Bæjarins besta - 18.10.2007, Síða 15
FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2007 15
Lögfræðiþjónusta
Alhliða lögfræðiþjónusta við einstaklinga
og fyrirtæki á Vestfjörðum.
Upplýsingar og tímapantanir í síma 551
7280 og 696 0646.
Þuríður Halldórsdóttir hdl.,
thuridurkh@islandia.is
Mikill áhugi fyrir þjóðbúningum
Mjög mikill áhugi er meðal kvenna á norðanverðum Vestfjörðum að sauma eigin þjóðbúning. Í
fyrra sóttu átta konur námskeið sem haldið var á Ísafirði og að því er fram kemur á ruv.is hafa
18 skráð sig til þátttöku á næsta námskeið. Margrét Skúladóttir formaður, Þjóðbúningafélags
Vestfjarða, segir mikla vakningu vera í félaginu, aðsóknin sýni það. Þjóðbúningafélag Vestfjarða
var formlega stofnað í mars í kjölfar þjóðbúningasaumsnámskeiðs sem haldið var á Ísafirði í
fyrravetur. Fyrsta verk félagsins var að setja upp veglega sýningu í sýningarsal Safnahússins á
Eyrartúni á gömlum búningum í eigu safnsins auk búninga frá þjóðbúningastofu.
Pabbinn í Edinborgarhúsinu
Einleikurinn Pabbinn verður settur upp í sal Edinborgarhússins á Ísafirði í
kvöld. Höfundur og leikari er Bjarni Haukur Þórsson, en leikstjóri er Sigurður
Sigurjónsson. Pabbinn er einleikur sem fjallar á gamansaman hátt um hvað
það er að vera pabbi í nútímasamfélagi. „Pabbinn fjallar um aðdraganda þess
að hann og konan hans ákváðu að eignast barn. Hvað gerist á meðgöngunni
og við undirbúning fæðingarinnar. Fæðingunni og fyrstu skrefunum eru gerð
góð skil þegar heim er komið. Allt er séð frá sjónarhóli karlmannsins.“
Enn er óvíst hvernig skóla-
akstri í Dýrafirði verði háttað
en styr hefur staðið um akstur-
inn frá því í sumar. Skóla-
aksturinn var boðinn út tvisvar
í sumar en í fyrra skiptið týnd-
ist eitt tilboðanna, sem var
það lægsta, frá Jóni Reyni Sig-
urðssyni. Tilboð hans var opn-
að skömmu síðar og tekið gilt.
Í kjölfar vandræðagangs sem
þessu fylgdi var þó talið réttast
að bjóða verkið út aftur. Stuttu
eftir seinna útboðið féll lægst-
bjóðandi, sem þá var Sigríður
Helgadóttir, frá tilboði sínu
en sviðstjóri umhverfissviðs
sveitarfélagsins hafði mælt
með að gengið yrði til samn-
inga við hana og var öðrum
tilboðsgjöfum í kjölfarið sent
bréf að þeirra tilboðum væri
hafnað.
Á síðasta bæjarráðsfundi
var tekið fyrir bréf sem lög-
fræðingur Jóns sendi Ísafjarð-
arbæ þar sem forvitnast er um
hvort verkið verði boðið út í
þriðja sinn eða hvort samið
verði við annan tilboðsgjafa
eftir að tilkynnt hafi verið að
öðrum tilboðum hafi verið
hafnað.
Tilboðin sem bárust í fyrra
útboðinu:
Jón Reynir Sigurðsson -
8.550 krónur fyrir hverja fer.
F&S hópferðabílar ehf. -
9.164 krónur fyrir hverja ferð.
Svanberg R. Gunnlaugsson
- 9.450 krónur fyrir hverja
ferð.
Tilboðin sem bárust í seinna
skiptið sem boðið var út eru
eftirfarandi:
Jón Reynir Sigurðsson -
8.550 krónur fyrir hverja ferð.
F&S hópferðabílar ehf. -
7.950 krónur fyrir hverja ferð.
Sigríður Helgadóttir - 7.350
krónur fyrir hverja ferð.
Sem fyrr segir hefur Sigríð-
ur fallið frá tilboði sínu og
hefur bæjarstjóri þegar falið
bæjartæknifræðingi að ræða
við F&S hópferðabíla.
Enn stendur styr um skólaakstur
Óska eftir 60 milljónum til
uppbyggingar á skíðasvæði
Ísafjarðarbær hefur óskað
eftir 60 milljón króna framlagi
frá ríkinu til frekari uppbygg-
ingar á skíðasvæði Ísfirðinga
í Tungudal. Um er að ræða
verkefni sem finna má Vest-
fjarðaskýrslunni en það var
sett þar inn í samráði við þing-
menn og þáverandi sam-
gönguráðherra.
Gert er ráð fyrir að fjármagn
til framkvæmda verði tryggt
samkvæmt Vestfjarðasamn-
ingnum, samtals 60 milljónir
króna, og framlagi einstakl-
inga sem nemur 40 milljónum
króna. Þetta kom fram á fundi
formanns bæjarráðs og bæjar-
stjóra Ísafjarðarbæjar með
fjárlaganefnd alþingis í lok
september.
Einkaaðilar hafa lýst áhuga
á að koma til liðs við stjórn-
völd og sveitarfélög á Vest-
fjörðum um frekari uppbygg-
ingu skíðasvæðisins í Tungu-
dal til að takast á við nýja
tíma og breyttar kröfur. Vegna
veðurfarsbreytinga þarf að
auka snjósöfnun með lands-
lagsmótun og einnig þarf að
bæta við lyftum.
Umhverfisráðherra hefur
staðfest breytingu á aðalskipu-
lagi Flateyrar 1996 – 2015.
Tillagan tekur til breytinga á
svæði austan við Hafnarstræti,
milli Tjarnargötu og Ránar-
götu, sem ætlað er fyrir íbúð-
arsvæði, iðnaðarsvæði og
blandaða landnotkun breytist
í svæði fyrir verslunar- og
þjónustusvæði. Þá er gert ráð
fyrir nýrri götu austan Hafn-
arstrætis. Samtímis breytingu
á aðalskipulagi var auglýst
deiliskipulagstillaga sem tek-
ur til lagningu götu austan við
og samsíða Hafnarstræti, þar
er gert ráð fyrir níu nýjum
lóðum fyrir útleiguhús.
Sjóstangveiði er ný atvinnu-
grein innan ferðaþjónustu-
geirans og er að skjóta rótum
í sjávarbyggðum Vestfjarða.
Þörf er fyrir hentugt gistirými
í nálægð við hafnarsvæði fyrir
þessa starfsemi. Megin mark-
mið með breytingu á aðal-
skipulagi þessu er að skapa
svæði fyrir útleiguhús nálægt
hafnarsvæðinu. Umhverfis-
nefnd Ísafjarðarbæjar leggur
til við bæjarstjórn að deili-
skipulagið, austan við Hafnar-
stræti þar sem gert er ráð fyrir
níu nýjum lóðum fyrir útleigu-
hús verði staðfest.
Breyting á aðalskipulagi Flateyr-
ar staðfest af umhverfisráðherra
Flateyri.