Bæjarins besta - 28.12.2007, Síða 4
FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 20074
Langar að leika fyrir vestan
Jörundur Ragnarsson í hlutverki sínu í myndinni Reykjavík - Rotterdam.
Jörundur Ragnarsson er ungur leikari sem
hefur verið áberandi að undanförnu. Hann
leikur í sjónvarpsþáttunum „Næturvaktin“ sem
slegið hafa í gegn hjá íslenskum sjónvarps-
unnendum auk þess sem hann hefur vakið
athygli á hvíta tjaldinu og hlaut Edduverð-
launin nýverið sem besti aukaleikarinn fyrir
hlutverk sitt í Veðramótum þar sem hann leikur
misþroska dreng. Hann steig sín fyrstu skref á
sviði Borgarleikhússins í söngleiknum Footloose
á síðastliðnu ári. Núna leikur hann í sýning-
unum Killer Joe og Lík í óskilum í Borgarleik-
húsinu, var að klára tökur á væntanlegri kvik-
mynd „Reykjavík-Rotterdam“ og er að æfa nýtt
leikrit í Þjóðleikhúsinu sem nefnist Sá Ljóti. Sú
sýning er sett upp af leikfélaginu Vér morðingj-
ar sem Jörundur stofnaði ásamt fleiri og hefur
leikfélagið staðið fyrir framsæknum sýningum á
borð við Penetreitor og Bubba Kóng.
Segja má að Jörundur hafi
slitið barnsskónum á Vest-
fjörðum en hann fluttist ungur
að aldri til Suðureyrar með
foreldrum sínum og seinna
Súðavíkur. Bæjarins besta
spjallaði við leikarann unga
sem segist bera sterkar taugar
til Vestfjarða.
– Hvaðan ertu upprunalega?
„Ég fæddist á Hvamms-
tanga og bjó fyrstu árin á Laug-
arbakka sem er lítið þorp í
Miðfirðinum skammt frá
Hvammstanga. Ég flutti ekki
á Vestfirðina fyrr en ég var
sjö ára, þá fluttist ég til Suður-
eyrar þar sem pabbi tók við
sveitarstjórastöðunni og var
þar fjögur ár. Eftir það flutt-
umst við til Súðavíkur og
bjuggum þar í nokkur ár. Svo
bjó ég í Ólafsvík í tvö ár þar
til ég fór í menntaskólann að
Laugarvatni og hef búið í
Reykjavík síðan.“
– Þannig að þú hefur búið
víða um landið?
,,Já, það má segja það. Ég á
bara eftir að búa á Austfjörð-
unum, þá er ég búinn með alla
landshluta.“, segir Jörundur
kíminn.
– Hvenær kom leiklistin inn
í líf þitt?
,,Ég hafði nú þó nokkurn
áhuga á leiklistinni sem krakki,
sótti í að leika i skólaleikritum
o.þ.h. Stofnaði m.a. leikfélag
á Suðureyri og ætlaði að setja
upp barnaleikritið „Kötturinn
sem fer sínar eigin leiðir“. En
hinir krakkarnir í leikfélaginu
höfðu nú ekki eins mikinn
metnað og ég í þeim málum
og það datt eiginlega upp fyrir.
Enda vissum við ekkert hvað
við vorum að gera og æfingar
leystust bara upp í fíflagang
og eltingaleiki. Það er mjög
fyndið að hugsa til þess núna
en ég tók þessu mjög alvarlega
á þeim tíma. Ég tók svo þátt í
leiksýningu á Laugarvatni þar
sem ég var aukaleikari í „Kab-
arett“. Og árið eftir átti ég að
leika aðalhlutverkið Badda í
„Djöflaeyjunni“en ég veiktist,
var lagður inn á spítala og
annar var fenginn í minn stað.
Það varð því ekkert úr leik-
listinni hjá mér fyrr en í Stúd-
entaleikhúsinu þegar ég var í
stjórnmálafræði í Háskólan-
um. Ég ákvað þá að slá til og
athuga hvort ég hefði eitthvað
gaman af því að leika. Það var
rosa gaman og í kjölfarið
ákvað ég að fara í inntöku-
prófin í leiklistardeild Listahá-
skólans og komst inn.“
Ævintýri
eftir útskrift
– Þú hefur leikið í kvik-
myndum við góðan orðstír,
og fyrsta kvikmyndin sem þú
lékst í var Astrópía. Hvað
varstu búinn að leika lengi
þegar þú fékkst hlutverk Scat?
,,Ég útskrifaðist úr Leiklist-
arskólanum vorið 2006 og tók
strax þátt í söngleiknum Foot-
loose. Ég fór með hlutverk
Mikka sem er hálfgert „comic
relief“ hlutverk. Mikki er voða-
legt grey og hans saga í leik-
ritinu snýst um það að hann
kann ekki að dansa og því
verður að kenna honum það.
Ég er ekki mikill dansari sjálf-
ur og slapp því mjög vel með
að þurfa ekki að sýna ein-
hverja brjálaða danstakta í
söngleik sem fjallar um dans.
Sama sumar og Footloose
var frumsýnt sýndum við fé-
lagar í Vér morðingjum verkið
Penetreitor eftir Anthony Neil-
son í Sjóminjasafni Reykja-
víkur. Á meðan á öllu þessu
stóð byrjaði ég líka í tökum á
Astrópíu. Þetta var algjört
brjálæði á tímabili og erfitt að
púsla þessu öllu saman en
þetta hófst nú samt allt undir
rest. Eftir þessa törn bjóst
maður við að taka sér nokkra
daga í frí en þá bauðst mér að
taka að mér hlutverk Samma í
Veðramótum sem var mjög
spennandi og auðvitað tók ég
því. Ég var í tökum á Veðra-
mótum fram á haust svo þetta
var ansi strembið sumar hjá
mér. En svona er leikarastarf-
ið, vinnan kemur í törnum og
maður verður að taka henni
þegar hún gefst. Þetta sumar
var samt sem áður algjörlega
ævintýralegt og frábært að
hafa fengið svona mikið að
gera fyrsta sumarið eftir út-
Jörundur í Næturvaktinni ásamt þeim
Jóni Gnarr og Pétri Jóhanni Sigfússyni.
Hann fór með mér í gegnum
handritið og við ræddum sögu
og bakgrunn karaktersins,
þetta veitti mér betri innsýn í
það sem ég var að fara gera og
var mjög hjálplegt. Þegar
maður hefur tekið að sér hlut-
verk er maður líka alltaf,
ómeðvitað og meðvitað, að
taka hugmyndir úr umhverf-
inu og verður næmari á það
sem tengist viðfangsefninu.
Ég hitti t.d. ógæfumann niðri
í bæ á Hverfisgötunni og tók
nokkra takta upp eftir hon-
um.“
– Er ekkert erfitt andlega að
taka að sér svona hlutverk?
,,Nei, ekki beint, ég get nátt-
úrulega bara talað fyrir mína
hönd, en mér leið ekkert illa á
þessu tímabili sem ég var í
skrift.“
– Hlutverk þitt í Veðramót-
um hlýtur að hafa verið mjög
krefjandi. Hvernig undir-
bjóstu þig undir það?
,,Ég eyddi töluverðum tíma
í undirbúninginn og ráðfærði
mig við alls kyns fólk. T.d.
talaði ég við Kristinn Hrafns-
son og Bergstein Björgúlfsson
sem voru þá að gera heimild-
armyndina „Syndir feðranna“
sem fjallar um meðferðar-
heimilið í Breiðavík. Einnig
var ég í sambandi við fólkið
hjá Hugarafli, sem eru samtök
geðsjúkra, en þau voru einmitt
að hjálpa okkur við sýninguna
Penetreitor. Ég hitti í gegnum
Hugarafl mann sem var lengi
á unglingaheimilum og geð-
veikrahæli en náði sér að fullu.
að ég kom inn í staðinn fyrir
annan leikara sem datt út af
einhverjum ástæðum. Svo ég
þurfti að tækla það hlutverk
allt öðruvísi og fékk ekki jafn
mikinn tíma til að melta það.“
– Nú hlaust þú Edduverð-
launin fyrir aukahlutverk í
Veðramótum, heldurðu að
það muni hafa þau áhrif á feril
þinn að þú fáir fleiri hlutverk?
,,Ég veit það nú ekki. Verð-
launin sjálf hafa kannski ekki
beint áhrif, ég vona frekar að
verkin sem maður vinnur hafi
áhrif á ferilinn en ekki verð-
launin sem maður vinnur. En
auðvitað var mjög gaman að
fá þessa viðurkenningu og það
er mikill heiður fyrir mig, sér-
staklega þar sem ég tiltölulega
nýútskrifaður og á stuttan feril
að baki. Mér finnst mjög já-
kvætt að fólk sé verðlaunað
fyrir vinnu sína og það er alltaf
gaman að fá klapp á bakið.
Hinsvegar er spurning hvort
það eigi endilega að sjónvarpa
því. Edduhátíðin er fyrst og
tökum. Auðvitað er þetta mjög
sorgleg saga og eiginlega tók
það meira á mann í undirbún-
ingnum, þegar maður var að
stúdera hvað þessir krakkar
gengu í gegnum sem fóru á
þessi unglingaheimili. En þeg-
ar maður er byrjaður að leika
fyrir framan myndavél gleym-
ir maður sér í hlutverkinu.
Þetta tekur á karakterinn en
ekki beint mann sjálfan.“
– Nú er þetta gjörólíkt hlut-
verk og í Astrópíu.
,,Já allt öðruvísi. Í Astrópíu
lék ég mun minna hlutverk og
þar af leiðandi hefur maður
minna svigrúm til að gefa per-
sónunni dýpt. Myndirnar
sjálfar eru líka gjörólíkar og
varla sambærilegar. Astrópía
er náttúrulega grínmynd og í
allt öðrum leikstíl. En ég lagði
mikið á mig fyrir Astrópíu
þótt það hefði verið minna
hlutverk, enda var það fyrsta
sem ég fékk að gera. Reyndar
fékk ég hlutverkið með mjög
stuttum fyrirvara, vegna þess
Jörundur í hlutverki sínu í Astrópíu.