Bæjarins besta


Bæjarins besta - 29.03.2007, Page 12

Bæjarins besta - 29.03.2007, Page 12
FIMMTUDAGUR 29. MARS 200712 Þegar „stórt“ er spurt, þá er fátt um svör Hvað með samgöngubætur á Vestfjörðum? Hvað með þjónustu Símans á Vestfjörðum? Hvað með opinber störf á landsbyggðinni? Hvað með jarðgöng til Bolungarvíkur? Hvað með jarðgöng í Dýrafirði? Hvað með umbætur Ísafjarðarflugvallar? Hvað með opinber verkefni og þjónustu á landsbyggðinni? Þessara spurninga og fjölmargra annarra hefur Anna Kristín Gunnarsdóttir spurt ráðherra ríkisstjórnarinnar, því hún lætur sig málefni Vestfjarða varða. – Við látum okkur Vestfirði varða! Arna Sigríður fær greiddar bætur Arna Sigríður Albertsdóttir hefur fengið bætur frá tryggingafélaginu Vörðum Íslandstrygg- ingum en Arna slasaðist alvarlega á skíðum í Noregi fyrir síðustu áramót. Bæturnar fær hún því 10 vikum eftir slysið. Skíðafélag Ísafjarðar, íþróttafélag Örnu Sigríðar, tilheyrir Héraðs- sambandi Vestfirðinga, en það er eitt fárra héraðssambanda eða Íþróttabandalaga hér á landi, sem tryggir alla skráða félagsmenn sína. Að sögn Inga Þórs Ágústsonar, formanns Héraðs- sambands Vestfirðinga var ákveðið að tryggja alla félagsmenn HSV árið 2004, en það var mikið til fyrir tilstilli Kristinn Jóns Jónssonar heitins, sem var ötull talsmaður þessa. Nýr bátur bætist í flota Sjóferða Hafsteins og Kidd- ýjar um mánaðamótin apríl- maí, en verið er að byggja hann í bátasmiðjunni Trefjar í Hafnarfirði. Báturinn er 20 tonna plastbátur sem rúmar 29 farþega, af því eru 26 sæti í sal. Hann er sérstakur fyrir þær sakir að í honum er nýr skrúfubúnaður frá Volvo af gerðinni IPS-500 sem ekki hefur verið settur í bát á Íslandi áður. Báturinn er tveggja véla og með fjórar skrúfur, sem toga hann áfram, einnig er hægt að stýra bátnum út á hlið. Þetta gerir það einnig að verkum að báturinn eyðir 30% minni olíu og er mjög gang- mikill, eða 37-40 mílur. Bátur- inn er útbúinn með 2ja tonna krana sem auðvelda alla vöru- flutninga. Sjóferðir Hafsteins og Kidd- ýjar hafa um árabil sinnt leigu- og áætlunarsiglingum yfir á Hornstrandir, í Jökulfirði og Ísafjarðardjúp yfir sumartím- ann. Einnig hafa þau siglt með gesti daglega í Vigur frá júní fram í ágúst við góðar undir- tektir, en vinsældir þeirra ferða aukast frá ári til árs. Fyrirtækið var formlega stofnað árið 1998 en sögu þess má rekja aftur til ársins 1982. Sjóferðir eru í eigu Hafsteins Ingólfssonar og Guðrúnar Kristjánsdóttur á Ísafirði. Fyrir eiga þau bátana Guðrúnu Kristjáns, Blika og Blika IV. Sá síðastnefndi, sem er minnsti bátur flotans verður seldur. – annska@bb.is Sjóferðir Hafsteins og Kiddýjar fá nýjan bát Menningarráð Vestfjarða telur mikilvægt að farið verði eftir fordæmi menningarráðs Vesturlands við túlkun menn- ingarsamnings við mennta- mála- og samgönguráðuneyti. Upplýsinga var leitað hjá menningarráði Vesturlands um það hver fjárhagsleg að- koma sveitarfélaganna væri að menningarsamningum við ríkið. Í svari formanns menn- ingarráðs Vesturlands kemur fram að það fjármagn sem komi frá ríkinu fari að hluta í að greiða kostnað við starf- semi ráðsins, m.a. vegna að- stöðu og starfsmanns, en stær- sti hlutinn fari í verkefnastyrki sem menningarráðið úthlutar samkvæmt úthlutunarreglum sem ráðið setur sér og endur- skoðar árlega. Hversu hátt framlag ráðuneytanna verður til menningarsamnings við sveitarfélög á Vestfjörðum kemur ekki í jós fyrr en samn- ingaviðræður við ríkið hefjast. Á móti skuldbinda sveitar- félögin sig til þess að lækka ekki framlög sín og styrki til menningarmála í sínum sveit- arfélögum á tímabilinu. Einn- ig greiða þau, líkt og fram kemur í drögum að samstarfs- samningi, hluta af kostnaði við starfsemi ráðsins, m.a. vegna aðstöðu og starfs- manns. Sveitarfélögin greiða ekkert vegna þess kostnaðar fyrsta árið, þriðjung kostnaðar annað árið og helming kostn- aðar þriðja árið. Kostnaðinum er deilt niður á sveitarfélögin í landinu í samræmi við íbúafjölda hvers og eins sveitarfélags. Sveit- arfélögin greiða hins vegar ekkert beint í sjóð Menning- arráðs sem slíks. – tinna@bb.is Menningarráð Vestfjarða vill fara að fordæmi menningarráðs Vesturlands Netheimar opna á nýjum stað Tölvufyrirtækið Netheimar á Ísafirði flutti inn í nýtt hús- næði á föstudag, úr Aðalstræti 27 yfir í Aðalstræti 20, þar sem útibú Sparisjóðs Vestfirð- inga var áður til húsa. Um töluverða stækkun er að ræða fyrir Netheima, sem höfðu fyr- ir nokkru sprengt utan af sér gamla húsnæðið. Er nýja hús- næðið um fimm sinnum stærra en það gamla. Standa vonir til þess að hægt verði að víkka út starfsemi fyrirtækisins með þessu, en m.a. verður rekin stærri verslun í nýja húsnæð- inu með tölvubúnað, raftæki, skrifstofuvörur o.s.frv. Þá hafa bolvísku fyrirtækin Særaf og Roland ehf. verið sameinuð Netheimum ehf. í þeim tilgangi að búa til stærri og öflugari rekstrareiningu sem er betur í stakk búin til að takast á við fleiri og fjölbreytt- ari verkefni. Særaf var í eigu Guðbergs Arnarssonar, raf- eindavirkja, og Roland var í eigu Rolands Smelt, tölvunar- fræðings, og verða þeir nú Lárus G. Valdimarsson, annar stofnenda fyrir- tækisins flutti ávarp. fyrir gesti, Hrólfur á harmo- nikku en Iris á trompet og cajón. Þá söng Iris eitt lag, auk þess sem stjórnarformað- ur Aldrei fór ég suður, Guð- mundur M. Kristjánsson, steig á senuna til að þakka Net- heimum fyrir veittan stuðning, en fyrirtækið sá um hönnun og hýsingu á heimasíðu hátíð- arinnar, og söng við það tæki- færi eitt lag við undirleik Irisar og Hrólfs. Netheimar ehf. var stofnað árið 2002 og hefur rekið tölvu- þjónustu og verslun á Ísafirði ásamt annarri tengdri starf- semi. Fyrirtækið hefur á annað ár starfað sem verktaki á þjón- ustusviði fyrir Símann og á samstarf við öflugustu fyrir- tæki landsins á sviði upplýs- ingatækni, Opin kerfi, EJS og Nýherja. Stofnendur fyrirtæk- isins Lárus G. Valdimarsson eðlisfræðingur og Magnús Hávarðarson tölvu- og kerfis- fræðingur munu starfa áfram hjá fyrirtækinu. – eirikur@bb.is báðir starfsmenn og hluthafar í Netheimum. 6 manns starfa hjá Netheimum eftir samein- ingu fyrirtækjanna þriggja. Opnun nýja húsnæðisins var fagnað á föstudag með móttöku. Boðið var upp á veit- ingar og þau Hrólfur Vagns- son og Iris Kramer léku músík Haldið var upp á opnun nýja húsnæðsins á föstudag.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.