gréta: „Við tökum smá úr öllu háðinu, gríninu og alvör- unni. Við reynum að hafa allt með. Matthildur: „Síðan erum við bara öll í fullri vinnu og höfum hreinlega ekki haft tíma til að elta uppi allt sem sagt er um keppnina. Það getur vel verið að það sé fullt af einhverju skítkasti á hana þarna einhversstaðar úti. Við erum bara ekkert að leita eftir því.“ Eygló: „Og höfum engar áhyggjur af því.“ Gréta: „Það er ekki eins og við viljum ekki heyra nei- kvæðu raddirnar. Það væri bara gott að geta snúið ein- hverjum.“ Íris: „Líka ef það gerist þá er bara að hafa ekki of miklar áhyggjur af því.“ Matthildur: „Ég er reyndar svolítið hissa, því ég átti von á meira skítkasti.“ Gréta: „Af því að þetta er viðkvæmt og það eru eflaust margir til í að vera með skoðun á þessu.“ Íris: „Kannski er það bara af því að við erum að gera þetta öðruvísi en áður hefur verið gert. Nálgunin er ný þó við missum ekki alvöruna úr þessu.“ Styrkja Sólstafi – Hvernig er með heimild- armyndina? Matthildur: „Það mál er bara á frumstigi.“ Eygló: „Það var maður sem hafði samband við okkur. Hann hefur gert nokkrar heim- ildarmyndir áður. Til að mynda eina um konu sem vaknaði úr dái eftir 19 ár.“ Íris: „Ég veit ekki hversu mikið er hægt að segja um þetta í bili, en hann hefur sýnt áhuga og við erum í viðræðum við hann.“ Matthildur: „Þetta er í burð- arliðnum og hann er áhuga- samur. Hvernig hann setur mál sitt fram bendir til þess að hann vilji fjalla um þetta út frá sama punkti og við.“ Íris: „Hann nær því alveg hvað við erum að fara.“ – Hvernig hefur svo gengið að fá keppendur til að taka þátt? Matthildur: „Við erum núna að fara að staðfesta keppend- ur. Það eru 12 sem eru skráðir núna. Þar á meðal eru ein- hverjir sem skráðu sig í upp- hafi og héldu að þetta yrði lítið kósýkvöld. Þeir eru svo- lítið að velta fyrir sér núna hvort þeir eigi að þora, þar sem umfjöllunin hefur verið miklu meiri en þau bjuggust kannski við. Við munum ekki þjarma að neinum, þetta er allt vinsamlegt og með virð- ingu gagnvart fólki. Allt grín sem kann að spinnast upp í kringum keppnina verður ekki sett gagnvart keppendunum sjálfum. Skemmtiatriðin á kvöldinu verða grínið þegar að þar að kemur.“ – Hvað með framhaldið? Matthildur: „Það er frekar leiðinlegt til þess að hugsa sérstaklega þegar maður er búinn að vera að berjast í þessu lengi að eftir 18.apríl þá verði þetta bara búið. Án þess að það sé búið að ákveða neitt í þeim efnum þá sé ég fyrir mér að þetta verði árviss viðburð- ur. Að kyndilinn verði færður eitthvað áfram eða í kjölfarið á keppninni verði stofnuð samtök sem vinna gegn þessu á faglegum nótum.“ – Hvað með styrktaraðila? Íris: „Við viljum nú endi- lega skora á fyrirtæki og ein- staklinga að leggja málefninu lið.“ Fyrir þá sem vilja fylgjast með gangi mála í Óbeislaðri fegurð, þá er hægt að fylgjast með á www.obeislud.it.is. Aðstandendur keppninnar þau Eygló Jónsdóttir, Íris Jónsdóttir, Guðmundur Hjaltason, Margrét Skúladóttir og Matthildur Helgadóttir.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.