Bæjarins besta - 29.03.2007, Qupperneq 1
Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 300 m/vsk
Fimmtudagur 29. mars 2007 · 13. tbl. · 24. árg.
– sjá viðtal í miðopnu við hressar konur á Ísafirði sem standa fyrir óhefðbundinni feg-
urðarsamkeppni. Þær segja loðin bök geta verið kynþokkafull og það séu ekki einungis
„brjálaðir femínistar“ sem finnist hefðbundnar fegurðarsamkeppnir gagnýnisverðar
Óbeisluð fegurð
Á tímabilinu frá ágúst í fyrra
fram til loka janúarmánaðar í
ár seldust 34 fasteignir í fjöl-
býli á Ísafirði samkvæmt verð-
sjá fasteigna. Tíu eignir voru
2 herbergja og jafn margar
voru 3 herbergja. Átta fast-
eignir voru 4 herbergja og
tvær voru 5 herbergja. Meðal-
talsfermetraverð var ríflega 80
þúsund. Á sama tímabili ári
fyrr seldust 23 fasteignir í fjöl-
býli, og er aukningin því um
48% á milli ára.
Taka verður þó fram að þeg-
ar sölutölur eru þetta lágar þarf
lítið til að þær fari á flug, upp
eða niður. Meðaltalsfermetra-
verð árið á undan var ríflega
76 þúsund, og jókst verð því
um 5,4% á milli ára. Virðist
þetta vera áframhald á sömu
þróun sem átt hefur sér stað
síðastliðin ár, það er að tölu-
verð aukning sé í seldum íbúð-
um og að verð séu að hækka.
Fasteignaverð á svæðinu
hafði staðið nokkurn veginn í
stað um nokkuð árabil á með-
an fasteignaverð, t.d. á höfuð-
borgarsvæðinu, hækkaði.
Verðsjá fasteigna birtir upp-
lýsingar um verð íbúðarhús-
næðis samkvæmt kaupsamn-
ingum.
– eirikur@bb.is Ísafjörður.
Sala á eignum í fjölbýli
eykst og verð hækkar
Tveir ungir menn lentu
í átökum á hafnarsvæðinu
á Ísafirði undir lok síðustu
viku og hlutu einhver meiðsl
af. Einnig mun bifreið hafa
skemmst í átökunum og
hafa kærur verið lagðar
fram vegna málsins.
Eitt fíkniefnamál kom
upp hjá lögreglunni á Ísa-
firði í síðustu viku þar sem
lagt var hald á áhöld til
fíkniefnaneyslu og leyfar
af fíkniefnum.
Á fimmtudag í síðustu
viku ók flutningabifreið
aftan á jeppabifreið á Vatns-
fjarðarvegi í Ísafjarðar-
djúpi. Bifreiðarnar munu
hafa skemmst lítið og gátu
báðir aðilar haldið áfram
för sinni, annar suður og
hinn vestur.
Skemmdu
bíl í átökum