Bæjarins besta


Bæjarins besta - 06.09.2007, Síða 1

Bæjarins besta - 06.09.2007, Síða 1
Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 300 m/vsk Fimmtudagur 6. september 2007 · 36. tbl. · 24. árg. Áföll í atvinnulífi á norðanverðum Vestfjörðum hafa verið mikil og tíð síðasta árið og er öllum ljóst að bregðast þarf við. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði, er einn þeirra sem mæðir á í þessum málum, en sumum hefur þótt aðgerðar- leysi bæjaryfirvalda vera áberandi. Þá vilja margir meina að viðvera hans á skrifstofu hafi minnkað til muna eftir að hann tók að sér formennsku í Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Bæjarins besta fór á fund bæjarstjóra til að spyrja hann út þessa gagnrýni, atvinnuástand á svæðinu, olíuhreinsunarstöð og fleira. Sjá nánar viðtal við Halldór í miðopnu. Margt jákvætt að gerast Ísfirski fótboltakapp- inn Matthías Vilhjálms- son er undir smásjánni hjá norska úrvalsdeildarlið- inu Odd Grenland. Liðið er einungis eitt af mörg- um á Norðurlöndunum sem hafa áhuga á að fá hann í sínar raðir. Matt- hías hefur farið mikinn með FH í Landsbanka- deildinni í sumar. Útsendari á vegum Odd Grenland fylgdist með Matthíasi skora tvö mörk í sigri FH á Fylki fyrir stuttu. Er áhugi hjá norska liðinu að fá leikmanninn til reynslu í haust. Matt- hías hefur vakið mikla og verðskuldaða athygli í sumar og sparspekingar segja það einungis tíma- spursmál hvenær hann heldur í atvinnumennsk- una. Hann var valinn maður fjórtaándu umferð- ar í Landsbankadeildinni eftir frammistöðu sína með FH. Hann hefur alls skorað níu mörk í sumar. Matthías er fæddur og uppalinn á Ísafirði og hóf að æfa fótbolta með BÍ. Hann fluttist til Reykja- víkur 16 ára gamall og gekk þá til liðs við FH. Vekur áhuga erlendra liða Þurfa útgerðir að sækja um byggðakvótann aftur? Samkvæmt breytingu sem bæjarráð Ísafjarðarbæjar sam- þykkti verður fellt út ákvæði um að byggðakvóta skuli skipt samkvæmt lönduðum afla til vinnslu í viðkomandi byggð- arlagi á tímabilinu 1. júlí 2006 til 30. júní 2007. Ekki er vitað hvort þurfi að auglýsa byggða- kvótann aftur lausan til um- sóknar. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir að þetta hafi verið gert að ábendingu Fiskistofu. Ástæð- an er sú að samkvæmt úthlut- unarreglunum sem unnið var eftir í fyrra þurfti að landa afla í viðkomandi byggðar- lagi. Einhverjar útgerðir áttu í vandræðum með að fá aflann keyptan til vinnslu. Úthlutunarreglum fyrir byggðakvótann var breytt og fyrir fiskveiðiárið sem er að ljúka nægir að aflinn sé unninn í viðkomandi sveitarfélagi. Halldór segir að bærinn hafi ekki viljað útiloka fyrirtæki frá því að fá úthlutað byggða- kvóta vegna þessa og segir jafnframt að það gæti farið svo að það þurfi að auglýsa hann aftur og útgerðir þurfi að sækja aftur um. Mjög erfið- lega hefur gengið að úthluta byggðakvóta yfirstandandi fiskveiðiárs en kvótaáramót voru 1. september. Einungis örfá sveitarfélög á landinu hafa úthlutað sínum kvóta.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.