Bæjarins besta - 18.10.2007, Side 16
FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 200716
Ferðalangarnir fimmtugu: Efri röð frá vinstri: Gunnhildur Hauksdóttir, Sigrún Halldórsdóttir, Ása
Grímsdóttir, Steinunn Árnadóttir, Ásgerður Jónasdóttir, Guðný Hólmgeirsdóttir, Kristín Marteinsdóttir,
Helga Harðardóttir, Brynja Guðmundsdóttir og Stefanía Birgisdóttir. Neðri röð frá vinstri: Helgi F. Arnarson,
Sigurjón J. Sigurðsson, Róbert Guðfinnsson, Guðmundur Einarsson og Svanbjörn Tryggvason.
Skemmtiferðaskipið Costa
Atlantica við eyjuna
Santorini sem tilheyrir
Grikklandi.
Fimmtugir í siglingu
á fljótandi lúxus hóteli
Hópur afmælisbarna frá
Ísafirði fóru í siglingu um
Miðjarðarhafið á glæsilegu
skemmtiferðaskipi í septem-
ber. Um var að ræða vinahóp
sem fagnaði fimmtíu ára af-
mæli í ár. Ferðalangarnir komu
við í nokkrum löndum og
skoðuðu sig um í framandi
umhverfi. Farið var til Ítalíu,
Sikileyjar, Egyptalands, Kýp-
ur, Tyrklands og Grikklands.
Fararskjótinn var hið glæsi-
lega fley Costa Atlantica sem
er um 86.000 tonn að stærð.
Skipið sem byggt var árið
Portofino á Ítalíu var á meðal þeirra
staða sem hópurinn sótti heim í ferðinni.
2000 er 298 metra langt og 33
metra breitt. Sigrún Halldórs-
dóttir, ein ferðalanganna, segir
alla ferðina hafa verið mikla
upplifun en það sem hafi stað-
ið upp úr væri Kairó, höfuð-
borg Egyptalands og eyjan
Santorini sem sumir hafa hald-
ið fram að sé hin týnda Atlant-
is.
Kveikjan að ferðinni frekar
óvenjuleg en uppspretta henn-
ar er saumaklúbbur sem nokkr-
ar ísfirskar stúlkur stofnuðu
11 ára gamlar.
„Þetta var svokölluð fimm-
tugsferð en frumkvæðið af
henni áttu nokkrar konur í
saumaklúbb. Þetta er í raun
einn saumaklúbbur sem er starf-
ræktur er af brottfluttum Ísfirð-
ingum, annars vegar á Ísafirði
og í Reykjavík. Við sem byrj-
uðum í upphafi höfum verið í
saumaklúbbnum í 39 ár, eða
frá því að við vorum 11 ára
gamlar. Í þessari ferð voru
fjórar af þeim fimm sem stofn-
uðu saumaklúbbinn auk átta
af þeim níu sem voru í klúbbn-
um sem unglingar. Þetta var
því mjög skemmtilegt.“
– Hversu margir fóru í ferð-
ina?
„Hópurinn taldi 28 manns
og af þeim voru fimmtán sem
fagna fimmtugsafmæli á þessu
ári. Það var ákveðið fyrir um
fimm árum að fara í siglingu
þegar við yrðum fimmtug. Þar
sem það var góður aðdragandi
að ferðinni sáu sér fleiri fært
fara í hana og mætingin var
mjög góð.“
– Er það í bígerð að endur-
taka leikinn á sextugsafmæl-
inu?
„Nei, en reyndar höfum við
ákveðið að fara í einhverja
ferð eftir fimm ár. Það er harð-
ákveðið að gera eitthvað
skemmtilegt aftur þá, því þetta
er mjög góður og samstilltur
hópur.“
– Hvað stóð upp úr í ferð-
inni?
„Það var mikil upplifun að
koma til Kairó í Egyptalandi.
Ég held að það hafi staðið upp
úr hjá okkur öllum. Svo líka
bara þessi lúxus að vera um
borð í háklassa skemmtiferða-
skipi. Ég vil hvetja fólk til að
prófa þennan frábæra ferða-
máta. Maður hefur allt til alls
á fljótandi hóteli, fer að sofa
að kvöldi og vaknar í nýju
landi að morgni. Þetta er algjör
lúxus fyrir utan að maður
sleppir við allar fríhafnir og
allt slíkt.
Það var mikil upplifun að
koma til allra þessa landa sem
við heimsóttum. Við byrjuð-
um á fjórum dögum í Rapallo
á Ítalíu þar sem við skoðuðum
okkur um, bæði í Rapallo og
næsta nágrenni. Við fórum
síðan um borð í skipið í
Savona og sigldum til Napolí
þar sem margir skoðuðu Pom-
pei. Síðan sigldum við til
Sikileyjar og fórum þaðan yfir
Miðjarðarhafið til Alexandríu
í Egyptalandi og áfram til
Kairó. Þá til Limmasol á Kýp-
ur, Marmaris í Tyrklandi,
Santorini í Eyjahafinu og
Nokkrir ferðalanganna fyrir framan einn af píra-
mídunum i Kairó í Egyptalandi. Frá vinstri: Sigríður
Bragadóttir, Eiríkur Kristófersson, Sigrún Hall-
dórsdóttir, Oddný Bára Birgisdóttir, Stefán Ómar
Jónsson og Brynja Guðmundsdóttir.