Bæjarins besta


Bæjarins besta - 18.10.2007, Side 13

Bæjarins besta - 18.10.2007, Side 13
FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2007 13 Ísfirskir gullsmiðir opna gallerý Ísfirsku gullsmiðirnir og skargripahönnuðirnir, Dýrfinna Torfadóttir og Finnur Guðni Þórðarson, hafa opnað sameiginlega vinnustofu og gallerý á Akranesi. Um 200 manns heimsóttu þau og þáðu veitingar í tilefni dagsins og mátti sjá mörg kunnugleg andlit svonefndra brottfluttra Ísfirðinga. Um kvöldið buðu Finnur og Dýrfinna gestum og iðnaðarmönnum til hófs á vinnustofunni. Dýr- finna er sem kunnugt er orðin mjög þekkt í faginu. Finnur er hins vegar hefja sjálfstæðan feril eftir að hafa lokið námi hjá henni og unnið hjá henni síðastliðin ár. Flutningsgjöld munu lækka... 150 milljónum króna verður veitt til jöfnunar á kostnaði við vöruflutninga til Vestfjarða samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2008 sem kynnt var fyrir stuttu. Jörundur Jörundsson, framkvæmdastjóri hjá Landflutningum Samskip, segir það ljóst að flutningsgjöld til og frá Vestfjörðum muni lækka ef allir aðrir kostnaðarliðir standi í stað. „Menn voru auðvitað bara að fá þetta í hendurnar en það segir sig alveg sjálft að ef þetta gengur eftir og allur annar kostnaður stendur í stað þá munu vörugjöldin lækka. Ef kostn- aður hækkar þá hækka gjöldin en þau lækka aftur á móti ef kostnaðurinn lækkar.“ Afmæli BG fagn- að á Veturnóttum Undirbúningur fyrir lista- og menningarhátíðina Vet- urnætur gengur vel og viða- mikil dagskrá er að líta dagsins ljós en hátíðin fer fram í Ísafjarðarbæ dagana 25.-28. október. „Laugar- dagurinn er orðinn þéttskip- aður og hann er í raun stærsti dagur hátíðarinnar“, segir Anna Sigríður Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri hátíðar- innar. Þá verður svokallaður Langur laugardagur á Ísa- firði þar sem verður sam- ræmdur opnunartími í versl- unum og einnig verður boð- ið upp á lifandi tónlistar- flutning og uppboð í mið- bænum, svo eitthvað sé nefnt. Seinnipartinn verða trúbadorarnir Mysterious Marta og Svavar Knútur með tónleika fyrir alla fjöl- skylduna í hlöðunni á Heima- bæ í Arnardal. Konukvöld verður á veit- ingastaðnum Við Pollinn og haldið verður upp á afmæli tónlistarmannsins góðkunna Baldurs Geirmundssonar í Edinborgarhúsinu. „Baldur fagnar stórafmæli í október og ákvað menningarmála- nefnd Ísafjarðarbæjar að heiðra hann með því að bjóða öllum bæjarbúum til veislu“, segir Anna Sigríð- ur. Í afmælinu munu hinir ýmsu tónlistarmenn stíga á stokk. Í beinu framhaldi af afmælisfögnuðinum verður haldin flugeldasýning við Pollinn. Margt fleira er að finna á dagskránni og má þar nefna sögusöngleikinn Svona eru menn með Einar Kárasyni og KK, sýningu á heimild- armyndinni um óhefðbund- nu fegurðarsamkeppnina Óbeisluð fegurð, myndlist- arsýningu listakonunnar Huldu Hákon og myndlist- arsamkeppni barna. Hátíðin var fyrst haldin árið 1997 og fagnar því tíu ára afmæli í ár. Veturnætur voru endurvaktar fyrir fjór- um árum og hafa síðan verið fastur liður í mannlífinu á svæðinu í kringum vetrar- daginn fyrsta. „Við viljum að þessi hátíð sé árviss viðburður og erum bjartsýn á að það takist þar sem vegur Veturnátta fer vax- andi“, segir Anna Sigríður Ólafsdóttir, framkvæmda- stjóri. – thelma@bb.is Vilja að Vegagerð- in sjái um veginn Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hyggst óska eftir því við samgönguráðuneytið að vegurinn frá Botni og út í Selárdal í Súgandafirði verði færður til Vegagerð- arinnar, sem héraðs- eða landsvegur. Á fundi bæjar- ráðs fyrir stuttu var tekið fyrir erindi frístundaeig- enda í Selárdal þar sem þeir segjast vera orðnir lang- eygir eftir marglofuðum endurbótum á veginum. Um er að ræða 6-7 km vegarkafla sem ekkert hefur verið gert fyrir í fjölda ára annað en að hreinsa grjót af veginum á vorin svo hann sé „fær“ yfir sumarið. Ræsi hafa lagst saman og stíflast, ofaníburður er farinn veg allrar veraldar og í fjörunni hverfur vegurinn í sjóinn á köflum á veturna. „Nú er svo komið að vegurinn get- ur varla talist fær nema jepp- um“, segir í bréfi til sveitar- félagsins. „Þetta gerist þrátt fyrir ítrekuð loforð bæjarfulltrúa, kosningar eftir kosningar, um að bæta þetta ástand. Viljum við fara þess á leit við yður að nú verði brugð- ist við og verkin látin tala. Gerð verði framkvæmda- áætlun, verkinu komið á fjárhagsáætlun og hafist handa við endurbætur hið fyrsta.“ Bæjarráð vísaði erindinu til tæknideildar vegna vinnu við fjárhagsáætlun ársins 2008 og fól jafnframt bæjar- stjóra að ræða við sam- gönguráðuneytið um að vegurinn verði færður til Vegagerðarinnar. – thelma@bb.is Suðureyri. Verkalýðsfélag Vestfirð- inga segir að ef Vestfirðingar ætli sér að vera samkeppnis- hæfir um fólk á vinnumarkaði verða vinnuveitendur að bjóða upp á mannsæmandi laun á öllum sviðum atvinnulífsins. Finnbogi Sveinbjörnsson, for- maður félagsins, segir í pistli á vef Verk-Vest að Vestfirð- ingar verði að gera þá kröfu í komandi kjarasamningum að laun á atvinnusvæði þeirra verði samkeppnishæf við það sem gerist á suðvesturhorninu. „Ekki er hægt að búast við því að fólk flykkist hingað til starfa þegar stöðugt er klifað á því að hér séu meðallaun með því lægsta sem gerist á landinu. Það er af sem áður var þegar meðaltekjur á Vest- fjörðum voru með því hæsta á landsvísu og fólk flutti al- mennt í velmegunina hér fyrir vestan.“ Í pistlinum segir Finnbogi: „Vestfirskir vinnuveitendur verða að gera sér grein fyrir því að með því að viðhalda láglaunastefnunni er sú hætta fyrir hendi að launafólk flytjist einfaldlega burt frá Vestfjörð- um í leit að mannsæmandi launum. Á meðan þessi staða er nánast viðvarandi í launa- þróun hér í fjórðungnum get- um við varla gert ráð fyrir því að manna þau störf sem okkur eru nauðsynlegt til að halda hjólum atvinnulífsins á Vest- fjörðum gangandi. Á almennum launamarkaði býr fólk við strýpuð taxta laun og nánast ekkert umfram það. Þetta á ekki síður við um þá sem hafa langskólamenntun að baki, þeir skila sér í æ minna mæli aftur í heima- byggð ekki síst vegna þeirra launaþróunar sem þar er í gangi. Hvernig ætlumst við til að fólk setjist hér að ef ekki eru í boði laun sem duga til mannsæmandi framfærslu? Hér verður að koma til al- gjör hugarfarsbreyting við að koma launum í næstu kjara- samningum í það horf að reisn verði af. Með sameiginlegu átaki ber okkur öllum samfé- lagsleg skylda til að koma launaþróun á Vestfjörðum aftur í það horf að kjör á vinnu- markaði verði með því besta sem gerist á landsbyggðinni. Vestfirðingar, komum fjórð- ungnum aftur í fremstu röð hvað launaþróun varðar, og tryggjum með því grunninn að traustari velferð okkar allra.“ – thelma@bb.is Vestfirðingar eiga að gera kröfu um samkeppnishæf laun Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, klippti á borða ásamt Fríðu Dögg Ragnars- dóttur formanni nemendaráðs GÞ við vígslu nýju skólalóðanna. Myndir: Ellert Örn Erlingsson. „Flottustu skólalóðir norðan alpafjalla“ Nýjar og endurbættar lóðir leikskólans Laufáss og Grunn- skólans á Þingeyri voru teknar í notkun við formlega athöfn í síðustu viku. „Þetta er liður í stefnu sveitarfélagsins að end- urnýja leikskóla- og skólalóðir bæjarins. Lóðirnar eru stór- kostlegar og ég held svei mér þá að þær séu þær flottustu norðan alpafjalla“, segir Hall- dór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, sem við at- höfnina flutti stutt ávarp og klippti á borða ásamt Fríðu Dögg Ragnarsdóttur formanni nemendaráðs GÞ. Unnið hefur verið að end- urbótum á báðum skólalóð- unum og uppsetningu nýrra leiktækja í sumar og haust. Sett hefur verið fallvörn við leiktækin sem felst í mjúku undirlagi sem hleypir þó vatni í gegnum sig. Áætlaður kostn- aður við endurbæturnar eru 10 milljónir, fjórar milljónir við grunnskólalóðina og sex við leikskólann. Unnið var við nokkuð erfiðar veðuraðstæður í haust og var því tjaldað yfir framkvæmdasvæðið. Heimamenn eru vitaskuld hæstánægðir með endurbæt- urnar. „Þetta eru einu leik- svæðin á Þingeyri og því mikil lyftistöng fyrir alla eyrina að fá svona aðstöðu sem stenst nútímakröfur og er eins og best verður á kosið, þetta eru ekkert nema aukin gæði við nemendur og aðra íbúa og eru til þess fallnar að laða að held- ur en hitt. Að því ósögðu að eflaust eru vandfundnar flott- ari skólalóðir á Vestfjörðum en hjá grunn- og leikskólanum á Þingeyri“, segir Ellert Örn Erlingsson, skólastjóri GÞ. Skólalóðin er hin glæsilegasta.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.