Bæjarins besta - 29.03.2007, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 29. MARS 2007 13
Málmiðnaðarmenn
Rafiðnaðarmenn
Launafl ehf., óskar eftir að ráða raf- og málmiðnaðarmenn til
framtíðarstarfa á Reyðarfirði.
Öryggis- og gæðamál
Mikil áhersla er lögð á öryggis- og gæðamál og munu nýir
starfsmenn fá sérstaka fræðslu áður en þeir hefja störf.
Upplýsingar um störfin gefur Eyjólfur í síma 477 1797 og 892
1573.
Umsóknir
Umsóknum skal skila til Launafls fyrir 6. apríl 2007. Umsóknir
má senda á netfangið eyjolfur@launafl.is eða í pósti merkt Laun-
afl ehf., Lyngási 12, 700 Egilsstaðir.
Launafl ehf. er nýtt alhliða verktaka-
fyrirtæki og bak við það standa nokkur
öflugustu rafmagns- og málmiðnaðar-
fyrirtæki á Austurlandi
Liðin sem tóku þátt í Skólahreysti á Ísafirði.
Húsfyllir og mikil stemmning á Skólahreysti
... og drengirnir í dýfum.
Keppt var í Skólahreysti í
íþróttahúsinu á Torfnesi á
sunnudag. Þar öttu kappi í
hreystikeppni nemendur ní-
undu og tíundu bekkja grunn-
skólanna í Bolungarvík, á Ísa-
firði, Þingeyri og Súðavíkur-
skóli. Mikil og góð stemmn-
ing ríkti í íþróttahúsinu að
sögn Guðnýjar Stefaníu Stef-
ánsdóttur, íþróttakennara á
Ísafirði, og var mæting mjög
góð, en stuðningsfólk liðanna
fyllti bekkina á Torfnesi.
Keppni var afar jöfn en Grunn-
skóli Bolungarvíkur bar sigur
úr býtum og fer keppnislið
hans til þátttöku í úrslitakeppn-
inni í Laugardalshöll þann 26.
apríl. Lið G.B. skipuðu þau
Berglind Halla Elíasdóttir,
Daníel Snær Bergsson, Elías
Jónsson og Sirirat Siangma,
en fjórir voru í hverju liði sem
kepptu í upphífingum, arm-
beygjum, dýfum, hreystigreip
og hraðaþraut.
Skólahreysti hefur verið á
dagskrá Skjás eins í vetur og
verður þátturinn sem tekinn
var upp á Ísafirði sýndur þriðju-
daginn 27.mars. Kynnir var
Gulli Helga og tók hann jafn-
framt viðtöl við keppendur.
Dómarar voru kraftabræðurn-
ir Andrés og Pétur Guðmunds-
synir.
Hugmyndin á bak við Skóla-
hreysti er byggð á þeirri miklu
umræðu sem skapast hefur á
undanförnum árum í þjóðfé-
laginu varðandi hreyfingar-
leysi og holdafar barna og
unglinga, á sama tíma og
aukið framboð hefur verið á
afþreyingu sem felur í sér
kyrrsetu. Fannst forsvarfólk-
inu mikilvægt að sporna við
þessari þróun og vildu þróa
aðferðir til að gera hreyfingu
að eftirsóknarverðum og skemmti-
legum valkosti fyrir börn og
unglinga. Guðný Stefanía seg-
ir Skólahreystina mjög góða
þar sem hún gefur minni skól-
um tækifæri á að taka þátt þar
sem einungis fjórir eru í hverju
liði. – annska@bb.is
Stúlkurnar tóku á því í hreystigreip….
Mikil stemmning ríkti á Torfnesi.