Bæjarins besta - 29.03.2007, Side 9
FIMMTUDAGUR 29. MARS 2007 9
Gjaldkeri –
Þjónustufulltrúi
Laust er til umsóknar starf gjaldkera hjá
Vátryggingafélagi Íslands, Ísafirði.
Í starfinu felst meðferð fjármuna, trygg-
ingaráðgjöf, sala vátrygginga og önnur
almenn afgreiðsla. Um er að ræða hálfs
dags starf, eftir hádegi.
Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi
sem hefur jákvætt viðmót, ríka þjónustu-
lund og reynslu af skrifstofustörfum. Við-
komandi þarf að geta hafið störf sem
fyrst.
Umsóknum ásamt upplýsingum um
menntun og fyrri störf skal skilað til skrif-
stofu félagsins að Hafnarstræti 1, Ísafirði.
Nánari upplýsingar má fá hjá Guðna
Guðnasyni í síma 660 5094.
Ræsting
Hjá Heilbrigðisstofnuninni Ísafjarðarbæ
er nú nú laus strax staða starfsmenns í
ræstingu. Vinnutími er frá kl. 07:30 -15:30
virka daga og aðra hvora helgi.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi
Verkalýðsfélags Vestfirðinga og stofnana-
samningi HSÍ. Umsóknareyðublöð fást í
afgreiðslu Fjórðungssjúkrahússins á Ísa-
firði. Öllum umsóknum verður svarað er
ráðið hefur verið í starfið.
Frekari upplýsingar gefur Guðrún Krist-
jánsdóttir, ræstingarstjóri í síma 450 4500.
Einbýlis-
hús til sölu!
Til sölu er húseignin að Seljalandi 21 á
Ísafirði. Húsið er 192m² með kjallara undir
hluta af húsinu.
Sjón er sögu ríkari!
Upplýsingar gefur Halldór Sveinbjörns-
son í síma 894 6125.
Flæddi inn í kjallara sjúkrahússins
Slökkvilið Ísafjarðarbæjar var kallað út um klukkan 21:30 á fimmtudagskvöld í
síðustu viku vegna vatns sem flæddi inn í kjallara Fjórðungssjúkrahússins á Ísafirði.
Ástæða flóðsins var stífla í frárennslisröri sem olli því að dælubrunnur við Hafnar-
stræti stíflaðist. Á heimasíðu slökkviliðsins kemur fram að í fyrstu hafi gengið vel
að halda aftur af vatnsflaumnum en þegar háflóð var í kringum miðnætti, var vatn
farið að flæða upp um niðurföll í kjallara sjúkrahússins. Vatnssugum og minni
dælum var beitt og tókst að ná gólfi þurru um klukkan 02:00 eftir miðnætti.
Héraðsdómur Vestfjarða
hefur dæmt karlmann í fimm
mánaða fangelsi fyrir skatta-
og hegningarlagabrot,en refs-
ingin var skilorðsbundin til
tveggja ára. Þá var manninum
gert að sök að hafa brotið lög
um virðisaukaskatt annars
vegar og um staðgreiðslu op-
inberra gjalda hins vegar, en
hann var framkvæmdastjóri
einkahlutafélags sem tekið var
til gjaldþrotaskipta með úr-
skurði Héraðsdóms Vest-
fjarða fyrir þremur árum.
Maðurinn stóð ekki sýslu-
manninum á Patreksfirði skil
á virðisaukaskatti, sem inn-
heimta bar í nafni einkahluta-
félagsins á árunum 2001 til
2004, því sem nemur tæpum
50 milljónum króna. Þá stóð
hann heldur ekki skil á stað-
greiðslu opinberra gjalda sem
haldið var eftir af launum
starfsmanna einkahlutafélags-
ins á árunum 2003 og 2004,
sem nemur rúmum 8 milljón-
um króna.
Ákærða var gert að greiða
70.000.000 króna sekt til rík-
issjóðs og komi tólf mánaða
fangelsi í stað sektarinnar
verði hún eigi greidd innan
fjögurra vikna frá birtingu
dómsins. – thelma@bb.is
Fimm mánaða fangelsi fyrir
skatta- og hegningarlagabrot
Menningarráð Bolungar-
víkur sótti á dögunum um st-
yrk til Pokasjóðs til þess að
gefa út myndskreyttar sögur
af landnámskonunni Þuríði
Sundafylli. Sótt var um 1,2
milljónir króna, en gert var
ráð fyrir 250 þúsund króna
mótframlagi frá menningar-
ráði. Þuríður Sundafyllir var
landnámsmaður í Bolungar-
vík og bjó í Vatnsnesi. Um
nafngift Þuríðar segir í Land-
námabók: „Hún var því kölluð
sundafyllir, að hún seiddi til
þess í hallæri á Hálogalandi,
að hvert sund var fullt af fisk-
um. Hún setti og Kvíarmið á
Ísafjarðardjúpi og tók til á
kollótta af hverjum bónda í
Ísafirði.“
Þuríður var að auki bæði
göldrótt og skyggn, og að því
er fram kemur á vefnum
bolungarvik.com hafði hún
einstaka hæfileika til að eiga
samskipti við aðra, bjó yfir
mikilli réttlætiskennd en var
skaprík og gaf sig ekki þegar
hún taldi sig vera órétti beitta.
Á Vestfjarðavefnum er
rakin sagan af því þegar hún
leyfði bróður sínum, Þjóðólfi,
að eiga jafn mikið land af sínu
og hann gæti girt fyrir á einum
degi. „Þjóðólfur tók til óspillt-
ra málanna og fyrir sólarlag
tókst honum að leggja garð
frá Stiga fyrir Hlíðardal og
hálfan Tungudal. Af þessu
spratt ófriður milli þeirra syst-
kina og deildu þau um eignar-
haldið á Tungudal. Að lokum
lögðu þau hvort á annað að
verða að steindrangi og lét
Þuríður fylgja þá ósk að sem
allra flestir fuglar myndu skíta
á Þjóðólf. Hann hefndi sín
með því að leggja á Þuríði að
á henni skyldu vindar gnauða
mest.
Þuríður sundafyllir varð að
bergstandi í norðurhorni Ós-
hlíðar og hrundi að hálfu
haustið 1836. Þjóðólfur varð
að hins vegar að klettadrangi
á skeri sem fjölmargir fuglar
sátu jafnan á. Hann hvarf
sömu nótt og Þuríður hrundi
og töldu menn að þau hafi þá
verið leyst úr álögum. Einnig
er í frásögur fært að við belti
Þuríðar hafi hangið lyklar.
Hver sá sem hefði getað klifið
dranginn og fundið lyklana,
hefði getað opnað kistu með
dýrgripum hennar sem er falin
í rústum landnámsbæjarins.“
Vilja gefa út myndskreyttar
sögur um Þuríði Sundafylli
Bolungarvík.