Bæjarins besta - 18.10.2007, Qupperneq 9
FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2007 9
MANNAUÐSSTJÓRI
Ísafjarðarbær óskar eftir að ráða metn-
aðarfullan einstakling til að takast á
við nýtt starf mannauðsstjóra hjá bæj-
arfélaginu.
Starfssvið:
Þróun mannauðsstefnu og almenn
framkvæmd hennar.
Starfsþróun, þ.m.t. mat á frammi-
stöðu.
Starfslýsingar og skipurit.
Fræðslu- og símenntunarmál starfs-
manna.
Starfsráðningar og móttaka nýliða.
Önnur verkefni sem tengjast mann-
auðsmálum.
Hæfniskröfur:
Háskólamenntun sem nýtist í starfinu.
Framhaldsmenntun á sviði mannauðs-
mála æskileg.
Starfsreynsla á sviði stjórnunar- og
mannauðsmála æskileg.
Framúrskarandi hæfni í mannlegum
samskiptum.
Frumkvæði og leiðtogahæfni.
Umsóknir sendist til Ísafjarðarbæjar,
Hafnarstræti 1, 400 Ísafirði. Umsókn-
arfrestur er til 1. nóvember nk.
Upplýsingar um starfið gefur Þorleif-
ur Pálsson, bæjarritari í síma 450 8000
og á netfangi: thorleifur@isafjordur.is
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.
Gert ráð fyrir mikilli fjölgun nemenda
Gert er ráð fyrir að nemendum við Háskólasetur Vestfjarða fjölgi í 545 árið
2011 og að þeir verða 410 á næsta ári. Miðað við áætlaðan fjölda nemenda
þarf starfsemi Háskólaseturs mun stærra húsnæði. Þörf er á 10-12 kennslu-
stofum, stórum fyrirlestrarsal, skrifstofuaðstöðu fyrir 40 manns, aðstöðu fyrir
hópavinnu, lesaðstöðu, og aðstöðu fyrir doktorsnema. Þá er ónefnd mötu-
neytisaðstaða, móttökuaðstaða og fleira. Þetta er meðal þess sem fram kom
á fundi þar sem framtíðarsýn Háskólasetursins var kynnt.
Bubbi heimsótti Menntaskólann
Bubbi Morthens kom til Ísafjarðar í síðustu viku í þeirri von
að finna næstu söngstjörnu Íslands í ,,Bandið hans Bubba”
sem hefur göngu sína á Stöð 2 í vor. Bubbi byrjaði heim-
sókn sína vestur á því að fara í Menntaskólann á Ísafirði þar
sem hann kom ungri stúlku, sem jafnframt er nemandi við
skólann, á óvart með því að mæta í miðjan tíma hjá henni
og söng svo Stál og hnífur með henni.
Umhverfisnefnd Ísafjarðar-
bæjar hefur samþykkt að
pakkhúsið á Flateyri verði fært
af athafnarsvæði á Flateyrar-
odda yfir á lóð Hafnarstrætis
2 á Flateyri. Svarta pakkhúsið,
eins og það er oft nefnt, er
líklega elsta húsið á Flateyri,
en það ku vera byggt um miðja
19. öld. Upphaflega tilheyrði
húsið verslun Hjálmars Jóns-
sonar og Torfa Halldórssonar.
„Brýnt er að húsið verði flutt
því það er á miðju athafna-
svæði á Flateyrarodda. Þarna
væri e.t.v. hægt að koma upp
sögusýningu frá tíma Torfa
og Hjálmars (hákarlaútgerðin
og verslun) eða harðfisksölu
og upplýsingum um sögu af-
urðarinnar, verkun o.fl“, segir
Jóhann Bæring Gunnarsson,
verkefnastjóri tæknideildar
Ísafjarðarbæjar.
Í nýju aðalskipulagi hefur
húsinu verið afmarkaður stað-
ur neðarlega við Hafnarstræti
en þar gæti það orðið hluti af
umhverfi sem hugmynd er um
að þróa í samræmi við menn-
ingartengda ferðaþjónustu.
Við Hafnarstrætið má finna
gömlu bókabúð þorpsins, en
þar er nú safn. Einnig er al-
þjóðlegt brúðusafn til húsa við
Hafnarstrætið, nánar tiltekið í
Félagsbæ. Vonast er til að
pakkhúsið og umhverfi þess
geti nýst sem safnhús og stað-
ur þar sem menningartengd
starfsemi fer fram að sumar-
lagi.
Pakkhúsið var notað fram á
síðari hluta 20. aldar. Tillögur
um samvinnu við Ísafjarðarbæ
og Minjasjóðs Önundarfjarðar
um flutning hússins voru
sendar til bæjarstjórnar í febr-
úar en málinu vísað til Bygg-
ðasafns Vestfjarða. Í stjórn
Byggðasafns var málið á dag-
skrá 27. mars og er þar bókað
að tekið væri undir hugmyndir
um að flytja húsið, finna því
nýjan stað við Hafnarstræti
gegnt húsi nr. 1 og pakkhúsinu
fundið hlutverk í tengslum við
menningartengda ferðaþjón-
ustu. Húsið er um 45 fermetr-
ar. – thelma@bb.is
Elsta húsið á Flateyri fært
Stefnumót DV
við almenning
DV ætlar að eiga stefnu-
mót við Vestfirðinga á
morgun þar sem ritstjórar
blaðsins, Reynir Traustason
og Sigurjón Magnús Egils-
son, ræða um stefnu blaðs-
ins í nútíð og framtíð og
hlýða á sjónarmið fólks. Hér
er um að ræða fyrsta fundinn
af fimm í hringferð DV um
landið. DV mun skemmta
Vestfirðingum með tónlist,
spurningarkeppni og skemmti-
legu spjalli. Forseti bæjar-
stjórnar og bæjarstjóri Bol-
ungarvíkur takast á við for-
seta bæjarstjórnar og bæjar-
stjóra Ísafjarðarbæjar í spurn-
ingarkeppni þar sem sigur-
vegarinn velur sér baráttu
gegn fíkniefnum sem verð-
launaféð, 100.000 krónur,
rennur til.
Við lok hringferðarinnar
verður valið eitt sigurlið
sem fær að auki milljón
krónur til að berjast gegn
fíkniefnavandanum. Elín
Ragnarsdóttir, framkvæmda-
stjóri Birtíngs og DV, verð-
ur dómari í keppninni og
afhendir verðlaunafé.
Tónlistarmaðurinn Einar
Ágúst mun koma fram og
væntanlega Grjóthrunið úr
Bolungarvík. Lýður Árna-
son, kvikmyndaleikstjóri,
tónlistarmaður og læknir,
hefur tekið að sér að vera
atburðarstjóri á fundum DV
um allt land. Fundurinn
verður á Kaffi Edinborg á
Ísafirði og stendur yfir frá
kl. 20-22.
Þökkum auðsýnda samúð við fráfall og
útför eiginmanns míns og föður
Óskars Rúnars Samúelssonar
Dagný Viggósdóttir og börn.
Vegaframkvæmdir eru hafn-
ar í Hnífsdal vegna undirbún-
ings jarðgangagerðar til Bol-
ungarvíkur. Að sögn Gísla Ei-
ríkssonar, umdæmisstjóra
Vegagerðarinnar á Ísafirði,
eru framkvæmdirnar ætlaðar
til þess að auðvelda aðkomuna
þegar jarðgangagerðin hefst í
vetur eða vor. Verið er að
vinna að útboðslýsingu og
gert er ráð fyrir að útboð fari
fram á næstu vikum. Um er
að ræða langþráð jarðgöng
milli Hnífsdals og Bolungar-
víkur, ásamt byggingu for-
skála og vega. Göngin eiga að
vera 8,7 metra breið og 5,1
kílómetri að lengd. Einnig á
að byggja um 310 metra langa
steinsteypta vegskála, og 3
kílómetra langa vegi og tvær
15 metra langar steinsteyptar
brýr.
Með þingsályktun árið 1999
var samþykkt að vinna skyldi
langtímaáætlun um gerð jarð-
ganga á Íslandi þar sem sér-
staklega yrði horft til fram-
kvæmda sem rjúfa vetrarein-
angrun, koma í stað annarrar
kostnaðarsamrar vegagerðar,
stytta vegalengdir og stækka
atvinnusvæði. Það var þó ekki
fyrr en í byrjun árs er ný sam-
gönguáætlun var kynnt að far-
ið yrði í gerð jarðganga frá
Bolungarvík sem koma út á
Skarfaskeri við Hnífsdal.
Samkvæmt samgönguáætlun-
inni er gert ráð fyrir að Bol-
ungarvíkurgöngum verði lok-
ið árið 2010.
– thelma@bb.is
Undirbúningur fyrir jarð-
gangagerð hafinn í Hnífsdal
Hafist hefur verið handa við að undirbúa jarðgangagerð frá Hnífsdal til Bolungarvíkur.